24. nóvember 2023
Óskað eftir tilnefn­ingum til stein­steypu­verð­laun­anna 2024

Óskað eftir tilnefningum til steinsteypuverðlaunanna 2024

Stjórn Steinsteypufélags Íslands hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2024. Viðurkenningin er veitt fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi, og þar sem verkefnið sýnir frumleika, fagmennsku og sjálfbærni í hönnun og framkvæmd.

Markmið viðurkenningarinnar er að hvetja til framúrskarandi nýtingar steinsteypu í byggingar- og mannvirkjagerð, vekja athygli á góðum verkum og fræða almenning um fjölbreytt notagildi steinsteypu í íslensku umhverfi. Viðurkenningin veitir tækifæri til að sýna fram á fagmennsku hönnuða, verktaka og eigenda mannvirkja, sem leggja áherslu á vandaða hönnun og sjálfbærni í samspili við náttúru og byggð.

Steinsteypufélagið óskar nú eftir tilnefningum frá almenningi, fagfólki og öðrum aðilum sem þekkja mannvirki sem uppfylla þessi skilyrði. Tilnefningar geta verið bæði ný og eldri mannvirki á Íslandi, en þau þurfa að sýna skýra og frumlega nýtingu steinsteypu ásamt góðu skipulagi og faglegri framkvæmd.

Við hvetjum alla til að senda inn tilnefningar með upplýsingum um mannvirkið, staðsetningu þess og stutta lýsingu á því hvers vegna það ætti að fá viðurkenninguna. Valnefnd Steinsteypufélagsins mun síðan fara yfir allar tilnefningar og velja það mannvirki sem stendur upp úr með frumleika, fagmennsku og vandaða nýtingu steinsteypu til að hljóta titilinn Steinsteypt mannvirki ársins 2024.

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa eitt helsta byggingarefni Íslendinga.

Við valið á steinsteyptu mannvirki ársins verður haft að leiðarljósi að mannvirkið:

  • Sýni steinsteypu á áberandi hátt.
  • Sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna, gæði steinsteypu og handverks.
  • Búi yfir frumleika og endurspegli þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu. Gæði og áferð steinsteypu vega þungt í mati.
  • Auðgi umhverfið, inniberi gæði, glæsileik og nytsemi og sýni augljósan metnað í samhengi við umhverfi sitt.
  • Sé byggt á síðustu fimm árum og í notkun.

Viðurkenningin verður veitt mannvirkinu og þeim aðilum sem að því standa, svo sem verkkaupa, hönnuðum og framkvæmdaaðilum. Viðurkenningin verður afhent á Steinsteypudeginum þann 2. febrúar 2024.

Leitað er eftir ábendingum frá verk-, tækni- og byggingafræðingum, arkitektum, listamönnum og iðnaðarmönnum og frá skipulags- og bygginganefndum.

Óskað er eftir því að ábendingar berist félaginu fyrir 28. desember 2023. Þeim fylgi eftirtalin gögn:

  • heiti mannvirkis, staðsetning og eigandi,
  • verkkaupi,
  • hönnunarteymi,
  • framkvæmdaaðili og – framkvæmdaár,
  • hvenær tekið í notkun,
  • stutt lýsing á mannvirki, kennistærðir og hlutverk steinsteypu,
  • ljósmyndir og, ef vill, myndbönd (teikningar óþarfar).

Tillögur og fyrirspurnir skulu sendast á netfang félagsins: steinsteypufelag@steinsteypufelag.is

Stjórn Steinsteypufélags Íslands áskilur sér rétt til að meta mannvirki á innsendum gögnum sem og að óska eftir frekari upplýsingum um verkið.

Leitað er eftir ábendingum frá verk-, tækni- og byggingafræðingum, arkitektum, listamönnum og iðnaðarmönnum og frá skipulags- og bygginganefndum.

Nánari upplýsingar á vef Steinsteypufélags Íslands