11. apríl 2024
Grinda­víkur­vegur opinn fyrir íbúa, viðbragðs­aðila og starfs­fólk

Grindavíkurvegur, frá Reykjanesbraut að Grindavík, er nú opinn fyrir umferð. Opnunin gildir aðeins fyrir Grindvíkinga, viðbragðsaðila og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík og við Svartsengi.

Búið er að leggja nýja vegkafla yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu þremur eldgosum. Hvorttveggja við vegamótin við Blálónsveg og sunnar þar sem hraun rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu í janúar. Þar hefur verið gerður sveigur á veginn til að leiða umferðina inn til Grindavíkur á milli varnargarða. Hönnunin er þannig að ekki þarf af fylla upp í það bil á varnargarðakerfinu komi til þess að hraun renni á þessu svæði.

Lokunarpóstur hefur verið færður við afleggjarann að HS Orku í Svartsengi og hægt er að aka óhindrað að Bláa lóninu. Þá hefur lokunarpóstur á Suðurstrandavegi hefur verið færður að P-1 bílastæði við Festarfjall.

Kort af Grindavíkurvegi.

Kort af Grindavíkurvegi.