6. desember 2023
Færsla Hring­vegar (1) um Mýrdal – umhverf­ismats­skýrsla

Vegagerðin áformar uppbyggingu á Hringvegi (1) um Mýrdal. Umferð um núverandi veg hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, jafnframt hefur þéttbýlið í Vík stækkað með tilheyrandi umferð óvarinna vegfarenda yfir og við veginn. Í samræmi við lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar er þörf á að stuðla að auknu umferðaröryggi og greiðfærni allrar umferðar og vöruflutninga um Hringveginn.

Markmið framkvæmdar felast í eftirfarandi þáttum:

  • Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegumeiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga).
  • Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga.
  • Þjóðvegur út úr þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli.
  • Stytting Hringvegar.

Í Samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir fjármagni í undirbúning vegna 13,3 kílómetra vegagerðar um Mýrdal og Víkurþorp ásamt jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Umfang framkvæmdarinnar er slíkt að hún er matsskyld skv. lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana (áður lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum) og því leggur Vegagerðin fram þessa umhverfismatsskýrslu. Í samræmi umhverfismatslögin er í skýrslunni gerð grein fyrir raunhæfum valkostum sem Vegagerðin hefur kannað. Valkostir eru sex talsins, auk núllkosts, og fela þrír valkostir í sér jarðgöng og þrír fela í sér endurbætur á núverandi Hringvegi að einhverjum hluta.

Kynning á umhverfismatsskýrlunni fer fram á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og er kynningartími frá 1. desember til 29. janúar og er opið fyrir athugasemdir á þeim tíma.  Haldinn verður kynningarfundur á Vík í Mýrdal í janúar, 2024, dagsetning mun vera auglýst síðar.

Sjá skýrsluna og viðauka hér.

Myrdalur mynd

Myrdalur mynd