12. maí 2025
Umferð á höfuð­borgar­svæð­inu dregst saman

Umferðin, yfir 3 lykilmælisnið Vegagerðarinnar, á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 2,7% miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Þessi samdráttur helgast líklega af því að páskaumferðin fór fram í mars á síðasta ári en í apríl á þessu ári. En umferðin á höfuðborgarsvæðinu verður, alla jafna, minni um páska en að sama skapi meiri út á landi, samanber fyrri frétt af 16 lykilteljurum á Hringvegi.

Mest dróst umferð saman í Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk (-3,8%) en minnst um mælisnið á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku (-1,3%).

 

Umferð frá áramótum

Nú hefur umferð aukist um 2,0%, frá áramótum, mv sama tíma á síðasta ári. Þetta er mun minni aukning (2,5x minni) en á sama tíma á síðasta ári.

 

Umferð eftir vikudögum

Í síðasta mánuði var mest ekið á miðvikudögum en minnst á sunnudögum.

Umferð jókst mest á miðvikudögum (+1,9%) en dróst lang mest saman á föstudögum (-10,9%).

 

Horfur út árið 2025

Nú þegar fjórir mánuðir eru liðnir af árinu 2025, stefnir í að umferð þetta árið geti aukist um 4% borið saman við árið 2024.  Búist er við hlutfallslegri mestri aukningu um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi en minnstri aukningu um mælisnið á Vesturlandsvegi.

 

Athygli er vakin á því að þegar umferðartölur fyrir mars og apríl, eru skoðaðar, verður að hafa í huga staðsetningu páska og umferð um höfuðborgarsvæðið er alla jafna minni um páska, sumrin og aðra vinsæla ferðadaga.

Slóð inn á talnaefni