19. september 2022
Ísland í áttunda neðsta sæti yfir fjölda látinna í umferð­inni

Meðal markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Síðustu fjögur ár hefur Ísland verið í tíunda neðsta sæti á lista sem tekinn er saman af CARE, sem rekur samevrópskan umferðarslysagagnagrunn, en við útreikninga er tekið mið af meðaltali á 5 ára tímabili. Árið 2021 færðist Ísland niður um tvö sæti og situr nú í áttunda sæti yfir þau lönd sem standa sig best í Evrópu.  Sjá mynd 1.

Raunar hefur árangur Íslands verið enn betri í gegnum tíðina en á árunum 2011 til 2015 var Ísland í þriðja til fimmta neðsta sæti yfir látna í umferðinni. Líklegt má teljast að aukinn fjöldi ferðamanna í umferðinni hafi töluvert að segja um þróunina síðustu ár en við útreikninga er miðað við fjölda íbúa í landinu en ekki tekið tillit til fjölda ferðamanna.

Þess má geta að um 19% látinna í umferðinni eru erlendir ferðamenn þegar litið er til síðustu tíu ára. Um 15% látinna í umferðinni eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi en um 66% íslenskir ríkisborgarar. Ferðamenn og erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi eru því um þriðjungur þeirra sem hafa látist í umferðarslysum frá árinu 2012 til 2021. Sjá mynd 7.

Á meðfylgjandi gröfum má sjá að þróunin er öll í rétta átt á Íslandi þegar litið er til lengri tímabila og til fjölda ekinna km. Sjá myndir 2, 3 og 4.

Hitt markmið stjórnvalda er að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034. Það markmið hefur ekki náðst undanfarin ár þó leitnin sé í rétta átt þegar litið er til lengri tíma. Sjá myndir 5 og 6.

Í ársskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar 2021 má finna frekari upplýsingar um lykilstærðir úr slysaskrá Samgöngustofu sem áhugavert er að glugga í. Skýrsluna má nálgast hér.

Mynd 6. Alvarlega slasaðir á hverja 100 þúsund íbúa í umferðinni 1975-2021.

Mynd 6. Alvarlega slasaðir á hverja 100 þúsund íbúa í umferðinni 1975-2021.

Mynd 5. Alvarlega slasaðir á Íslandi 1999-2021.

Mynd 5. Alvarlega slasaðir á Íslandi 1999-2021.