Upptaka frá morgunfundi Vegagerðarinnar
Hér má finna upptöku frá morgunfundi Vegagerðarinnar, sem haldinn var 18. janúar.
Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar var til umfjöllunar á fundinum, þar sem farið var yfir verklag, forgangsröðun og áskoranir sem fylgja vetraraðstæðum á vegum landsins. Auk þess lýstu fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja reynslu sinni af þjónustunni og samstarfi við Vegagerðina, með áherslu á öryggi, upplýsingagjöf og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir í rekstri yfir vetrartímann á Íslandi.