22. apríl 2022
Suður­lands­vegur frá Bæjar­hálsi að Hólmsá – opinn kynn­ingar­fundur

Niðurstöður umhverfismats vegna framkvæmda við tvöföldun Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá austan Hafravatnsvegar, verða kynntar á opnum fundi í Norðlingaskóla, 27. apríl kl. 17-19.

Fundinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Vegagerðarinnar og Facebook-síðu Reykjavíkurborgar.

Hægt er að kynna sér frummatsskýrsluna og önnur gögn tengd umhverfismatinu á þessari slóð:

https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/breikkun-sudurlandsvegar-fra-baejarhalsi-ad-holmsa-mosfellbae-og-reykjavikurborg

Frestur til að skila athugasemdum um umhverfismatið

Kynningartímabili frummatsskýrslu lýkur þann 16. maí 2022. Allir geta gert athugasemdir við skýrsluna en þær þurfa að berast skriflega, eigi síðar en 16. maí næstkomandi, til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti til skipulag@skipulag.is

Um framkvæmdina

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, undirbýr tvöföldun Suðurlandsvegar frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá austan Hafravatnsvegar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari umferð fyrir alla ferðamáta um og við Suðurlandsveg. Í gildandi samgönguáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að fyrstu áfangar komi til framkvæmda á tímabilinu 2025-2029.

Vinna við frumdrög veghönnunar og mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna hófst árið 2019 og var verkfræðistofunni EFLU falið að sjá um þá vinnu. Frumdrög lágu fyrir árið 2020 og nýlega fór frummatsskýrsla umhverfismats í kynningarferli en þar er að finna niðurstöður umhverfismatsins. Á næstunni mun EFLA hefja gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdasvæðið.

Að fundinum standa Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær, en auk fulltrúa þeirra verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU. Íbúar eru hvattir til þáttöku.

DCIM100MEDIADJI_0009.JPG

DCIM100MEDIADJI_0009.JPG

Suðurlandsvegur

Suðurlandsvegur