16. maí 2024
Öllum tilboð­um í áætl­unar­flug milli Reykja­víkur og Horna­fjarðar hafn­að

Vegagerðin bauð út áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði í vetur. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024-2027.

Tilboð voru opnuð þann 30. apríl 2024 síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust en þau voru öll töluvert yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum.

Þess í stað verður tilboðsgjöfum boðið til samningaviðræðna. Stefnt er að því að þær hefjist fljótlega en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024.