4. janúar 2023
Meiri umferð árið 2022 á höfuð­borgar­svæð­inu en ekki met

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu árið 2022 reyndist 1,6 prósenti meiri en árið áður. Ekki var þó um met að ræða því örlítið meiri umferð mældist metárið 2019. Umferðin í desembermánuði dróst saman um tvö prósent á svæðinu.

Milli mánaða 2021 og 2022
Líkt og á Hringvegi varð samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, milli desember mánaða, umferðin dróst saman um 2%. Mest dróst umferð saman ofan Ártúnsbrekku eða um 3,4% en minnst á Hafnarfjarðarvegi eða um 0,3%.

Umferð vikudaga
Í nýliðnum desember mánuði reyndist umferðin mest á föstudögum og minnst á laugardögum.

Uppgjör ársins 2022, fyrir lykilmælisniðin þrjú á höfuðborgarsvæði
Samtals aukning milli áranna 2021 og 2022 reyndist 1,6%. Mest jókst umferð yfir mælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða um 2,5% en minnst yfir mælisnið á Reykjanesbraut eða um 0,8%. Þessi aukning dugði þó ekki til að slá út umferðarmetið, sem sett var árið 2019, en heildarumferðin reyndist 0,3% undir því og stendur þá gamla metið enn, á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðin reyndist að jafnaði mest á föstudögum og næst mest á miðvikudögum, en minnst á laugardögum.  Mánudagar reyndust næst meðalumferð vikunnar en þriðjudagar reyndust næst meðalumferð á virkra daga.

Umferðin hlutfallsleg breyting

Umferðin hlutfallsleg breyting

Umferðin eftir mánuðum

Umferðin eftir mánuðum