21. maí 2025
Hluta fram­kvæmda vegna Arnar­nesvegar lýkur í sumar

Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar ganga vel og er nú unnið á öllu verksvæðinu. Sá hluti framkvæmdanna sem nú stendur yfir í Elliðaárdal á að ljúka í sumar. Um er að ræða tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut, ásamt göngu- og hjólastígum, frágang á göngu- og hjólabrú yfir Dimmu og settjörn til móts við Vatnsendahvarf.

Göngu- og hjólabrúin yfir Dimmu verður lengsta trébrú landsins þegar framkvæmdum lýkur.

Göngu- og hjólabrúin yfir Dimmu verður lengsta trébrú landsins þegar framkvæmdum lýkur.

Göngu- og hjólabrúin yfir Dimmu verður lengsta trébrú landsins þegar framkvæmdum lýkur.

Göngu- og hjólabrúin yfir Dimmu verður lengsta trébrú landsins þegar framkvæmdum lýkur.

Göngu- og hjólabrúin yfir Dimmu er 46 metra löng, sem gerir hana að lengstu trébrú landsins. Hún er hönnuð með 100 ára líftíma og verður fær snjóruðningstækjum og þjónustubílum. Brúin hefur verið byggð með tilliti til göngutíma laxa í ánni.

Einnig er áætlað að framkvæmdum við Breiðholtsbraut milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs ljúki í sumar, sem og frágangi landmótunar í Vetrargarði Reykjavíkurborgar austan Jafnasels. Jarðefni, sem hefur þurft að fjarlægja, hefur m.a. verið notað í fyllingar í Vetrargarðinn.

Við Rjúpnaveg er unnið við gerð undirganga fyrir gangandi- og hjólandi umferð undir nýjan Arnarnesveg. Sú framkvæmd krefst tilfærslu á stofnlögnum hita- og vatnsveitu sem nú er unnið við. Áætlað er að ljúka þessu verki ásamt undirgöngunum á þessu ári.

Fyrir utan gerð 3. áfanga Arnarnesvegar á um 1,9 km kafla milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar er einnig innifalið í verkinu:

  • Breikkun Breiðholtsbrautar, frá Jaðarseli að Elliðaám.
  • Vegbrú ásamt göngu- og hjólaleið yfir Breiðholtsbraut.
  • Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg á móts við Turnahvarf.
  • Undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Arnarnesveg og Breiðholtsbraut.
  • Gerð göngu- og hjólastíga og nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár við Dimmu.
  • Lagning stofnlagnar hitaveitu Suðuræð II, meðfram Breiðholtsbraut frá Völvufelli að Elliðaám.

Um eitt og hálft ár er síðan framkvæmdir við Arnarnesveg hófust, eða í september 2023 og er framkvæmdatími nú hálfnaður.  Áætluð verklok Arnarnesvegar og tengdra framkvæmda eru haustið 2026.

Verkið heyrir undir Samgöngusáttmálann og er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu. Verktakar eru Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf.

Unnið er við stöplana undir akstursbrúna.

Unnið er við stöplana undir akstursbrúna.

Hér sjást framkvæmdir vegna akstursbrúar með göngu- og hjólastíg yfir Breiðholtsbraut.

Hér sjást framkvæmdir vegna akstursbrúar með göngu- og hjólastíg yfir Breiðholtsbraut.

Arnarnesvegsframkvæmdir, maí 2025.

Arnarnesvegsframkvæmdir, maí 2025.

Vegstæði Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi til Breiðholtsbrautar.

Vegstæði Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi til Breiðholtsbrautar.