Framkvæmdafréttir 4. tbl. 2024 komnar á vefinn
Framkvæmdafréttir 4. tbl. 2024 nr. 732 eru nú komnar á vefinn og aðgengilegar öllum áhugasömum. Vitar Vegagerðarinnar fá talsvert pláss í blaðinu að þessu sinni og eru rækilega skoðaðir í fjölbreyttu efni. Fjallað er um árlegt vitaferðalag starfsmanna Vegagerðarinnar með Landhelgisgæslunni í þá vita sem aðeins er hægt að komast í sjóleiðina, auk þess sem ítarleg umfjöllun er um Gjögurvita sem féll síðastliðinn vetur og stórt afmæli Garðskagavita er einnig tekið fyrir. Meðal annars efnis má nefna vegagerð á Dynjandisheiði, umfjöllun um Örnólfsdalsárbrú sem er elsta uppistandandi hengibrú landsins og grein um 50 ára afmæli Hringvegarins sem hefur haft mikil áhrif á samgöngur á Íslandi.
Framkvæmdafréttir 4. tbl. 2024 nr. 732
Garðskagaviti yngri.