Kynningargögn

Uxahryggjavegur (52-03/04) Brautartunga – Kaldadalsvegur - 11.3.2024

Vegagerðin kynnir hér með ný- og endurbyggingu Uxahryggjavegar (52) og Kaldadalsvegar (550) á samtals 23 km löngum kafla í Lundarreykjadal og á Uxahryggjum í sveitarfélögunum Borgarbyggð og Bláskógabyggð. Samtals verða framkvæmdir á um 23 km, þar af teljast allt að 13,8 km endurbygging og 9,2 km nýbygging.

Lesa meira

Norðausturvegur (85-02), um Skjálfandafljót í Kinn - 12.1.2024

Vegagerðin fyrirhugar framkvæmdir á Norðausturvegi (85) í Kaldakinn, Þingeyjarsveit. Um er ræða endur- og nýbyggingu milli Torfuness í Kaldakinn og Tjarnar í Aðaldal. Í framkvæmdinni felst, auk vegagerðar, bygging nýrrar brúar á Rangá, bygging tveggja nýrra brúa á Skjálfandafljót auk færslu vegamóta Norðausturvegar (85) og Aðaldalsvegar (845) við Tjörn í Aðaldal. Samtals verður framkvæmdin um 9 km löng, þar af telst um 2,7 til endurbyggingar núverandi vegar og 6,3 km til nýbyggingar.

Lesa meira

Þingskálavegur (268-01/02), Heiði - Bolholti - 8.11.2023

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 7,4 km löngum kafla á Þingskálavegi (268-01/02) milli Heiðar og Bolholts á Rangárvöllum í Rangárþingi Ytra. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar.

Lesa meira

Færsla Hringvegar (1) við Jökulsárlón og sjóvörn - 13.10.2023

Teikning af færslu HringvegarFyrirhugað er að ný- og endurbyggja Hringveg á 2,7 km löngum kafla vestan Jökulsár á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar af verður núverandi vegur endurbyggður á 0,8 km löngum kafla en nýr vegur lagður á 1,9 km kafla, þar sem Hringvegurinn verður færður fjær sjónum. 

Í tengslum við framkvæmdina verður byggður 250 m langur sjóvarnargarður.

Lesa meira

Klofningsvegur (590) í Dalabyggð - 2.5.2023

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á rúmlega 8,3 km löngum kafla á Klofningsvegi (590), milli Vestfjarðavegar (60) og Kýrunnarstaða í Hvammssveit í Dalabyggð. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar.

Lesa meira

Steinadalsvegur (690) í Dalabyggð, Vestfjarðavegur (60) – Ólafsdalur - 3.3.2023

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 6,5 km löngum kafla á Steinadalsvegi (690), milli Vestfjarðavegar (60) og Ólafsdals í sunnanverðum Gilsfirði í Dalabyggð.  Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar.

Lesa meira

Náma E-63 við Breiðárlón á Breiðamerkursandi í Sveitarfélaginu Hornafirði - 2.9.2022

Vegagerðin kynnir hér framkvæmd í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrirhugað er að taka efni úr opinni námu við Breiðárlón, námu E-63 Breiðárlón.  Efnið verður nýtt í viðhald á núverandi bakkavörnum og þröskuldum Jökulsár á Breiðamerkursandi þar sem landbrot og rof í farvegi hefur ógnað samgöngum á svæðinu um langt árabil.

Lesa meira

Laxárdalsvegur (59) - fyrirspurn um matsskyldu - 14.3.2022

Vegagerðin áformar að endurbyggja Laxárdalsveg (59) á um 18 km kafla frá Hólkotsá að vegamótum við Innstrandaveg (68) í Hrútafirði. Vegurinn verður endurbyggður í vegstæði núverandi vegar. Um er að ræða sams konar framkvæmd og þegar vesturhluti Laxárdalsvegar var endurbyggður. Að framkvæmdum loknum verður því lokið endurbótum á Laxárdalsvegi. Lesa meira

Borgarfjarðarvegur (94) í Múlaþingi. Eiðar - Laufás - 13.10.2021

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á um 14,8 km löngum kafla á Borgarfjarðarvegi (94) á milli Eiða og Laufáss í Múlaþingi. Um er að ræða endurbyggingu vegarins. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Borgarfjarðarvegi. Með endurbyggðum vegi með bundnu slitlagi mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú. Lesa meira

Jökuldalsvegur (923) Gilsá - Arnórsstaðir - 30.9.2021

Fyrirhuguð er nýbygging Jökuldalsvegar (923) frá Gilsá að Arnórsstöðum á um 4 km löngum kafla, á
milli stöðva 120 og 4200, sjá meðfylgjandi fylgiskjöl F1 - F4. Vegurinn mun koma til með að liggja umland Arnórsstaða 1 og 2, Fljótsdalshéraði. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og greiðfærni á Jökuldalsvegi með bundnu slitlagi. Nýr vegur mun liggja neðar í landinu, í meira skjóli fyrir vetrarveðrum, með mun minni bratta og rýmri beygjum en núverandi vegur. Lesa meira

Hringvegur (1-a1). Ný brú á Núpsvötn í Skaftárhreppi - 6.5.2021

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja 150 m langa brú á Hringvegi (1) (vegkafli 1-a1) um Núpsvötn í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar verður Hringvegurinn endurbyggður í nýrri legu á um 2,0 km löngum kafla. Tilgangur framkvæmdarinnar er að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum.  Lesa meira

Skriðdals- og Breiðdalsvegur (95) í Múlaþingi. Ný brú á Gilsá á Völlum - 20.4.2021

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja 46 m langa brú á Skriðdals- og Breiðdalsvegi (95) á Gilsá á Völlum í Múlaþingi. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja Skriðdals- og Breiðdalsveg á 1,2 km löngum kafla. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum 

Lesa meira

Hringvegur (1-a3). Ný brú á Hverfisfljót í Skaftárhreppi - 18.11.2020

Vegagerðin kynnir hér fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja brú á Hringvegi (vegnúmer 1-a3) um Hverfisfljót í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja Hringveginn á kafla. Fyrirhugað er að byggja nýja 74 m langa og tvíbreiða brú yfir Hverfisfljót á Hringvegi við hlið núverandi brúar.

Lesa meira

Örlygshafnarvegur (612) um Hvallátra í Látravík - 22.4.2020

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á Örlygshafnarvegi (612) um Hvallátra í Látravík í Vesturbyggð. Til stendur að breyta núverandi Örlygshafnarvegi um Hvallátra á 1,75 km löngum kafla og færa veginn út fyrir frístundahúsabyggðina sem þar er vegna mikils ónæðis umferðar um svæðið. Fyrirhugað er að leggja nýjan veg ofan við frístundabyggðina á Hvallátrum, og beina með því umferðinni upp fyrir byggðina. Lesa meira

Krýsuvíkurvegur (42) um Vatnsskarð. Kynning á lagfæringum. - 29.4.2019

Vegagerðin kynnir hér framkvæmd á Krýsuvíkurvegi (42) í Grindavíkurbæ, innan verndarsvæðisins Reykjanesfólkvangs. Fyrirhugað er að gera endurbætur á 1,5 km löngum kafla vegarins þar sem hann liggur  um Vatnsskarð. Framkvæmdakaflinn hefst skammt sunnan við tengingu að Vatnsskarðsnámu og endar við Blesaflöt sunnan Vatnsskarðs. Um er að ræða endurbyggingu vegarins á núverandi vegsvæði og lagningu klæðingar.

Lesa meira

Kjalvegur (35-13), Árbúðir-Kerlingarfjallavegur (F347) - 16.4.2019

Vegagerðin fyrirhugar endurbætur á Kjalvegi (35) í Bláskógabyggð, á 17,3 km löngum kafla sem hefst við Árbúðir og endar við Kerlingafjallaveg (F347). Að mestu er um endurbyggingu á núverandi vegsvæði að ræða eða á samtals 12,6 km löngum kafla. Vikið er út af núverandi vegsvæði á nokkrum stöðum vegna aðstæðna í landslagi og til að sneiða hjá þekktum snjóastöðum. Samtals munu 4,7 km alls kaflans liggja um nýtt vegsvæði.

Lesa meira

Náman Svartagilslæk (A-15) í Berufirði - 12.2.2019

Vegagerðin kynnir hér framkvæmd í Djúpavogshreppi. Fyrirhugað er að taka efni úr opinni námu, Svartagilslæk (A-15) í landi Hvannabrekku í Berufirði, vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda á Hringvegi (1) um Berufjörð. Náman er fast við Hringveg (1) um Berufjörð og er á aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem hún ber heitið A-15 Svartagilslækur.  

Lesa meira

Borgarfjarðarvegur (94) - Njarðvíkurskriður - 9.10.2018

Vegagerðin fyrirhugar að ráðast í endurbætur á Borgarfjarðarvegi (94) í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum á um 4,8 km löngum kafla í Borgarfjarðarhreppi. Framkvæmdin getur mögulega raskað fornleifum og fellur því undir 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br., flokk B í 1. viðauka, lið 10.09, því um er að ræða enduruppbyggingu vegar utan þéttbýlis á verndarsvæði. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar sem mun taka ákvörðun um matsskyldu hennar.

Lesa meira

Vegtenging frá Flugvallarbraut að Reykjanesbraut við Stekk - 12.2.2018

Vegagerðin fyrirhugar vegaframkvæmdir á Hafnavegi, vegnúmer 44, í Reykjanesbæ á Suðurnesjum.

Til stendur að tengja Hafnaveg inn á Reykjanesbraut (41-18) á nýjum stað, eða inn á hringtorg við Stekk, sem er um 400 m austan við núverandi vegamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar.

Lesa meira

Þingvallavegur (36-04) – Endurbætur - 23.1.2018

Fyrirhugaðar eru endurbætur á Þingvallavegi (36-04) á um 9 km löngum vegkafla á milli Þjónustumiðstöðvar Þingvalla og syðri vegamóta Þingvallavegar við Vallarveg (361). Framkvæmdirnar eru liður í nauðsynlegu viðhaldi vegarins og hafa það markmið að auka umferðaröryggi vegarins, en umferð á veginum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Lesa meira

Landeyjahöfn - efnistaka úr Seljalandsheiðarnámu - 17.1.2018

Vegagerðin kynnir hér með efnistöku úr Seljalandsheiðarnámu E-422 í Rangárþingi eystra þar sem fyrirhugað er að taka allt að 40.000 m3 af grjótvarnarefni og kjarna af um 4.000 m2 svæði til að nota í brimvarnir við Landeyjarhöfn.  Lesa meira

Djúpvegur (61): Leiti - Eyri og um Hattardalsá í Súðavíkurhreppi - 19.12.2017

Vegagerðin kynnir hér með fyrirhugaðar framkvæmdir á Djúpvegi, vegnúmer 61 (35/36), í Hestfirði, Seyðisfirði og Álftafirði í Súðavíkurhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu. Lesa meira

Skaftártunguvegur (208). Brú á Eldvatn hjá Ásum - 21.12.2016

Vegagerðin kynnir hér framkvæmdir á Skaftártunguvegi (208) um Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.

Lesa meira

Hringvegur (1) um Morsá á austanverðum Skeiðarársandi - 9.8.2016

Vegagerðin kynnir hér framkvæmdir á Hringvegi (1) um Morsá á austanverðum Skeiðarársandi í sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu.

Lesa meira

Náma E-63 Breiðárlón í Sveitarfélaginu Hornafirði - 28.3.2016

Vegagerðin kynnir hér framkvæmd í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fyrirhuguð er efnistaka úr námu E-63, Breiðárlón við Breiðá, vegna viðgerða á rofvörnum Jökulsár á Breiðamerkursandi.

Náman er norðan við Breiðá og um 1,2 km norðaustan við Breiðárlón og er á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Að námunni liggur tæplega 7 km langur slóði frá Hringveginum sem verður nýttur sem námuvegur.

Lesa meira

Náma E2e Sæluhúsahæðir við Kaldadalsveg (550-02) í Bláskógabyggð. Kynning á efnistöku - 13.7.2015

Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um efnistöku í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að vinna um 20.000 m3 af efni sem ætlað er til að að leggja bundið slitlag á þegar uppbyggðan Kaldadalsveg frá slitlagsenda norðan Þingvalla að Uxarhryggjavegi alls um 15 km. 

Lesa meira

Kjalvegur (35) Hvítá - Árbúðir í Bláskógabyggð. Kynning á lagfæringum - 2.7.2015

Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um vegaframkvæmd í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að gera lagfæringar á 2,9 km löngum kafla á Kjalvegi (35) sem hefst 6,4 km norðan Hvítár og endar við Árbúðir. Framkvæmdasvæðið er innan þjóðlendna á miðhálendinu.

Lesa meira

Strandavegur (643) um Bjarnarfjarðarháls í Kaldrananeshreppi, Drangsnesvegur - Svanshóll. - 30.6.2015

Vegagerðin kynnir hér með framkvæmdir á Strandavegi um Bjarnarfjarðarháls í Kaldrananeshreppi, á kaflanum milli vegamóta Strandavegar/Drangsnesvegar syðri (645-01)  í Steingrímsfirði og Svanshóls í Bjarnarfirði. Fyrirhugað er að ný- og endurbyggja um 7,3 km langan vegkafla og byggja nýja tvíbreiða brú á Bjarnarfjarðará.

Lesa meira

Náma E-41 á Fljótsheiði í Þingeyjarsveit. - 18.5.2015

Vegagerðin hefur tilkynnt Skipulagsstofnun um efnistöku úr opinni námu á Fljótsheiði þar sem fyrirhugað er að taka allt að 149.900 m3 af efni á allt að 49.900 m2 svæði. Náman er lögð fram í samráði við Þingeyjarsveit því gera þarf óverulega breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna hennar.

Lesa meira

Örlygshafnarvegur (612), Skápadalur-Patreksfjarðarflugvöllur  í Vesturbyggð - 15.4.2015

Vegagerðin fyrirhugar endurbætur á Örlygshafnarvegi (612) við sunnanverðan Patreksfjörð í Vesturbyggð. Fyrirhugað er að endurbyggja, lagfæra og leggja bundið slitlag á núverandi veg milli Skápadalsár og Patreksfjarðarflugvallar. Framkvæmdakaflinn er um 8,4 km langur.

Lesa meira

Náma í Norðurþingi. Kynning á efnistöku úr nýrri námu E-26A í Skurðsbrúnum við Húsavík. - 18.2.2015

Vegagerðin og Norðurþing  hafa tilkynnt Skipulagsstofnun um nýja námu í Skurðsbrúnum þar sem fyrirhugað er að taka allt að 149.900 m3 af efni á allt að 49.900 m2 svæði. Í tengslum við námuna þarf að leggja 2,8 km langan námuveg sem liggur frá fyrirhuguðu iðnaðarsvæði á Bakka að námunni. Framkvæmdin er í Norðurþingi í Suður-Þingeyjarsýslu.

Lesa meira

Sprengisandur. Vegir, háspennulínur og virkjanir. Forathugun  - 28.5.2014

Þessar skýrslur eru unnar fyrir Landsnet, Landsvirkjun og Vegagerðina með það meginmarkmið að skapa heildaryfirlit yfir mannvirkjagerð á svæðinu. Forathugunin er unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats.

Nauðsynlegt er að leggja mat á legu vegar og línu saman, ekki síst með tilliti til sjónrænna áhrifa. Æskilegt er að mannvirkin verði á ”mannvirkjabelti” Sprengisands, þó þannig að hæfileg fjarlægð verði á milli þeirra. 

Lesa meira

Endurbætur á Hringvegi í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Laugar - Reykjadalsá - 14.5.2014

Vegagerðin kynnir hér með framkvæmdir við öryggisaðgerðir á Hringvegi  í Reykjadal (1-q8) á kaflanum milli Lauga og Reykjadalsár í Þingeyjarsveit í Suður-Þingeyjarsýslu. Burðarþol núverandi vegar er orðið lélegt og vegurinn mishæðóttur. Margir ökumenn virða ekki þær hraðatakmarkanir sem eru á Hringveginum þar sem hann liggur í gegnum þéttbýlið á Laugum. Á þeim kafla eru margar vegtengingar sem sumar hverjar eru illa afmarkaðar og engin gangbraut. 

Lesa meira

Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn - 30.1.2014

Vegagerðin og Hafnarsjóður Húsavíkur kynna hér með framkvæmd á Húsavík í sveitarfélaginu Norðurþingi, Suður-Þingeyjarsýslu vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. 
Fyrirhugað er að gera endurbætur á hafnaraðstöðu við Bökugarð og að byggja 2,6 km langan veg, sem mun liggja frá hafnarsvæði Húsavíkur við Bökugarð að skilgreindu iðnaðarsvæði á Bakka. 
Lesa meira

Hringvegur (1) - Brú yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði - 6.12.2013

Vegagerðin kynnir hér með framkvæmdir við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmd á Hringvegi (1).  Framkvæmdin er í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu.

Lesa meira

Breikkun og lagfæringar á Dimmuborgavegi (884) í Mývatnssveit - 27.9.2013

Vegagerðin fyrirhugar endurbætur á Dimmuborgavegi (884) í Skútustaðahreppi í Mývatnssveit. 

Dimmuborgavegur sem er 1,3 km langur liggur frá Mývatnssveitarvegi (848) að bílastæði við Dimmuborgir. Núverandi vegur er lagður klæðingu en hann er aðeins einbreiður með útskotum til að mætast. Hann fylgir landslaginu, er bæði hæðóttur og krókóttur og á honum eru nokkrar blindar beygjur. 
Lesa meira

Lagfæringar á Skagavegi (745) - 16.8.2013

Vegagerðin vinnur nú að lagfæringum á Skagavegi (745), frá gatnamótum Skagastrandarvegar að Harrastöðum. Framkvæmdakaflinn er um 3,7 km langur. 

Vegurinn verður styrktur og klæddur bundnu slitlagi á þessum kafla. Veglína helst óbreytt á umræddum kafla. 
Lesa meira

Vatnsnesvegur (711), Hvammstangi – Ytri-Kárastaðir - 16.8.2013

Vegagerðin vinnur nú að endurbótum á Vatnsnesvegi frá Hvammstanga að Ytri-Kárastöðum, norðan við Hvammstanga. Framkvæmdakaflinn er um 4,6 km langur.

Vegurinn verður endurbyggður frá gatnamótum Hvammsvegar á Hvammstanga og endar framkvæmdakaflinn nálægt Ytri-Kárastöðum
Lesa meira

Lagfæringar á Staðarbraut (854) í Aðaldal - 20.6.2013

Vegagerðin vinnur nú að lagfæringum á Staðarbraut í Aðaldal. Um er að ræða tvo kafla, frá Aðaldalsvegi að slitlagsenda við Helluland og frá slitlagsenda við Múla að brú yfir Laxá hjá Brúum, samtals 4,45 km.

Vegurinn verður styrktur og klæddur bundnu slitlagi á þessum köflum. Veglína breytist á um 600 metra löngum kafla næst Laxá þar sem erfiðar beygjur verða lagfærðar.

Lesa meira

Axarvegur, Hringvegur í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn - kynning - 18.2.2013

Vegagerðin kynnir hér nýja veglínu sem lögð er fram sem viðbót við áður birta matsskýrslu um umhverfismat Axarvegar, Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi.

Lesa meira

Borgarfjarðarvegur (94), í Njarðvík, frá Hríshöfða og að Njarðvíkurvegi - Kynning - 6.2.2012

Vegagerðin fyrirhugar endurbætur á Borgarfjarðarvegi (94), í Njarðvík, frá Hríshöfða og að Njarðvíkurvegi. Framkvæmdin er í Borgarfjarðarhreppi í N.-Múlasýslu.

Um er að ræða lagfæringu á núverandi vegi og lagningu bundins slitlags á um 4 km löngum kafla. Á kafla verður veglínunni breytt til að lagfæra beygjur og sett verður ræsi í Njarðvíkurá og lögð af einbreið brú yfir hana.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2012 og þeim verði að fullu lokið fyrir haustið 2012.

Lesa meira

Öryggisaðgerðir við Helluvað, Skútustaðahreppi - Kynning - 12.9.2011


Fyrirhugað er að koma fyrir víravegriðum á um 740 m kafla meðfram núverandi vegi þar sem hann liggur yfir Helluvaðsá og á bökkum Laxár og Helluvaðsár. Breikka þarf vegaxlir, lagfæra kanta og rekstrarleið sauðfjár og færa bílastæði við veginn.

Lesa meira

Hringvegur - Göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ - 30.8.2011

Verkið felst í að gera nýja göngubrú yfir Vesturlandsveg suðvestan núverandi hringtorgs við Hafravatnsveg/Þverholt. Staðsetning og lega brúarinnar er í samræmi við deiliskipulag svæðanna beggja vegna Vesturlandsvegar. Um er að ræða 60m langa eftirspennta steinsteypta brú sambærilega að útliti þeirri sem nú er til staðar norðaustan hringtorgsins.

Fyllt er alveg upp að endum brúarinnar sem grundaðir eru á staurum, en grafið fyrir sökklum miðstöpuls og millistöpla sem eru sýnilegir. Beggja vegna brúarinnar verða byggðir stígar með 50 prómill halla að hámarki, auk tröpputenginga. Norðanmegin liggja stígar gegnum þéttvaxið trjásvæði, með trjám allt að 5m háum.

Lesa meira

Hafnarfjarðarvegur gatnamót í Engidal endurbætur - 8.8.2011

Verkið felst í endurbótum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarhrauns í Engidal Endurbæturnar felast í að

auka öryggi vegfarenda, bæði akandi og gangandi. Endurbætur ganga m.a. út á að setja upp fjögurra fasa umferðarljós, en með því er hægt að tryggja betur öryggi vinstribeygju umferðar. Fjölgun fasa umferðarljósa hefur í för með sér að græni tíminn á öðrum umferðarstraumum styttist og þar með afkastagetan. Til að vinna á móti þessari minnkun á afkastagetu þarf því að fjölga akreinum svo sama umferðarmagn og áður komist um gatnamótin þrátt fyrir styttri grænan tíma.

Lesa meira

Reykjanesbraut - Undirgöng við Straumsvík - 7.7.2011

Vegna mikillar umferðar á Reykjanesbraut er þörf á að koma fyrir undirgöngum norðaustan við núverandi innkeyrslu að Álverinu í Straumsvík.
Byggð verða undirgöng undir Reykjanesbraut ásamt tilheyrandi vegtengingum og mun framkvæmdin auka umferðaröryggi til muna, þar sem ekki þarf lengur að þvera aðra umferð til og frá svæðinu.

Lesa meira

Djúpvegur (61) um Seljalandsós og Seljalandsá í Álftafjarðarbotni - 27.6.2011

Vegagerðin kynnir með skýrslu þessari fyrirhugaðar endurbætur á 0,6 km kafla á Djúpvegi (61) um Seljalandsós og Seljalandsá í Álftafjarðarbotni í Súðavíkurhreppi.

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum á Ísafirði þann 5. apríl 2011 að veita 350 m.kr. til vegagerðar á Vestfjörðum, umfram þær fjárveitingar sem eru á samgönguáætlun. Vegagerðinni er falið faglegt val á verkefnum.

Lesa meira

Upphéraðsvegur (931), Skeggjastaðir-Teigaból - 24.6.2011


Vegagerðin undirbýr lagfæringar á Upphéraðsvegi á milli Skeggjastaða og Teigabóls. Um er að ræða styrkingu á núverandi vegi og lagningu bundins slitlags á um 3 km löngum kafla.


Einnig verða vegfláar lagfærðir, ræsi lengd og tveir skurðir grafnir meðfram veginum, samtals 640 m.

Lesa meira

Snjóflóðavarnir á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes - 31.5.2011

 

Vegagerðin fyrirhugar að koma upp snjóflóðavörnum á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes.

 

Gerðir verða þrír svokallaðir snjóflóðaskápar ofan við veginn og sett upp stálþil framan við skápana. Verður þetta gert í þremur giljum þar sem snjóflóð eru mjög algeng.

 

Lesa meira

Reykjanesbraut - Undirgöng við Grænás - 5.5.2011

Verkið felst í byggingu undirganga norðan hringtorgsins við Grænás, gerð framhjáhlaups í Reykjanesbraut vegna framkvæmdarinnar ásamt lagningu aðliggjandi göngu-, hjól- og reiðstíga.


Framkvæmdin innifelur einnig að annast flutning / endurnýjun kaldavatnslagnar austan Reykjanesbrautar næst undirgöngunum í samráði við HS Veitur.

Lesa meira

Framkvæmdir hafnar aftur í Mosfellsbæ - 14.4.2011

Framkvæmdir við seinni hluta tvöföldunar Hringvegar ( Vesturlandsvegar ) um Mosfellsbæ milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar hófust í lok mars. Nú er unnið við kaflann frá Álafossvegi að Þingvallavegi.

 

Endanleg verklok eru áætluð í lok september 2011. Á framkvæmdatímanum verður reynt sem kostur er að takmarka truflanir á umferð. Verkið er í sameiginlegri forsjá Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar og verktaki er ÍAV hf.

 

Lesa meira

Strandavegur,  Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur í Strandabyggð - 11.10.2010

Vegagerðin kynnir hér með 2,8 km langa vegaframkvæmd á Strandavegi, af Djúpvegi í botni Steingrímsfjarðar að Geirmundarstaðavegi í mynni Selárdals til að fá úrskurð Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin skuli sæta mati á umhverfisáhrifum.
Jafnframt er fjallað um breytta legu Staðarvegar og Stakkanesvegar og tengingu Grænaness við Strandaveg.

Lesa meira

Norðausturvegur, breytt lega og ný tenging við þéttbýlið í Vopnafirði - 4.10.2010

Þann 1. október 2010 tilkynnti Vegagerðin til Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða breytingu á legu Norðausturvegar við þéttbýlið í Vopnafirði og nýja tengingu við þéttbýlið. Tilkynningin er í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og lið 10.c í 2. viðauka laganna.

Lesa meira

Hringvegur, vegur að námu í Húsaborg í Húnaþingi vestra, kynning framkvæmda vegna könnunar á matsskyldu - 20.5.2010


Vegagerðin fyrirhugar að opna nýja efnisnámu fyrir klæðingarefni í Húsaborg í landi Auðunarstaða í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra í Vestur-Húnavatnssýslu. Í tengslum við námuvinnsluna þarf að leggja nýjan, um 1,1 km langan, námuveg.

Lesa meira

Suðurlandsvegur, tvöföldun - frá Fossvöllum að Draugahlíðum - 15.3.2010

Verkið felst í tvöföldun og breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðabrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd útboðskafla er um 6,5 km.

Lesa meira

Suðurlandsvegur, tvöföldun - frá Fossvöllum að Draugahlíðum - 15.3.2010

Verkið felst í tvöföldun og breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðabrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd útboðskafla er um 6,5 km.

Lesa meira

Dettifossvegur, nýjar tengingar að Hólmatungum og Vesturdal/Hljóðaklettum - 23.2.2010

Þann 22. febrúar 2010 tilkynnti Vegagerðin fyrirhugaða breytingu á vegtengingum frá Dettifossvegi (862) að Hólmatungum og Vesturdal/Hljóðaklettum, Norðurþingi, til Skipulagsstofnunar.

Lesa meira

Undirgöng við Grundarhverfi - 22.10.2009


Vegagerðin og Reykjavíkurborg hefja bráðlega byggingu undirganga fyrir gangandi vegfarendur, undir Vesturlandsveg, við Klébergsskóla.
Markmiðið með framkvæmdinni er að gera trygga gönguleið undir Vesturlandsveg og er þá sérstaklega verið að hugsa til skólabarna í Klébergsskóla.

Lesa meira

Norðausturvegur um Hófaskarðsleið, viðbót vegna breytinga á veglínu um Borgarás - 13.10.2009


Þann 17. september 2009 tilkynnti Vegagerðin Skipulagsstofnun um breytingar á 1,8 km löngum kafla á nýrri veglínu Norðausturvegar, á kaflanum frá Klapparósi að Katastöðum. Ný lega vegarins var kölluð veglína 174 og er hún kynnt í greinargerð Vegagerðarinnar frá september 2009. Breytingar á veglínu Norðausturvegar eru .....

Lesa meira

Norðausturvegur, Hófaskarðsleið um Borgarás - breytingar á veglínu - 22.9.2009


Þann 3. júní 2009 tilkynnti Vegagerðin Skipulagsstofnun um fyrirhugaða breytingu á 1,7 km löngum kafla á veglínu Norðausturvegar (85), Hófaskarðaleið, við Klapparós og Katastaði, Norðurþingi. Kynntir voru tveir nýir kostir.....

Lesa meira

Norðausturvegur, Hófaskarðsleið - breyting á veglínu - 2.7.2009

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu, vegna fyrirhugaðar breytingar á veglínu Norðausturvegar, Hófaskarðsleið, við Klapparós og Katastaði, liggur nú fyrir.

Lesa meira

Kísilvegur, Hólasandur-Geitafellsá 1. áfangi. - 12.6.2009

Vegagerðin kynnir hér með vegaframkvæmd á Kísilvegi (87) í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit, Suður-Þingeyjarsýslu. Fyrirhugað er að endurbyggja um 3,1 km langan kafla sem hefst við núverandi slitlagsenda á Hólasandi og liggur áleiðis norður í átt að Kasthvammsheiði.

Lesa meira

Hringvegur (1), Brú á Ystu Rjúkandi - 20.5.2009

Vegagerðin kynnir hér með framkvæmd á Hringvegi (1) í Jökuldal, Fljótsdalshéraði N.-Múlasýslu. Til stendur að byggja nýja og breiðari brú yfir Ystu Rjúkandi og aðlaga Hringveginn (1) beggja vegna hennar. Þá verður áningastaður byggður í tengslum við framkvæmdina.

Lesa meira

Hringvegur (1), Litla-Sandfell - Haugaá - 20.5.2009

Vegagerðin hefur opnað útboð í framkvæmd á Hringvegi (1) í Skriðdal, Fljótsdalshéraði S.-Múlasýslu. Til stendur að endur-og nýbyggja um 11 km langan kafla og byggja 3 nýjar brýr; yfir Þórisá, Eyrarteigsá og Jóku.

Lesa meira

Ódýrar aðgerðir á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins - 5.5.2009


Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samkomulag um ódýrar aðgerðir til að draga úr umferðartöfum og/eða auka öryggi í umferðarkerfi Reykjavíkurborgar.

Lesa meira

Skíðdalsvegur, Skáldalækur-Brautarhóll, Hofsá-Ytra Hvarf - 30.4.2009


Vegagerðin kynnir hér með vegaframkvæmd á Skíðadalsvegi (807) í Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsýslu.
Fyrirhugað er að endurbyggja, styrkja og leggja bundið slitlag á tvo kafla Skíðadalsvegar. Annars vegar milli Skáldalækjar og Brautarhóls, hins vegar milli Hofsár og Ytra-Hvarfs.

Lesa meira

Vegagerð á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði - 1.4.2009

Í Samgönguáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun Vestfjarðavegar frá Vattarfirði í Kjálkafjörð. Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir árið 2007, er hún kynnti svonefndar mótvægisaðgerðir vegna minni þorskkvóta, að flýta ætti vegaframkvæmdum og þessi kafli yrði boðinn út um leið og undirbúningi væri lokið.

Lesa meira

Raufarhafnarvegur (874), Hófaskarðsleið - Flugvöllur - 26.3.2009

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í byggingu Raufarhafnarvegar í Norðurþingi N.-Þingeyjarsýslu. Framkvæmdin er um 14,1 km löng og liggur frá Hófaskarðsleið að Raufarhafnarflugvelli.


Um nýbyggingu er að ræða og skal verkinu að fullu lokið fyrir 1. október 2010.

Lesa meira

Breikkun Suðurlandsvegar - 25.3.2009

Samgönguráðherra og vegamálastjóri hafa samþykkt tilhögun áætlunar um tvöföldun Suðurlandsvegar. Leiðin milli Reykjavíkur og Selfoss yrði 2+2 vegur að undanteknum kafla í Svínahrauni og á Hellisheiði sem yrði 2+1 vegur. Fyrsti hluti verkefnisins verður boðinn út síðar á árinu.


Heildarkostnaður við verkið er áætlaður kringum 15,9 milljarðar króna. Til ráðstöfunar á þessu ári verður kringum einn milljarður og verður fyrst boðinn út tvöföldun kaflans milli Lögbergsbrekku og Litlu kaffistofunnar og síðan kafli næst Vesturlandsvegi.

Lesa meira

Breikkun Suðurlandsvegar - 25.3.2009

Samgönguráðherra og vegamálastjóri hafa samþykkt tilhögun áætlunar um tvöföldun Suðurlandsvegar. Leiðin milli Reykjavíkur og Selfoss yrði 2+2 vegur að undanteknum kafla í Svínahrauni og á Hellisheiði sem yrði 2+1 vegur. Fyrsti hluti verkefnisins verður boðinn út síðar á árinu.


Heildarkostnaður við verkið er áætlaður kringum 15,9 milljarðar króna. Til ráðstöfunar á þessu ári verður kringum einn milljarður og verður fyrst boðinn út tvöföldun kaflans milli Lögbergsbrekku og Litlu kaffistofunnar og síðan kafli næst Vesturlandsvegi.

Lesa meira

Norðausturvegur til Vopnafjarðar(85) - 2. áfangi, Bunguflói - Vopnafjörður - 9.2.2009

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í nýbyggingu Norðausturvegar (85) um Vesturárdal á milli Bunguflóa og Vopnafjarðar, nýbyggingu Hofsárdalsvegar (920) á milli Vesturárdals og Hofsárdals, endurbætur Skógavegar (914) frá Vesturárdalsvegi og um 200 m vestur fyrir tengingu við Torfastaðaveg (9120), auk nokkurra heimreiða.

Lesa meira

Hringvegur í Skriðdal, Litla Sandfell - Haugaá - 15.10.2008

Kynning framkvæmda


Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á Hringvegi í Skriðdal, á milli Litla Sandfells og Haugaár. Um er að ræða 10,9 km langan kafla með 7,1 km nýbyggingu og 3,8 km endurbyggingu á núverandi vegi.


Lesa meira

Djúpadalsvegur, Vestfjarðavegur á Hallsteinsnesi - Djúpidalur - 4.9.2008

Fyrirhuguð er vegaframkvæmd á Djúpadalsvegi (6087), frá væntanlegum Vestfjarðavegi á Hallsteinsnesi að núverandi Vestfjarðavegi undir Mýrlendisfjalli ásamt tengingum.

Lesa meira

Hringvegur, breikkun í Hörgárdal. - 20.8.2008

Fyrirhugað er að endurbæta núverandi Hringveg á um 9.7 km kafla frá Krossastaðaá í Hörgárdal og suður fyrir Syðri-Bægisá í Öxnadal. Vegurinn verður breikkaður úr 7,5 m í 10,0 m. Veglínunni verður hliðrað lítilsháttar til austurs þar sem breikkunin myndi ella fara fram af háum bökkum og vegfláinn ná langt fram á eyrar Hörgár á köflum. Áætluð efnisþörf í veginn er um 91.900 þúsund m3.

Lesa meira

Norðausturvegur til Vopnafjarðar (85) - 1. áfangi - 7.7.2008

Framkvæmdir eru hafnar á fyrsta áfanga Norðausturvegar til Vopnafjarðar. Um er að ræða nýbyggingu frá Brunahvammshálsi að Bunguflóa þar sem nýr vegur tengist núverandi vegi. Lengd framkvæmdakafla er um 11,2 km en heildarlengd fyrirhugaðs vegar til Vopnafjarðar er um 42 km.

Lesa meira

Snæfellsnesvegur um Fróðárheiði - 22.5.2008

Vegagerðin áætlar að ljúka uppbyggingu Snæfellsnesvegar (54) yfir Fróðárheiði á næstu þremur árum. Vegur um Fróðárheiði liggur í 361 m hæð og er einn fjallveganna yfir Snæfellsfjallgarð, lítið eitt austan Ólafsvíkur.

Lesa meira

Illugastaðarvegur, Slitlagsendi - Illugastaðir - 21.5.2008


Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja um 9,4 km langan vegarkafla Illugastaðavegar (833), sem hefst við slitlagsenda sunnan vegamóta Vaglaskógarvegar (836) og endar skammt sunnan Illugastaðakirkjuvegar (8632) í Fnjóskadal.


Lesa meira

Dettifossvegur, Hringvegur-Dettifoss - 19.5.2008


Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í fyrri áfanga Dettifossvegar(F862), frá Hringvegi að Dettifossi. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er í Skútustaðahreppi í S.-Þingeyjarsýslu og Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu.


Framkvæmdin felst í nýbyggingu Dettifossvegar á þessum kafla, nýbyggingu tenginga að Dettifossi og Hafragilsfossi, auk byggingar eins áningarstaðar við Dettifossveg og tveggja útskota. Í framkvæmdinni felst einnig gerð bílastæða við Hafragilsfoss og Dettifoss.


Lesa meira

Norðausturvegur, Hófaskarðsleið - Fremri-Háls - Sævarland - 5.5.2008

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í annan áfanga Norðausturvegar, Hófaskarðsleiðar. Um er að ræða nýbyggingu frá núverandi Norðausturvegi á Fremri-Hálsi að slitlagsenda við Sævarland. Lengd útboðskaflans er 8,3 km.

Lesa meira

Dettifossvegur - breytingar á veglínu og efnistöku 2. og 3. áfanga - 30.4.2008

Vegagerðin tilkynnti fyrirhugaða breytingu á veglínu og efnistöku á 2. og 3. áfanga Dettifossvegar, á kaflanum frá tengingu að Dettifossi að Norðausturvegi í Kelduhverfi, Norðurþingi, til Skipulagsstofnunar.

Lesa meira

Suðurlandsvegur - tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði - 18.4.2008

Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að vegamótum við Hveragerði. Byggður verður 2 + 2 vegur með mislægum vegamótum á allt að 7 stöðum. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi, lækka slysatíðni og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg.


Drög að tillögu að matsáætlun vegna Suðurlandsvegar er nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um tveggja vikna skeið, frá 20. apríl til 7. maí 2008, í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Lesa meira

Suðurlandsvegur - tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði - 18.4.2008

Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að vegamótum við Hveragerði. Byggður verður 2 + 2 vegur með mislægum vegamótum á allt að 7 stöðum. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi, lækka slysatíðni og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg.


Drög að tillögu að matsáætlun vegna Suðurlandsvegar er nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um tveggja vikna skeið, frá 20. apríl til 7. maí 2008, í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Lesa meira

Borgarfjarðarvegur, Lagarfossvegur - Sandur - 17.4.2008


Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta um 4,6 km langan kafla á Borgarfjarðarvegi (94) milli Lagarfossvegar og Sands á Fljótsdalshéraði. Núverandi vegur er mjór malarvegur og miða endurbætur að því að styrkja hann og leggja á hann bundið slitlag auk .....

Lesa meira

Knarrarbergsvegur, Veigastaðavegur - Leifsstaðavegur - 10.4.2008

Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta um 0,8 km langan kafla á Knarrarbergsvegi (8490) milli Veigastaðavegar og Leifsstaðavegar í Eyjafjarðarsveit. Núverandi vegur er mjór malarvegur og miða endurbætur að því að styrkja hann og leggja á hann bundið slitlag.

Lesa meira

Dagverðareyrarvegur (816) - Hringvegur-Helluland - 19.3.2008


Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta um 4,5 km langan vegarkafla á Dagverðareyrarvegi (816) milli Hringvegar og Hellulands í Hörgárbyggð í Eyjafirði. Núverandi vegur er burðarlítill malarvegur og miða endurbæturnar að því að styrkja hann og leggja á hann bundið slitlag.

Lesa meira

Hörgárdalsvegur, Skriða - Björg - 28.2.2008

Fyrirhugað er að endurbyggja, styrkja og leggja bundið slitlag á 8,6 km kafla sem hefst um 0,4 km vestan Ólafsfjarðarvegar í Arnarneshreppi og endar skammt sunnan Skriðu í Hörgárdal. Veglínan mun að mestu fylgja núverandi vegi .....

Lesa meira

Hringvegur, Valtýskambur - Sandbrekka - 27.12.2007

Vegagerðin fyrirhugar að byggja nýjan veg með bundnu slitlagi milli Valtýskambs og Sandbrekku í Djúpavogshreppi, Suður-Múlasýslu. Framkvæmdasvæðið er á Hringvegi, vegnúmer 1, tæpa 4 km frá Djúpavogsvegi (98).

Lesa meira

Hringvegur - Rangá hjá Flúðum - 6.12.2007

Vegagerðin fyrirhugar að byggja nýja brú á Hringvegi yfir Rangá hjá Flúðum, skammt norðan við Fellabæ. Ný brú verður byggð á sama stað og núverandi einbreið brú er.

Lesa meira

Óshlíðargöng - Skýrsla um aðstæður til jarðgangagerðar milli Hnífsdals og Bolungavíkur - 22.11.2007

Út er komin skýrsla sem lýsir aðstæðum til jarðgangagerðar milli Skarfaskers í Hnífsdal og Óss í Bolungavík.

Frá báðum gangamunnum er örstutt vegtenging .....

Lesa meira

Hringvegur um Þvottár- og Hvalnesskriður - 3.9.2007

Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta 4,2 km langan vegarkafla á Hringvegi, vegnúmer 1, um Þvottár- og Hvalnesskriður í Djúpavogshreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði, Suður-Múlasýslu.

Lesa meira

Upphéraðsvegur, Setberg - Ormarsstaðaá - 14.8.2007

Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja um 5,1 km langan kafla af Upphéraðsvegi (vegnúmer 931) norðan Lagarfljóts og setja ræsi í Þorleifará í stað einbreiðrar brúar sem þar er í dag. Vegurinn verður 6,5 m breiður með 6,3 m breiðri klæðingu.

Lesa meira

Austurleið um Hrafnkelsdal - 3.8.2007

Vegagerðin er með skýrslu þessari að kynna fyrirhugaða vegaframkvæmd vegna lagningar vegar um Hrafnkelsdal. Um er að ræða nýlagningu vegar frá Aðgöngum 3 Kárahnjúkavirkjunar að Laugahúsum í Hrafnkelsdal

Lesa meira

Hringvegur um Hrútafjörð, ný tenging Djúpvegar - 7.6.2007

Vegagerðin kynnir breytingu á fyrirhugaðri vegaframkvæmd á Hringvegi, vegnúmer 1, í Bæjarhreppi í Strandasýslu og Húnaþingi vestra í Vestur-Húnavatnssýslu, og Djúpvegi, vegnúmer 61, í Bæjarhreppi. Framkvæmdin nefnist:


Hringvegur um Hrútafjörð, Brú-Staðarskáli.


Ný vegtenging við Djúpveg liggur um tvö sveitarfélög og tvær sýslur á þessum kafla: annarsvegar Bæjarhrepp í Strandasýslu vestan sýslumarka, hinsvegar Húnaþing vestra í Vestur-Húnavatnssýslu, austan sýslumarka.


Lesa meira

Eyjafjarðarbraut vestri - Sandhólar - Nes - 29.5.2007

Vegagerðin kynnir fyrirhugaða vegaframkvæmd á Eyjafjarðarbraut vestri, vegnúmer 821, í Eyjafjarðarsveit í Eyjafjarðarsýslu.


Áætlað er að framkvæmdir hefjist í júní 2007 og að framkvæmdir við veginn standi yfir í 1-2 mánuði. Áætluð verklok eru í lok september 2007.


Lesa meira

Hringvegur ofan Þakeyrar í Hamarsfirði - 16.3.2007

Vegagerðin fyrirhugar að enduruppbyggja um 1,2 km langan kafla af Hringvegi ofan Þakeyrar í sunnanverðum Hamarsfirði.


Framkvæmdarsvæðið er á Hringvegi, vegnúmer 1, rúmlega 12 km sunnan við Djúpavog. Veglína færist sunnar og ofar í hlíðna en nú er. Mjög varasamar brekkur, blindhæðir og blindbeygjur sem eru á þessum kafla í dag verða lagaðar með framkvæmdinni.

Lesa meira

Jarðgöng á leiðinni Bolungarvík - Ísafjörður - Kynning á framkvæmdinni - 28.2.2007

Kynning á þremur gangakostum á Djúpvegi nr. 61 á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar sem nefndar hafa verið: Seljadalsleið, Skarfaskersleið og Hnífsdalsleið

Lesa meira

Norðfjarðarvegur (92) um Hólmaháls - 5.12.2006

Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja Norðfjarðarveg, vegnúmer 92, um Hólmaháls á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Núverandi vegur er frekar mjór og hlykkjóttur með bröttum brekkum.


Um er að ræða 5,1 km langan kafla.


Byggður verður nýr vegur utan vegsvæðis núverandi vegar, nema til endanna þar sem vegurinn tengist aftur inn á núverandi Norðfjarðarveg og þar sem vegurinn þverar núverandi veg í Hólmahálsi Reyðarfjarðarmegin.

Lesa meira

Hringvegur(1); Hafravatnsvegur - Þorlákshafnarvegur - 15.11.2006

Vegagerðin kynnir nú tillögu að breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein í svokallaðan 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg og Hveragerði að gatnamótum við Hafravatnsveg.


Vegurinn verður þá tvær akreinar í aðra áttina og ein akrein í gagnstæða átt.


Miðjuakrein er síðan víxlað sem næst á eins til tveggja og hálfs kílómetra millibili. Víravegrið verður sett á milli akstursstefna, sem dregur verulega úr líkum þess að bílar úr gagnstæðri átt rekist saman.

Lesa meira

Upphéraðsvegur (931), Fellabær - Ekkjufell - 8.8.2006

Vegagerðin fyrirhugar að breyta legu Upphéraðsvegar (vegnúmer 931) á milli Fellabæjar og Ekkjufells. Nýr vegur verður lagður á um 1,6 km löngum kafla og mun tenging við Hringveg (vegnúmer 1) vera 230 m norðar en núverandi tenging. Breytingin er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Fellahrepps [nú Fljótsdalshérað].

Lesa meira

Útnesvegur (574) - 19.7.2006

Vegagerðin kynnir hér fyrirhugaða vegaframkvæmd á Útnesvegi (574) sem liggur um norðvestanvert Snæfellsnes frá Háahrauni að Saxhóli (kort 1). Framkvæmdarsvæðið liggur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull og er á náttúruminjaskrá.


Fyrirhugað er að endurbyggja veginn á 16,9 km kafla með litlum breytingum á legu vegar en nokkuð hæðarlega. Vegurinn verður byggður í vegflokki C2 og í vegbreidd 6,5 m. Lögð verður klæðning og bundið slitlag á veginn. Með þessari framkvæmd er lokið við að endurbyggja Útnesveg með bundnu slitlagi frá Háahrauni til Saxhóls.

Lesa meira

Hringvegur um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal - 13.7.2006

Vegagerðin fyrirhugar að enduruppbyggja um 4,3 km langan kafla af Hringvegi í Skriðdal og setja ræsi í Haugaá og Vatnsdalsá í stað einbreiðra brúa sem þar eru í dag.

Lesa meira