Kynningargögn

Borgarfjarðarvegur, Lagarfossvegur - Sandur

Kynning framkvæmda

17.4.2008

Vegagerðin fyrirhugar að endurbæta um 4,6 km langan kafla á Borgarfjarðarvegi (94) milli Lagarfossvegar og Sands á Fljótsdalshéraði. Núverandi vegur er mjór malarvegur og miða endurbætur að því að styrkja hann og leggja á hann bundið slitlag auk lagfæringa á nokkrum beygjum.

Endurbyggður vegur verður af vegtegund C2 sem er 6,5 m breiður vegur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2008 og að þeim verði að fullu lokið í september 2008.

Framkvæmdin telst ekki matskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi og minni hljóð- og rykmengun.

Kynningarskýrsla

Teikningar