Kynningargögn

Útnesvegur (574)

Tilkynning framkvæmdar

19.7.2006

Vegagerðin kynnir hér fyrirhugaða vegaframkvæmd á Útnesvegi (574) sem liggur um norðvestanvert Snæfellsnes frá Háahrauni að Saxhóli (kort 1). Framkvæmdarsvæðið liggur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull og er á náttúruminjaskrá.

Fyrirhugað er að endurbyggja veginn á 16,9 km kafla með litlum breytingum á legu vegar en nokkuð hæðarlega. Vegurinn verður byggður í vegflokki C2 og í vegbreidd 6,5 m. Lögð verður klæðning og bundið slitlag á veginn. Með þessari framkvæmd er lokið við að endurbyggja Útnesveg með bundnu slitlagi frá Háahrauni til Saxhóls.

Framkvæmdin er á vegáætlun 2006 - 2008. Framkvæmdir munu líklega hefjast haustið 2006 en ekki er ljóst hvenær verkinu í heild lýkur. Ráðgert er að ljúka fyrst kaflanum frá Beruvíkurhrauni um stöð 6.500 að slitlagsenda á móts við Öndverðarneshóla (vestan Saxhóla).

Uppbygging á Útnesvegi (574) frá Háahrauni að Saxhóli - Tilkynning vegna matsskyldu
Uppbygging á Útnesvegi (574) frá Háahrauni að Saxhóli - Kort1
Uppbygging á Útnesvegi (574) frá Háahrauni að Saxhóli - Kort2
Uppbygging á Útnesvegi (574) frá Háahrauni að Saxhóli - Kort3