Matsáætlanir
Hringvegur (1a3/a4) um Síðu í Skaftárhreppi, milli Fossála og Breiðbalakvíslar - matsáætlun

Vegagerðin hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra samgöngubóta á Hringvegi (1-a3/a4) um Síðu, austan Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi.
Lesa meiraFærsla Hringvegar (1) um Mýrdal - Matsáætlun

Verið er að vinna að forhönnun veglínu um Mýrdal á grunni frumdraga frá árinu 2008 (Vegagerðin, 2008) og gildandi aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Mat á umhverfisáhrifum verður unnið samhliða forhönnun veglínunnar til að tryggja að horft sé til umhverfissjónarmiða við útfærslu vegarins. Í matsáætlun er gerð grein fyrir hvernig áætlað er að staðið verði að mati á umhverfisáhrifum. Gerð er grein fyrir helstu framkvæmda- og áhrifaþáttum framkvæmdar, rannsóknaráætlun og fyrirhugaðri gagnaöflun.
Lesa meiraSæbrautarstokkur í Reykjavík - matsáætlun

Vesturlandsvegi og norður fyrir Kleppsmýrarveg í Reykjavík. Eitt af skilgreindum markmiðum með gerð stokka er að bæta umhverfisgæði í aðliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum. Stokkalausnir eru einnig hugsaðar til að greiða götu Borgarlínunnar þar sem hún þarf að þvera stofnbrautir. Lesa meira
Færsla Hringvegar (1) um Mýrdal - drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna færslu Hringvegar (1-b2_b4) um Mýrdal. Árið 2013 var Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 samþykkt með nýrri veglínu Hringvegar um Mýrdal, í jarðgöng sunnarlega í Reynisfjalli og sunnan við byggðina í Vík. Samgönguáætlun 2020-2024 gerir ráð fyrir fjármagni í undirbúning þessarar nýju veglínu.
Lesa meiraReykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun. Tillaga að matsáætlun

Straumsvíkur í Hafnarfirði hefur verið send Skipulagsstofnun sem hefur hana í umsagnar- og ákvörðunarferli.. Lesa meira
Fjarðarheiðargöng - Tillaga að matsáætlun

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar med jákvæð áhrif á samfélagið. Með jarðgöngum undir Fjarðarheiði verða samgöngur áreiðanlegri og öruggari.
Lesa meiraReykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun. Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur. Lengd vegkaflans er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík sem ekki hefur verið breikkaður.
Lesa meiraFjarðarheiðargöng - Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga vegna mats á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin hefur í för með sér breytingu á Seyðisfjarðarvegi (93) og Hringvegi (1) um Egilsstaði. Framkvæmdin er í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meiraSuðurlandsvegur (1) Bæjarháls að Hólmsá - tillaga að matsáætlun

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls. Tillaga að matsáætlun

Fyrirhugað er að breyta legu Strandavegar (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi í Strandasýslu. Strandavegi er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kaflanum frá Bjarnarfirði að Gjögri og er Veiðileysuháls helsti farartálminn á þeirri leið. Með framkvæmdinni er stefnt að því að bæta vegasamgöngur milli byggðarinnar í Árneshreppi og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi.
Lesa meiraStrandavegur (643) um Veiðileysuháls Kráka - Kjósará í Árneshreppi - Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að
matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (653) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að
Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin
er í sveitarfélaginu Árneshreppi. Núverandi Strandavegur er 11,6 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 11,8 km langur. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif einnar veglínu, þ.e.a.s. veglínu 708. Frestur til að gera athugasemdir er til 20. janúar 2020.
Suðurlandsvegur Bæjarháls að Hólmsá - drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Byggð verða þrenn mislæg vegamót. Aðlaga þarf reið-, hjóla og gönguleiðir að nýjum tvöföldum vegi. Byggður verður 2 + 2 vegur og tengingum verður fækkað frá því sem nú er. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Vegurinn verður byggður í allt að fimm áföngum.
Lesa meiraBreikkun Vesturlandsvegar - drög að tillögu að matsáætlun

Viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn - Efnislosun í sjó. Drög að matsáætlun.

Vegagerðin kynnir drög að tillögu að matsáætlun vegna viðhaldsdýpkunar í Landeyjarhöfn og efnislosunar í sjó. Fyrirhuguð framkvæmd felst í viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar eins og þörf er á til að hægt sé að sigla um höfnina og efnislosunar í sjó. Framkvæmd felur í sér nýjan og stærri efnislosunarstað, um 240 ha að stærð sem tekur við um 10 milljón m3.
Lesa meiraÞverárfjallsvegur í Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá - tillaga að matsáætlun

Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun til ákvörðunar tillögu að matsáætlun varðandi framkvæmdina Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá, í Blönduósbæ og Skagabyggð, í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirhugað er að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Heildarlengd vega og brúar er um 11,8 km.
Lesa meiraDynjandisheiði og Bíldudalsvegur - tillaga að matsáætlun

Lesa meira
Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Refasveit og um Laxá í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Skagabyggð, Austur-Húnavatnssýslu.
Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Heildarlengd vega og brúar er um 11,8 km.
Lesa meiraVestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63)

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í sveitarfélögunum Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ.
Lesa meiraVestfjarðavegur (60) milli Bjarkalundar og Skálaness

Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi (60) á milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu til formlegrar ákvörðunar í samræmi við 8. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Drög að matsáætlun voru send umsagnar- og samráðsaðilum og auglýst á heimasíðu Vegagerðarinnar í júlí 2012 og hefur áætlunin verið endurskoðuð út frá ábendingum sem bárust.
Lesa meiraSprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands, drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands. Framkvæmdin felur í sér nýjan og endurbyggðan veg frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal.
Lesa meiraVestfjarðavegur (60) milli Bjarkalundar og Melaness

Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi (60) á milli Bjarkalundar og Melaness til formlegrar ákvörðunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Drög að matsáætlun voru send umsagnar- og samráðsaðilum í júlí 2012 og hefur áætlunin verið endurskoðuð út frá ábendingum sem bárust.
Lesa meiraEfnistaka vegna endurbyggingar Múlakvíslar - Tillaga að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér með að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra efnistöku í farvegi Múlakvíslar á Mýrdalssandi. Efnistaka úr farveginum er ætluð til byggingar varnargarða og vegar vegna endurbyggingar mannvirkja við Múlakvísl sem eyðilögðust eða skemmdust í jökulhlaupi 9. júlí 2011.
Athugasemdafrestur til 14. desember 2012
Vestfjarðavegur (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi, drög að tillögu að matsáætlun

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 7. ágúst 2012.
Lesa meira
Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, Reykhólahreppi og Vesturbyggð, hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. mars 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í sveitarfélögunum Reykhólahreppi og Vesturbyggð.
Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur eða til 7. júní 2010.
Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal, tillaga að matsáætlun
.jpg)
Tillaga að matsáætlun fyrir Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að koma skriflegum athugasemdum við tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Frestur til athugasemda er til 18.05.2010.
Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal, drög að tillögu að matsáætlun
.jpg)
Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Austurleið (F923) í Fljótsdalshéraði. Fyrirhugað er að byggja 9,7 km langan nýjan veg frá Aðgöngum 3 Kárahnjúkavirkjunar í Glúmsstaðadal niður að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Nýlagning er um 6,5 km en vegurinn fylgir núverandi Austurleið á rúmlega 3 km kafla.
Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur eða til 9. apríl 2010.
Suðurlandsvegur - Tvöföldun frá Vesturlandsvegi að Hólmsá

Tillaga að matsáætlun fyrir Suðurlandsveg frá Vesturlandsvegi að Hólmsá hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að koma skriflegum athugasemdum við tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Frestur til athugasemda er til 25.03.2009
Suðurlandsvegur - Tvöföldun frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss

Tillaga að matsáætlun fyrir Suðurlandsveg frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Hægt er að koma skriflegum athugasemdum við tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar fyrir 4. mars 2009.
Suðurlandsvegur - Tvöföldun frá Vesturlandsvegi að Hólmsá

Drög að tillögu að matsáætlun eru nú til kynningar fyrir almenning í rúmar tvær vikur, til og með 2. mars 2009, áður en þeim verður skilað inn til formlegrar umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun.
Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að koma ábendingum og athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til verkfræðistofunnar Eflu á netfangið arni.bragason efla.is með fyrirsögninni "Suðurlandsvegur – tvöföldun – Vesturlandsvegur að Hólmsá.
Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss

Vegagerðin hyggst tvöfalda Suðurlandsveg frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Markmið þessarar framkvæmdar er að byggja veg með tvær aðskildar akreinar í hvora átt og auka þannig umferðaröryggi, lækka slysatíðni og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg. Gerð verða mislæg vegamót á allt að 4 stöðum og tengingum þannig fækkað og þær gerðar öruggari.
Drög að tillögu að matsáætlun eru nú til kynningar fyrir almenning í rúmar tvær vikur, til og með 29. janúar 2009.
Axarvegur (939), Hringvegur (1) í Skriðdal og Hringvegur (1) um Berufjarðarbotn - Tillaga að matsáætlun

Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar

Fyrirhuguð er lagning nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Vinnuheiti þessarar framkvæmdar er: Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Kannaðar hafa verið jarðfræðilegar aðstæður til gangagerðar á milli Dýrafjarðar og Borgarfjarðar í Arnarfirði. Einungis ein leið er talin koma til greina. Vegstæðið nær frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja góðar og öruggar samgöngur á Vestfjarðavegi nr. 60 á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Það er skilyrði þess að heilsárs vegasamband sé á milli Barðastrandarsýslna og Ísafjarðarsýslna.
Lesa meira
Axarvegur (939), Hringvegur (1) í Skriðdal og Hringvegur (1) um Berufjarðarbotn

Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur og að Hveragerði
Tillaga að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur og að Hveragerði hefur verið lögð inn til Skipulagsstofnunar til málsmeðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Verkfræðistofan Línuhönnun verkstýrir mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaaðila.
Hægt er að nálgast eintak af tillögu að matsáætlun hér hjá Vegagerðinni og á vefum Skipulagsstofnunar og Línuhönnunar.
Lesa meiraSundabraut 1. áfangi - Tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun fyrir 1. áfanga Sundabrautar hefur verið lögð inn til Skipulagsstofnunar til málsmeðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Einnig er í fréttinni að finna áætlun um þann tíma sem matsferlið tekur, bæði fyrir 1. áfanga Sundabrautar og 2. áfanga.
Hallsvegur - Úlfarfellsvegur, ásamt gatnamótum við Vesturlandsveg - Tillaga að matsáætlun

Skipulagsstofnun hefur tekið til auglýsingar tillögu að matsáætlun vegna Hallsvegar, Úlfarsfellsvegar og gatnamóta við Vesturlandsveg, sem Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin standa að. Athugasemdafrestur er til 18. janúar n.k.
Lesa meiraAxarvegur (939) milli Hringvegar í Skriðdal og Berufjarðar - Tillaga að matsáætlun

Vegagerðin kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Axarvegi, milli Skriðdals í Fljótsdalshéraði og Berufjarðar í Djúpavogshreppi í Suður-Múlasýslu. Byggja á nýjan 18 km langan veg sem nær frá vegamótum við Hringveg um 5 km sunnan við enda Skriðuvatns í Skriðdal, að Hringvegi í botni Berufjarðar.
Lesa meiraNorðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar -Tillaga að matsáætlun

Vegagerðin kynnir hér með tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Norðfjarðarvegi, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð í Suður-Múlasýslu.
Lesa meiraHallsvegur, Úlfarsfellsvegur og mislæg gatnamót við Vesturlandsveg - Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin og Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar kynna hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við mislæg gatnamót við Vesturlandsveg, Hallsveg og Úlfarfellsveg.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að tengja Grafarvogshverfi ásamt hverfunum í Hamrahlíðum og Úlfarsárdal við Vesturlandsveg og tengja hverfin innbyrðis. Lesa meira
Tillaga að matsáætlun fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar (254) og efnistöku
Tillaga að matsáætlun fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar (254) og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun.
Í matsáætlun er gerð grein fyrir:
Fyrirhuguðum framkvæmdum.
Umhverfisþáttum sem fjallað verður um í frummatsskýrslu.
Umfjöllunarefni frummatsskýrslu, og rannsóknum sem ráðast á í vegna mats á umhverfisáhrifum.
Lesa meiraDrög að tillögu að matsáætlun vegna framkvæmda við Bakkafjöruhöfn og Bakkahafnarveg

Vegagerðin og Siglingastofnun Íslands kynna nú drög að tillögu að matsáætlun þar sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við ferjuhöfn á Bakkafjöru og mannvirkjum því tengd.
Lesa meira
Bygging Bakkafjöruhafnar og Bakkafjöruvegar (254) - Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin og Siglingastofnun kynna hér tillögu að matsáætlun fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruveg (254) og efnistöku vegna framkvæmda á Hamragarðaheiði og úr Markarfljótsaurum.
Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar – Drög að tillögu að matsáætlun
Vegagerðin kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Norðfjarðarvegi, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð í Suður-Múlasýslu.
Lesa meiraSundabraut 1. áfangi, Sundagöng og breyting á Eyjalausn - Drög að tillögu að matsáætlun
Á ný er hafið mat á umhverfisáhrifum fyrir 1. áfanga Sundabrautar vegna nýrra valkosta. Um er að ræða jarðgöng sem fyrirhugað er að liggi frá Laugarnesi í vestri að Gufunesi í austri með því að þvera Elliðaárvog annarsvegar og hinsvegar breytingar á Eyjalausn sem er á leið III.
Lesa meiraHringvegur um Hornafjarðarfljót -Tillaga að matsáætlun

Framkvæmdin sem hér um ræðir er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóta, yfir Hornafjarðarfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði. Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og leggur hún fram þrjár veglínur til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum, leið 1, leið 2 og leið 3.
Lesa meira2. áfangi Sundabrautar - Tillaga að matsáætlun
Áætlaðar eru framkvæmdir við 2. áfanga Sundabrautar í Reykjavík frá Gufunesi upp á Kjalarnes.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, bæta tengingu Vestur- og Norðurlands við höfuðborgarsvæðið, auka öryggi í samgöngum, létta á umferðarþunga á öðrum vegum, auka hagræði í samgöngum og atvinnustarfsemi og opna fyrir þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu til norðurs og norðausturs.
Lesa meiraHringvegur um Hornafjarðarfljót í Hornafirði - Drög að tillögu að matsáætlun
Vegagerðin kynnir hér með tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra breytinga á Hringvegi um Hornafjarðarfljót. Framkvæmdin er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóts, yfir Hornafjarðarfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði. Framkvæmdin styttir Hringveginn um 10-12 km. Tilgangur framkvæmdar er að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðalög á Suðaustur- og Austurlandi með bættu vegasambandi á Hringvegi.
Lesa meiraBreikkun Reykjanesbautar um Hafnarfjörð frá Ásbraut að Krísuvíkurvegi
Með þessari tillögu að matsáætlun hefst mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Ásbraut að fyrirhuguðum Krýsuvíkurvegi, úr tveimur akreinum í fjórar. Í matinu verður einnig fjallað um mislæg vegamót Reykjanesbrautar og fyrirhugaðs Krýsuvíkurvegar.
Lesa meiraReykjanesbraut, Elliðavatnsvegur - Krýsuvíkurvegur / Mat á umhverfisáhrifum
Gjábakkavegur - Tillaga að nýrri matsáætlun
Vegagerðin kynnir hér með nýja tillögu að matsáætlun um Gjábakkaveg (365) á milli Þingvalla og Laugarvatns. Fyrirhugaður vegur er um 15 km langur og liggur um þann hluta Bláskógabyggðar sem áður hét Laugardalshreppur og Þingvallahreppur. Þá sneiðir vegurinn í gegnum land Grímsnes- og Grafningshrepps. Í nágrenni fyrirhugaðs vegar eru m.a. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Gjábakki, Gjábakkahraun, Reyðarbarmur og Laugarvatnsvellir.
Lesa meiraVestfjarðavegur (60) Bjarkalundur - Eyri í Reykhólahreppi
Vegagerðin leggur hér fram tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna ný- og endurlagnar Vestfjarðavegar í Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu.
Um er að ræða Vestfjarðaveg nr. 60 milli Bjarkalundar í Berufirði og Eyri í Kollafirði.
Lesa meiraNorðausturvegur, tenging Vopnafjarðar við Hringveg
Á vegáætlun árið 2006 og á öðru tímabili samgönguáætlunar 2007-2010 er gert ráð fyrir tengingu Vopnafjarðar við Hringveg með framkvæmdum á Norðausturvegi frá Brunahvammi til Vopnafjarðar. Áætlað er að hefja framkvæmdir 2006 og er stefnt að því að undirbúningi framkvæmda geti að hluta til verið lokið árið 2005.
Til athugunar eru þrír meginkostir; 1) Hofsárdalsleið, 2) Vesturárdalsleið og 3) Vesturárdalsleið um Hofsháls.
Tenging Vopnafjarðar við Hringveg
Framkvæmdir á á Norðausturvegi á kaflanum frá Brunahvammi til Vopnafjarðar eru á vegáætlun árið 2006 en hún er nú til endurskoðunar. Einnig er gert ráð fyrir framhaldi á öðru tímabili samgönguáætlunar 2007-2010. Stefnt er að því að undirbúningi framkvæmda verði að hluta til lokið árið 2006. Áætlaður framkvæmdatími verksins er háður fjárveitingum og leiðavali en getur styst orðið 4 ár.
Lesa meiraDettifossvegur
Á vegáætlun (2003-2006) eru fjárveitingar til framkvæmda á Hólmatungnavegi vestan Jökulsár á Fjöllum í Keldunes- og Skútustaðahreppi í Norður- og Suður- Þingeyjarsýslum. Áætlað er að áfangaskipta framkvæmdinni en hún er alls um 52 km löng og nær frá Norðausturvegi vestan Ásbyrgis í Norður - Þingeyjarsýslu að Hringvegi, vestan Jökulsár á Fjöllum í Suður- Þingeyjarsýslu. Reiknað er með tengingum frá veginum niður í Vesturdal, Hólmatungur og að Dettifossi.
Lesa meira