Matsskýrslur

29.7.2022 : Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun matsskýrsla

Breikkun Reykjanesbrautar yfirlitsmynd
Vegagerðin áformar að breikka Reykjanesbraut (41) í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur. Lengd vegkaflans er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbraut, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem ekki hefur verið breikkaður. Lesa meira

23.5.2022 : Fjarðarheiðargöng – mat á umhverfisáhrifum

Jarðgöng og valkostir um veglínur sem eru til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga.

Vegagerðin hefur unnið skýrslu um mat á umhverfisáhrifum um Fjarðarheiðargöng og skilað til Skipulagsstofnunar. Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. júlí 2022. Um Fjarðarheiði hana liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið.

Lesa meira

29.1.2021 : Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá. Matsskýrsla

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu vegna vega- og brúargerðar í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu. Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri 109 m langri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Heildarlengd nýrra vega- og brúar er um 11,8 km.

Lesa meira

9.7.2020 : Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli - Matsskýrsla

Vestfjarðavegur - fyrirhugað framkvæmdasvæði.

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu vegna lagningar nýs 33 - 40 km langs kafla Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði, sem og nýs 29 km langan kafla Bíldudalsvegar (63) sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði.

Lesa meira

30.6.2020 : Breikkun Vesturlandsvegar (1 f5-f7) - matsskýrsla

Breikkun Vesturlandsvegar framkvæmdasvæði
Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Vegagerðin, í samráði við Reykjavíkurborg, áformar breikkun Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Lesa meira

30.4.2018 : Suðurlandsvegur um Hveragerði - breyting

Fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar og ákvörðun stofnunarinnar.  Um er að ræða breytingu á fyrirhugaðri færslu vegarins, á kaflanum frá Kambarótum að Varmá, suður fyrir Búrfellslínu 2 en áður var veginum ætlaður staður norðan línunnar.  Lesa meira

28.2.2017 : Vestfjarðavegur (60), milli Bjarkalundar og Skálaness - Matsskýrsla

Vestfjarðavegur yfirlit veglínur
Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness, sem unnin er á grundvelli frummatsskýrslu. Framkvæmdin ber heitið Vestfjarðavegur (60), milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra. Þann 16. febrúar 2017 sendi Vegagerðin matsskýrslu til yfirlestrar Skipulagsstofnunar og hafa framlögð gögn verið yfirfarin. Skipulagsstofnun hefur móttekið matsskýrsluna í samræmi við 11. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Lesa meira

20.1.2015 : Vestfjarðavegur (60), Bjarkalundur - Eyri, Matsskýrsla (vegna endurupptöku)

Leið-B

Vegagerðin hefur farið þess á leit við Skipulagsstofnun að neytt verði heimildar í stjórnsýslulögum og/eða óskráðum almennum heimildum stjórnvalda til endurupptöku mála til að taka aftur upp hluta úrskurðar vegna umhverfismats um byggingu nýs vegar á sunnanverðum Vestfjörðum, leið B í 2. áfanga verksins sem liggur um Teigsskóg. Upphaflega matsskýrslan er hér birt ásamt beiðninni um endurupptöku og öðrum gögnum.

Lesa meira

27.9.2013 : Jökuldalsvegur (923) um Hrafnkelsdal - Matsskýrsla

Jökuldalsvegur (923)
Vegagerðin lagði fram matsskýrslu fyrir Jökuldalsveg (923) um Hrafnkelsdal, Fljótsdalshéraði þann 15. ágúst 2013. Þá var óskað eftir því við Skipulagsstofnun að matsskýrsla yrði tekin til meðferðar hjá stofnuninni í samræmi við 11. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Matsskýrsla var unnin á grundvelli frummatsskýrslu. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra. 
Lesa meira

14.11.2011 : Vestfjarðavegur, Eiði-Þverá, Matsskýrsla

Vestfjarðarvegur, Eiði - Þverá


Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg milli Eiðis og Þverár, sem unnin er á grundvelli frummatsskýrslu. Framkvæmdin ber heitið Vestfjarðavegur (60), milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra.

Lesa meira