Matsskýrslur
  • Breikkun Vesturlandsvegar framkvæmdasvæði

Breikkun Vesturlandsvegar (1 f5-f7) - matsskýrsla

30.6.2020

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu vegna breikkunar Vesturlandsvegar.  Vegagerðin, í samráði við Reykjavíkurborg, áformar breikkun Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfarenda.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur m.a. þetta fram um umferðaröryggi: 
Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.


Matsskýrslan