Matsskýrslur

Norðausturvegur um Hólaheiði

Matsskýrsla, febrúar 2005

22.2.2006

Mat á umhverfisáhrifum Norðausturvegar um Hólaheiði

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um Norðausturveg um Hólaheiði, Katastaðir-Sævarland-Raufarhöfn. Vegagerðin áformar að byggja um 56 km langan veg á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar um Hólaheiði og Hófaskarð, með tengingu til Raufarhafnar. Vegurinn liggur um Öxarfjarðarhrepp og Svalbarðshrepp og verður hluti af Norðausturvegi nr. 85. Gert er ráð fyrir að skipta framkvæmdinni í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn er bygging vegar frá Katastöðum um Hólaheiði og Hófaskarð að Norðausturvegi ofan við Kollavík. Annar áfanginn er vegagerð frá Fjallgarðsmelum við Kollavík að Sævarlandi og sá þriðji er nýr vegur frá fyrsta áfanga á Hólaheiði, meðfram Ormarsá að Norðausturvegi við Hól og Höfða.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að styrkja samgöngur milli byggðakjarna á Norðausturlandi, lágmarka akstursfjarlægð á milli þéttbýliskjarna og stuðla þannig að myndun eins þjónustusvæðis sem nær til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Jafnframt á að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á svæðinu með því að leggja veg með hönnunarhraða 90 km/klst.

Mat á umhverfisáhrifum og gerð matsskýrslu er unnið af VSÓ Ráðgjöf og Vegagerðinni undir verkstjórn Vegagerðarinnar. Að verkefninu koma einnig aðilar með sérþekkingu á ýmsum sviðum, s.s. jarðfræði, gróðurfari, fuglalífi og veðurfari.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 2. mars til 13. apríl 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Raufarhafnarhrepps, Svalbarðshrepps og Öxarfjarðarhrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er einnig aðgengileg á vef Vegagerðarinnar.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 13. apríl 2005 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.


Skýrslur og teikningar á pdf formi, stærð skráa í MB

Skýrsla, 2,7 MB Matsskýrsla
Teikning 1, 0,4 MB Yfirlitskort
Teikning 1b, 1,8 MB Yfirlitskort
Teikning 2-1, 1,3 MB Framkvæmdayfirlit, áfangar 1 og 2
Teikning 2-2, 1,1 MB Framkvæmdayfirlit, áfangar 1 og 2
Teikning 2-3, 2,0 MB Framkvæmdayfirlit, áfangar 1 og 2
Teikning 2-4, 1,5 MB Framkvæmdayfirlit, áfangar 1 og 2
Teikning 2-5, 1,5 MB Framkvæmdayfirlit, áfangi 3
Teikning 2-6, 1,2 MB Framkvæmdayfirlit, áfangi 3
Teikning 3-1, 1,0 MB Valkostir við Katastaði
Teikning 3-2, 0,7 MB Valkostir við Álftatjörn
Teikning 3-3, 0,7 MB Valkostir við Daldrög
Teikning 3-4, 0,7 MB Valkostir við Kötluvíðra
Teikning 3-5, 1,0 MB Valkostir við Fremri Háls 1
Teikning 3-6, 0,8 MB Valkostir við Fremri Háls 2
Teikning 3-7, 0,9 MB Valkostir við Fremri Háls 3
Teikning 3-8, 0,8 MB Valkostir við Raufarhafnarflugvöll
Teikning 4, 3,4 MB Jarðfræðikort
Teikning 5, 1,8 MB Skerðing víðernis
Teikning 6-1, 0,3 MB Gróðurkort af Hólaheiði
Teikning 6-2, 0,6 MB Gróðurkort af Raufarhafnarleið
Teikning 6-3, 0,6 MB Fundarstaðir sjaldgæfra plöntutegunda - Línstör
Teikning 6-4, 0,5 MB Fundarstaðir sjaldgæfra plöntutegunda - Álftalaukur
Teikning 7-1, 0,5 MB Fornleifar við Klapparós
Teikning 7-2, 0,5 MB Fornleifar við Katastaði
Teikning 7-3, 0,6 MB Fornleifar við Krossavíkursel
Teikning 7-4, 0,6 MB Fornleifar við Stóra Viðarvatn
Teikning 7-5, 0,5 MB Fornleifar við Hólssel
Teikning 7-6, 0,5 MB Fornleifar við Grasgeira
Teikning 7-7, 0,6 MB Fornleifar við vatnsból Raufarhafnar
Teikning 7-8, 0,5 MB Fornleifar við Höfða og Hól
Teikning 8, 2,9 MB Snjóflóðahættusvæði við Hófaskarð
Teikning 9-1, 0,4 MB Langsnið, Klapparós - Krossavík 1
Teikning 9-2, 0,3 MB Langsnið, Klapparós - Krossavík 2
Teikning 9-3, 0,4 MB Langsnið, Hófaskarð - Sævarland
Teikning 9-4, 0,3 MB Langsnið, Hólaheiði - Hóll
Ljósmyndir, 2,3 MB Ljósmyndir af landslagi
Náttúrufarskönnun I, 2,3 MB Skýrsla 1 frá Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufarskönnun II, 0,4 MB Skýrsla 2 frá Náttúrufræðistofnun Íslands
Vatnsból og lindir, 0,4 MB Vegagerð um vatnsverndarsvæði vatnsbóls Raufarhafnar - Skýrsla NÍ
Vatnsból og lindir, 0,1 MB Lindir og veglínur við Klapparós - Greinargerð NÍ
Snjóhönnun, 4,3 MB Ráðgjöf vegna snjóhönnunar - Greinargerð frá Orion
Vindhraðakort , 1,8 MB Yfirlitskort vindhermanna
Vindhraðakort , 1,4 MB Stóra Viðarvatn VNV-átt
Vindhraðakort , 1,5 MB Stóra Viðarvatn A-átt
Vindhraðakort , 1,6 MB Hófaskarð VNV-átt
Vindhraðakort , 1,6 MB Hófaskarð A-átt
Fornleifakönnun, 1,9 MB Skýrsla Fornleifastofnunar Íslands
Fornleifakönnun, 0,1 MB Kort 1 - Yfirlit
Fornleifakönnun, 0,4 MB Kort 2
Fornleifakönnun, 0,3 MB Kort 3
Fornleifakönnun, 0,3 MB Kort 4
Fornleifakönnun, 0,1 MB Kort 5
Fornleifakönnun, 0,3 MB Kort 6