1892

Þjóðólfur, 1. jan. 1892, 44. árg., 1. tbl., bls. 2:

Árið 1891 var hagsældar- og framfaraár og er fyrst og fremst að geta þess að Ölfusárbrú var fullgerð. Lesa meira

Ísafold, 2. jan. 1892, 19. árg., 1. tbl., bls. 2:

Kostnaðurinn við Ölfúsárbrúarveginn fór langt fram úr áætlun og kostaði vegurinn meira en 7 kr. faðmurinn! Lesa meira

Austri, 12. jan. 1892, 2. árg., 1. tbl., forsíða:

Í nýársávarpi ritstjóra Austra er komið talsvert inn á samgöngumál og finnst honum að Austfirðingafjórðungur hafi orðið útundan í þeim efnum. Lesa meira

Ísafold, 16. jan. 1892, 19. árg., 5. tbl., forsíða:

Hér kemur fram að áætlað hafi verið að verja samtals 100.000 kr. til samgöngumála á árinu sem skiptist á milli strandsiglinga, vegabóta, póstferða og gufubátaferða. Lesa meira

Austri, 20. jan. 1892, 2. árg., 2. tbl., forsíða:

Á þessum árum töldu margir að höfn í Lagarfljótsós og gufubátaferðir á Lagarfljóti væru bestu lausnirnar á samgöngumálum Héraðsbúa. Hér skrifar Jón Jónsson alþingismaður m.a. um þetta mál. Lesa meira

Ísafold, 3. febrúar 1892, 19. árg., 10. tbl., forsíða:

Einar B. Guðmundsson brúarsmiður skrifar hér langa grein um brýr og ræðir hvernig best sé að standa að brúargerð. Lesa meira

Austri, 10. feb. 1892, 2. árg., 4. tbl., forsíða:

Greinarhöfundur segir að það muni reynast erfitt að gera veg milli Seyðisfjarðar og Héraðs og því best að gera höfn í Lagarfljótsós. Lesa meira

Ísafold, 20. febrúar 1892, 19. árg., 15. tbl., bls. 58:

Dr. J. Jónassen tekur undir skrif Jóns Þórarinssonar um nauðsyn samgöngubóta í Fossvogi. Fossvogslækurinn er vondur farartálmi en gilin þrjú í Fossvogi engu betri. Lesa meira

Austri, 29. feb. 1892, 2. árg., 6 tbl., forsíða:

Í þessari athyglisverðu grein um samgöngumál tekur höfundur undir orð prófessors Willard Fiske að Íslendingum ríði meira á að fá bættar samgöngur en að fá sjálfu stjórnarskrármálinu framgengt. Lesa meira

Þjóðólfur, 25. mars 1892, 44. árg., 15. tbl., bls. 59:

Hér er sagt frá skipun landshöfðingja um hvar aðalpóstleiðin skuli liggja um Húnavatnssýslu. Lesa meira

Ísafold, 26. mars 1892, 19. árg., 25. tbl., bls. 99:

Landshöfðingi hefir nú bundið enda á deilur um hvar leggja skuli aðalpóstleiðina í Húnavatnssýslu. Lesa meira

Austri, 30. mars. 1892, 2. árg., 9. tbl., bls. 34:

Ari Brynjólfsson skrifar hér langa grein um samgöngumálið og bendir m.a. á að vegalögin 1875 og 1887 hafi verið slæm og óhafandi hvað það verðar að allir nýir vegir á aðalpóstleiðum skulu lagðir 6 álna breiðir. Lesa meira

Ísafold, 9. apríl 1892, 19. árg., 29. tbl., forsíða:

Hér birtist grein eftir “tvo vegagjörðarmenn” sem hafa verið við vegagerð í nokkur ár, síðan vegagerðaraðferðir Norðmanna voru innleiddar, og eru þeir ekki alveg sáttir við þær aðferðir. Lesa meira

Austri, 19. apríl 1892, 2. árg., 11. tbl., bls. 42:

Hér segir Austri frá Sýslunefndarfundi Suður-Múlasýslu en þar voru ýmis vegamál tekin fyrir. Lesa meira

Ísafold, 27. apríl 1892, 19. árg., 34. tbl., forsíða:

Vegna Skeiðarárhlaups þykir ljóst að Skeiðarársandur verði ófær yfirferðar allt sumarið og allar samgöngur leggist niður milli Austur- og Vestur-Skaftafellsýslu. Ísafold birtir hér bréf frá Guðlaugi Guðmundssyni sýslumanni um þetta vandamál. Lesa meira

Ísafold, 11. júní 1892, 19. árg., 47. tbl., forsíða:

Séra Ólafur Ólafsson á Guttormshaga vill brúa Þjórsá og telur það bæði hagkvæmt og vel gerlegt. T.d. væri hægt að gera brú á Þjórsá á hverju ári fyrir það fé sem fer til eftirlauna, mest til þeirra manna sem þjónað hafa góðum og feitum embættum og lifað hvern dag í dýrlegum fagnaði. Lesa meira

Austri, 8. júlí 1892, 2. árg., 18. tbl., forsíða:

Á þingmálafundi Múlasýsla var m.a. rætt um samgöngumál. Lesa meira

Austri, 20. júlí 1892, 2. árg., 19. tbl., forsíða:

Norður-Þingeyingur skrifar hér langa og athyglisverða grein um vegi og samgöngur. Vill hann gera ýmsar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi vegagerðar og ala t.d. upp vegfræðinga sem hann segir jafn ómissandi og búfræðinga. Lesa meira

Austri, 17. ágúst 1892, 2. árg., 22. tbl., forsíða:

Hér segir frá aðalfundi amtsráðs Austuramtsins þar sem m.a. var fjallað um ýmis vegamál. Lesa meira

Austri, 8. nóv 1892, 2. árg., 30. tbl., forsíða:

Hér er sagt frá sýslunefndarfundi Suður-Múlasýslu þar sem m.a. var samþykkt að veita 250 kr. til gufuferju á Lagarfljóti. Þá var einnig rætt um ferjurnar á Hvammi, Vallanesi og á Egilsstöðum. Lesa meira

Þjóðólfur, 1. jan. 1892, 44. árg., 1. tbl., bls. 2:

Árið 1891 var hagsældar- og framfaraár og er fyrst og fremst að geta þess að Ölfusárbrú var fullgerð. Lesa meira

Ísafold, 2. jan. 1892, 19. árg., 1. tbl., bls. 2:

Kostnaðurinn við Ölfúsárbrúarveginn fór langt fram úr áætlun og kostaði vegurinn meira en 7 kr. faðmurinn! Lesa meira

Austri, 12. jan. 1892, 2. árg., 1. tbl., forsíða:

Í nýársávarpi ritstjóra Austra er komið talsvert inn á samgöngumál og finnst honum að Austfirðingafjórðungur hafi orðið útundan í þeim efnum. Lesa meira