1892

Austri, 29. feb. 1892, 2. árg., 6 tbl., forsíða:

Samgöngur og gufubátsmál Austuramtsins.
Fyrir nokkrum árum skrifaði hinn mikli Íslandsvinur, prófessor Willard Fiske, oss til á þá leið, að honum virtist oss Íslendingum ríða miklu meira á að fá greiða vegi, ár brúaðar og hagkvæmar samgöngur á sjó, heldur en að fá jafnvel sjálfu stjórnarskrármálinu framgengt, því bættar samgöngur á sjó og landi væru vor mestu velferðarmál, og í endurbót á þeim lægi framtíð landsins og framfarir þess.
Þetta er álit hins praktíska ameríkanska vinar vors Íslendinga, og honum munu vera hér um allir þeir samdóma sem sjá, að eigi mega mestu nauðsynjamál landsins bíða eftir því, að við fáum endurbót á stjórnarskránni. Margföld aldareynsla sýnir það, að þær þjóðir eru auðþekktar úr að auði, menntun og allri farsæld, er mestar og besta hafa samgöngur bæði innanlands og við önnur lönd. Svo er um Englendinga, Frakka, Þjóðverja, Skandinava o. fl. - Það var ein af aðalástæðunum til hinna aðdáanlegu framfara Forn-Grikkja, að Grikkland er svo vogskorið, að samgöngurnar á sjó urðu fljótt svo miklar og bein sjávarleið var til annarra landa á þrjá vegu. Aftur hafa hinir sömu að mörgu leyti vel gefnu Kínverjar, einhver elsta menntaþjóð heimsins, staðið að heita má í stað, svo þúsundum ára hefir skipt, af því þeir vilja helst engar samgöngur hafa við aðrar þjóðir. Norðmenn, sem allra þjóða eru oss Íslendingum næstir að frændsemi, voru árið 1814, er þeir skyldu félagsskapinn við Dani, engu betur á veg komnir við samgöngur innanlands og við önnur lönd heldur en vér Íslendingar 1874, er hinn ástsæli konungur vor, Kristian hinn 9., gaf oss þá stjórnarskrá er vér höfum enn þá, og sem engan veginn bannar oss að bæta samgöngur bæði innanlands og við aðrar þjóðir, og leggja til þeirra svo mikið fé, sem fjárhagur landsins frekast leyfir, sem helsta og bráðasta velferðarmáls Íslands.
Fáar eða engar þjóðir hafa á þessari öld tekið meiri framförum í menntun og öllum þjóðþrifum en Norðmenn, og mátti þó heita að flest lægi hjá þeim í kaldakoli 1814 eftir félagsbú þeirra við Dani, og engin þjóð mun hafa á þessu tímabili lagt að sínu leyti meira fé til að efla og hægja allar samgöngur innanlands og utan en þeir, af því þeir með réttu álitu, að þær væru einna helsti hyrningarsteinninn undir framförum landsins. Norðmenn eru ekki einungis allra þjóða náskyldastir oss, en þar er og landslag alllíkt og hér, örðugt yfirferðar, en sjórinn aftur greiðasti, ódýrasti og haldbesti samgönguvegurinn.
Í Noregi stendur líkt og hjá oss með það, að lega landsins á jarðarhnettinum og óblíða náttúrunnar leggur óyfirstíganleg takmörk fyrir landbúnaðinn, en "gullnáma" landsins liggur í sjónum og á honum, og því hafa Norðmenn keppst svo mjög við að bæta allan sjávarútveg sinn og auka skipastólinn, svo hann muni þriðji mestur í heimi hvað seglskip snertir, sem er aðdáanlegt hjá svo fámennri þjóð.
Það er oss sönn ánægja að játa það, að Alþingi vort Íslendinga hefir þegar frá byrjun löggjafartímabils þess séð, hve bráðnauðsynlegt væri að efla samgöngur í landinu og við útlönd, og því hefir það fjárframlag farið stórum vaxandi á hverju þingi, er ætlað hefir verið til þess að bæta samgöngurnar. En aftur er það töluverðum vafa bundið, hvort aðferð Alþingis til að bæta úr samgönguleysinu hefir verið hin heppilegasta.
Þingið hefir ákveðið að leggja skuli póstvegi út frá höfuðstað landsins svo beiða, að aka megi á þeim, og er svo til ætlast, að þeir á endanum akist svo smámsaman út um land allt. En miklum örðugleikum er það bundið að leggja þá svo, að þeir komi að verulegum notum, þar sem þeir þurfa að liggja yfir fjöll og firnindi og svo háar heiðar, að þeir eru mestan hluta árs undir snjó. Er það að minnsta kosti stórt spursmál um hvort eigi hefði verið haganlegra, að láta sér nægja, svona fyrst um sinn, að ryðja vel póstleiðina og setja nauðsynlegustu brýr á árnar, en leggja akvegi eftir hinum byggðu héruðum frá kauptúnum þeirra upp í sveitirnar, þar sem þær óefað hefðu komið að meiri notum en á póstleiðinni. Hvað sérstaklega viðvíkur oss Austfirðingum, þá eru engar líkur til, að þessi fyrirhugaði póstvegur nái til vor á þessari öld, svo langt á hann í land hingað austur frá Reykjavík sunnan og norðan um land, og hefir þó enginn hluti landsins meiri þörf eða augljósari réttarkröfu til vegabóta en Austuramtið, því í samanburði við víðlendi þess, má ekki heita að hér hafi verið tekinn steinn úr götu frá ómunatíð. - Í sambandi við þessar langsóttu vegabótavonir vor Austfirðinga viljum vér leyfa oss að spyrja, á hverju hinn oft á minnsti sýslufundur á Egilsstöðum 8. okt. f. á. byggði hina glæsilegu von sína um mörg þúsund króna vegabótafé úr landssjóði til Fjarðarheiðar á næsta vori, þar eð ekkert er ætlað á fjárlögum til Alþingis til aðgjörða á fjallvegum hér austanlands?
Það virðist því eiga nokkuð langt í land með, að samgönguvegur hér í Austuramtinu taki miklum framförum svo framarlega sem næstu Alþingi halda áfram sömu stefnu í vegagjörð landsins sem hingað til hefir átt sér stað. En því bráðnauðsynlegra er það fyrir amtsbúa að leggja allt kapp á að bæta samgöngur sínar á sjó, og reyna til að verða sem best samtaka í því máli, sem má heita lífsspursmál fyrir þennan hluta landsins.
¿¿¿
Vér tókum það fram í hinu síðasta tbl. Austra, hve langt það mundi að öllum líkindum eiga í land að póstleið og aðrir höfuðvegir mundu verða endurbættir hér austanlands, þegar vegabæturnar eiga að ganga flestar út frá Reykjavík, því þær mega að norðan ekki heita að vera komnar nema að Skjálfandafljóti, og að sunnan að Þjórsá, svo það á æði langt í land; að þær komist hingað austur; en framfarir þessa landsfjórðungs þola ómögulega að bíða eftir því, að Alþingi og landsstjórn líti náðarsamlegast til okkar í þessu efni eftir nokkra tugi ár. Og þá að vegagjörðin komist loks hingað þá er landslag hér víðast svo lagað á Austfjörðum að greiðar samgöngur og góðir vegir komast varla fjarða í milli á landi, fyr en fjárhagur landsins er orðinn allur annar og miklu betri en nú, því Austfirðir eru annar sæbrattasti hluti landsins og hér víða svo torsóttir fjallvegir milli fjarðanna að naumast eru færir með hesta, þó um hásumar sé, en firðirnir sjálfir langir og djúpir og víða góðar hafnir á þeim. Svo náttúran sjálf virðist að benda oss á sjóinn sem hinn hagfelldasta samgönguveg fyrir þennan landsfjórðung. En af hinum dönsku gufuskipum hafa einir tveir til þrír firðir á öllu því mikla og vogskorna svæði frá eystra Horni og alla leið að Tjörnesi, haft nokkurt gagn, og gefur víst öllum að skilja, hversu með öllu ónógt það er fyrir samgöngur, viðskipti og félagslíf allt í þessum landsfjórðungi. Og þó að þessar strandferðir hinna erlendu gufuskipa yrðu miklu betri en þær hafa verið og viðkomustaðirnir margfalt fleiri, sem engin von er um, þá gætu þær ferðir aldrei komið amtsbúum að líkt því þeim notum, sem hæfilega stórt gufuskip er gengi að mestu leyti um firðina í þessu amti. Það eitt gæti bætt verslunina, upphafið einokunina, eflt stórkostlega atvinnuvegina og greitt fyrir öllum viðskiptum manna, langt um betur og hagfeldara, en skip sem á að fara norðanum land til Reykjavíkur og kemur ekki aftur fyr en að mánuði liðnum. Með þvílíku amtsgufuskipi ættu bændur af útkjálkunum og úr hinum afskekktari sveitum hægt með að senda verslunarvöru sína þangað, sem best er gefið fyrir hana og fá þaðan aftur útlenda vöru með betra verði en við nauðungarverslanir þær, er þeir hafa hingað til neyðst til að versla við. Með þessu móti yrðu alveg óþarfar hinar mannfreku kaupstaðarferðir um hásláttinn og besta aflatíma ársins, og er eigi unnt að verðleggja þann mikla hag, er bæði land og sjávarbóndinn mundu hafa af því.
¿


Austri, 29. feb. 1892, 2. árg., 6 tbl., forsíða:

Samgöngur og gufubátsmál Austuramtsins.
Fyrir nokkrum árum skrifaði hinn mikli Íslandsvinur, prófessor Willard Fiske, oss til á þá leið, að honum virtist oss Íslendingum ríða miklu meira á að fá greiða vegi, ár brúaðar og hagkvæmar samgöngur á sjó, heldur en að fá jafnvel sjálfu stjórnarskrármálinu framgengt, því bættar samgöngur á sjó og landi væru vor mestu velferðarmál, og í endurbót á þeim lægi framtíð landsins og framfarir þess.
Þetta er álit hins praktíska ameríkanska vinar vors Íslendinga, og honum munu vera hér um allir þeir samdóma sem sjá, að eigi mega mestu nauðsynjamál landsins bíða eftir því, að við fáum endurbót á stjórnarskránni. Margföld aldareynsla sýnir það, að þær þjóðir eru auðþekktar úr að auði, menntun og allri farsæld, er mestar og besta hafa samgöngur bæði innanlands og við önnur lönd. Svo er um Englendinga, Frakka, Þjóðverja, Skandinava o. fl. - Það var ein af aðalástæðunum til hinna aðdáanlegu framfara Forn-Grikkja, að Grikkland er svo vogskorið, að samgöngurnar á sjó urðu fljótt svo miklar og bein sjávarleið var til annarra landa á þrjá vegu. Aftur hafa hinir sömu að mörgu leyti vel gefnu Kínverjar, einhver elsta menntaþjóð heimsins, staðið að heita má í stað, svo þúsundum ára hefir skipt, af því þeir vilja helst engar samgöngur hafa við aðrar þjóðir. Norðmenn, sem allra þjóða eru oss Íslendingum næstir að frændsemi, voru árið 1814, er þeir skyldu félagsskapinn við Dani, engu betur á veg komnir við samgöngur innanlands og við önnur lönd heldur en vér Íslendingar 1874, er hinn ástsæli konungur vor, Kristian hinn 9., gaf oss þá stjórnarskrá er vér höfum enn þá, og sem engan veginn bannar oss að bæta samgöngur bæði innanlands og við aðrar þjóðir, og leggja til þeirra svo mikið fé, sem fjárhagur landsins frekast leyfir, sem helsta og bráðasta velferðarmáls Íslands.
Fáar eða engar þjóðir hafa á þessari öld tekið meiri framförum í menntun og öllum þjóðþrifum en Norðmenn, og mátti þó heita að flest lægi hjá þeim í kaldakoli 1814 eftir félagsbú þeirra við Dani, og engin þjóð mun hafa á þessu tímabili lagt að sínu leyti meira fé til að efla og hægja allar samgöngur innanlands og utan en þeir, af því þeir með réttu álitu, að þær væru einna helsti hyrningarsteinninn undir framförum landsins. Norðmenn eru ekki einungis allra þjóða náskyldastir oss, en þar er og landslag alllíkt og hér, örðugt yfirferðar, en sjórinn aftur greiðasti, ódýrasti og haldbesti samgönguvegurinn.
Í Noregi stendur líkt og hjá oss með það, að lega landsins á jarðarhnettinum og óblíða náttúrunnar leggur óyfirstíganleg takmörk fyrir landbúnaðinn, en "gullnáma" landsins liggur í sjónum og á honum, og því hafa Norðmenn keppst svo mjög við að bæta allan sjávarútveg sinn og auka skipastólinn, svo hann muni þriðji mestur í heimi hvað seglskip snertir, sem er aðdáanlegt hjá svo fámennri þjóð.
Það er oss sönn ánægja að játa það, að Alþingi vort Íslendinga hefir þegar frá byrjun löggjafartímabils þess séð, hve bráðnauðsynlegt væri að efla samgöngur í landinu og við útlönd, og því hefir það fjárframlag farið stórum vaxandi á hverju þingi, er ætlað hefir verið til þess að bæta samgöngurnar. En aftur er það töluverðum vafa bundið, hvort aðferð Alþingis til að bæta úr samgönguleysinu hefir verið hin heppilegasta.
Þingið hefir ákveðið að leggja skuli póstvegi út frá höfuðstað landsins svo beiða, að aka megi á þeim, og er svo til ætlast, að þeir á endanum akist svo smámsaman út um land allt. En miklum örðugleikum er það bundið að leggja þá svo, að þeir komi að verulegum notum, þar sem þeir þurfa að liggja yfir fjöll og firnindi og svo háar heiðar, að þeir eru mestan hluta árs undir snjó. Er það að minnsta kosti stórt spursmál um hvort eigi hefði verið haganlegra, að láta sér nægja, svona fyrst um sinn, að ryðja vel póstleiðina og setja nauðsynlegustu brýr á árnar, en leggja akvegi eftir hinum byggðu héruðum frá kauptúnum þeirra upp í sveitirnar, þar sem þær óefað hefðu komið að meiri notum en á póstleiðinni. Hvað sérstaklega viðvíkur oss Austfirðingum, þá eru engar líkur til, að þessi fyrirhugaði póstvegur nái til vor á þessari öld, svo langt á hann í land hingað austur frá Reykjavík sunnan og norðan um land, og hefir þó enginn hluti landsins meiri þörf eða augljósari réttarkröfu til vegabóta en Austuramtið, því í samanburði við víðlendi þess, má ekki heita að hér hafi verið tekinn steinn úr götu frá ómunatíð. - Í sambandi við þessar langsóttu vegabótavonir vor Austfirðinga viljum vér leyfa oss að spyrja, á hverju hinn oft á minnsti sýslufundur á Egilsstöðum 8. okt. f. á. byggði hina glæsilegu von sína um mörg þúsund króna vegabótafé úr landssjóði til Fjarðarheiðar á næsta vori, þar eð ekkert er ætlað á fjárlögum til Alþingis til aðgjörða á fjallvegum hér austanlands?
Það virðist því eiga nokkuð langt í land með, að samgönguvegur hér í Austuramtinu taki miklum framförum svo framarlega sem næstu Alþingi halda áfram sömu stefnu í vegagjörð landsins sem hingað til hefir átt sér stað. En því bráðnauðsynlegra er það fyrir amtsbúa að leggja allt kapp á að bæta samgöngur sínar á sjó, og reyna til að verða sem best samtaka í því máli, sem má heita lífsspursmál fyrir þennan hluta landsins.
¿¿¿
Vér tókum það fram í hinu síðasta tbl. Austra, hve langt það mundi að öllum líkindum eiga í land að póstleið og aðrir höfuðvegir mundu verða endurbættir hér austanlands, þegar vegabæturnar eiga að ganga flestar út frá Reykjavík, því þær mega að norðan ekki heita að vera komnar nema að Skjálfandafljóti, og að sunnan að Þjórsá, svo það á æði langt í land; að þær komist hingað austur; en framfarir þessa landsfjórðungs þola ómögulega að bíða eftir því, að Alþingi og landsstjórn líti náðarsamlegast til okkar í þessu efni eftir nokkra tugi ár. Og þá að vegagjörðin komist loks hingað þá er landslag hér víðast svo lagað á Austfjörðum að greiðar samgöngur og góðir vegir komast varla fjarða í milli á landi, fyr en fjárhagur landsins er orðinn allur annar og miklu betri en nú, því Austfirðir eru annar sæbrattasti hluti landsins og hér víða svo torsóttir fjallvegir milli fjarðanna að naumast eru færir með hesta, þó um hásumar sé, en firðirnir sjálfir langir og djúpir og víða góðar hafnir á þeim. Svo náttúran sjálf virðist að benda oss á sjóinn sem hinn hagfelldasta samgönguveg fyrir þennan landsfjórðung. En af hinum dönsku gufuskipum hafa einir tveir til þrír firðir á öllu því mikla og vogskorna svæði frá eystra Horni og alla leið að Tjörnesi, haft nokkurt gagn, og gefur víst öllum að skilja, hversu með öllu ónógt það er fyrir samgöngur, viðskipti og félagslíf allt í þessum landsfjórðungi. Og þó að þessar strandferðir hinna erlendu gufuskipa yrðu miklu betri en þær hafa verið og viðkomustaðirnir margfalt fleiri, sem engin von er um, þá gætu þær ferðir aldrei komið amtsbúum að líkt því þeim notum, sem hæfilega stórt gufuskip er gengi að mestu leyti um firðina í þessu amti. Það eitt gæti bætt verslunina, upphafið einokunina, eflt stórkostlega atvinnuvegina og greitt fyrir öllum viðskiptum manna, langt um betur og hagfeldara, en skip sem á að fara norðanum land til Reykjavíkur og kemur ekki aftur fyr en að mánuði liðnum. Með þvílíku amtsgufuskipi ættu bændur af útkjálkunum og úr hinum afskekktari sveitum hægt með að senda verslunarvöru sína þangað, sem best er gefið fyrir hana og fá þaðan aftur útlenda vöru með betra verði en við nauðungarverslanir þær, er þeir hafa hingað til neyðst til að versla við. Með þessu móti yrðu alveg óþarfar hinar mannfreku kaupstaðarferðir um hásláttinn og besta aflatíma ársins, og er eigi unnt að verðleggja þann mikla hag, er bæði land og sjávarbóndinn mundu hafa af því.
¿