Rally á þjóðvegum landsins

Framkvæmd:
 1. Framkvæmdastjóri rallýaksturs gerir keppnisáætlun um rallýakstur í byrjun hvers árs þar sem kemur fram hvar og hvenær áætlað er að halda hverja keppni ásamt tillögu að  leiðavali. Hann sendir áætlunina til yfirmanns upplýsingaþjónustu til samþykktar um leiðaval og tímasetningar.
 2. Yfirmaður upplýsingaþjónustu samþykkir keppnisáætlun í samráði við yfirmann þjónustustöðvar og svæðisstjóra á viðkomandi svæði.  Hann kynnir framkvæmdastjóra rallýaksturs umsagnir og vekur athygli á því ef einhverjar leiðir eru utan þjóðvega og veitir upplýsingar um veghaldara.  
 3. Yfirmaður upplýsingaþjónustu heldur fund með fulltrúum rallýakstur og á tímabilinu mars - apríl þar sem keppnisáætlanir eru kynntar.  Fulltrúum rallýaksturs eru kynntar  reglur sem gilda um merkingar rallysvæða.
 4. Yfirmaður upplýsingaþjónustu getur afturkallað leyfi til keppnishalds ef ástæða þykir.
 5. Yfirmaður þjónustustöðvar tekur mið af keppnisáætlun við þjónustu þeirra leiða sem valdar hafa verið. 
 6. Framkvæmdastjóri rallýaksturs og viðkomandi yfirmaður þjónustustöðvar taka út rallýleiðirnar ef talið er að vegir hafi skemmst, skrá niðurstöður athugana og senda til svæðisstjóra og yfirmanns umsjónardeildar / tæknideildar á viðkomandi svæði.
 7. Ef leiðir hafa skemmst mikið af völdum rallýaksturs áskilur Vegagerðin sér rétt til að innheimta kostnað hjá keppnishaldara við lagfæringar á skemmdunum.


Markmið með þessum vinnubrögðum er að lágmarka óþægindi og kostnað við viðgerðir vega eftir Rallykeppni.

Reglur um merkingar rallysvæða

 1. Keppnishaldarar setja upp merki við alla þá vegi sem eru lokaðir hverju sinni með sólarhrings fyrirvara.
 2. Allar merkingar skal taka niður strax að lokinni keppni.
 3. Stærð skilta skal vera (1,40x1,50 m) og uppfylla almenn ákvæði reglugerðar um  umferðarmerki.
 4. Skiltin skulu hafa eftirfarandi útlit.