Öryggismál

Vegagerðin hefur öryggi starfsfólks og verktaka í fyrirrúmi og er ekkert verk svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.

Vegagerðin vinnur að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt OHSAS staðlinum. Markmiðið með innleiðingu öryggisstjórnunar er meðal annars það að allir starfsmenn Vegagerðarinnar komi  heilir heim eftir vinnudaginn. Þannig er áhætta metin og ráðstafanir gerðar til að fjarlægja hana ef kostur er.

Vegagerðin vinnur stöðugt að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi.  


Öryggisstefna myndÖryggisstefna Vegagerðarinnar


Öryggis- og umhverfishandbók starfsfólkÖryggis- og umhverfishandbók fyrir starfsfólk Vegagerðarinnar

Í þessari handbók er að finna kröfur og verklag Vegagerðarinnar í umhverfis- og öryggismálum. Með því eykur Vegagerðin öryggisvitund starfsmanna um umhverfis- og öryggismál og gildandi verklag þar um. 
Öryggis- og umhverfishandbók verktakarÖryggis- og umhverfishandbók fyrir verktaka og þjónustuaðila Vegagerðarinnar

Handbókinni er ætlað að skýra áherslur Vegagerðarinnar í umhverfismálum sem og reglur um öryggi og heilbrigði allra er koma að framkvæmdum sem Vegagerðin er verkkaupi að.