Útboð

Vegagerðin býður út stóran hluta framkvæmda sinna og hefur það að markmiði að þau skuli ávallt vera í samræmi við útboðsstefnu ríkisins og gildandi lög og reglugerðir.

Um útboð og framkvæmd þeirra gilda m.a. eftirtalin rit: Lög um opinber innkaup (nr. 120/2016), lög um framkvæmd útboða (nr. 65/1993), Handbók um opinber innkaup (febrúar 2008), en í henni koma fram viðmiðunartölur vegna innkaupa á EES svæðinu.

Hjá Vegagerðinni hafa verið útbúnar leiðbeiningar og reglur við gerð útboðslýsinga. Þeim er ætlað að vera handbók um gerð útboðslýsinga hjá Vegagerðinni og byggjast m.a. á staðlinum ÍST30.

Hér til vinstri má finna upplýsingar um þau útboð sem eru fyrirhuguð, þau sem eru í gangi og þau sem er nýlokið við.

Þessar upplýsingar eru einnig birtar í Framkvæmdafréttum sem Vegagerðin gefur út og dreifir til áskrifenda.