Rannsóknarverkefni

Samkvæmt vegalögum sem tóku gildi 1. janúar 2008, skal ár hvert verja 1,5% af mörkuðum tekjum sem renna til vegagerðar til rannsókna og tilrauna við vega- og gatnagerð undir stjórn Vegagerðarinnar. 

Forstöðumaður Rannsóknadeildar heldur utan um málaflokkinn, en forstjóri stofnunarinnar skipar ráðgjafanefnd, sem skal vera til ráðuneytis um skiptingu fjárveitinga til rannsóknarverkefna og um tilhögun rannsókna.

Aðalúthlutun úr sjóðnum fer fram snemma árs, en einnig má sækja um fjárveitingar á öðrum tímum. Þótt mikill hluti fjárins fari til verkefna sem verða til innan Vegagerðarinnar, er nú lögð meiri áhersla á að fjármagna verkefni sem verða til og/eða eru unnin hjá öðrum, svo sem Háskólum, ýmsum fyrirtækjum og jafnvel einstaklingum. Þá eru einnig dæmi um fjárhagslega þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á fjölda umsókna, sem hefur beint sjónum Vegagerðarinnar enn frekar að leiðum til að nýta þetta takmarkaða fjármagn betur.

Útgefnar rannsóknarskýrslur.