Námur

Vegagerðin heldur utan um námuskrá þar sem finna má  flesta efnistökustaði á landinu óháð því hverjir hafa tekið þar efni eða eru námuhaldarar. Efnistökustaðir er skilgreindir sem námur og skeringar. Skeringar eru staðir í og við vegi þar sem að efni hefur verið tekið til að rýmka fyrir nýjum vegi. Í mörgum tilvikum hafa skeringar verið skráðar í námuskrána. Í einhverjum tilvikum hafa skeringar verið nýttar áfram sem námur.

Í námuskránni eru einnig að finna hugsanlega framtíðarefnistökustaði og eru sumir þeirra þegar á aðalskipulagi sveitarfélaga.

Lýsing á upplýsingum um námur (PDF skjal)