Almenn umsókn
Umsóknarfrestur: 28.08.2020 - 30.12.2022
Viltu vera á skrá? Fylltu út almenna umsókn sem geymist í sex mánuði
Verkefni:
Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum
Hæfniskröfur:
Sjálfstæði í vinnubrögðum Góðir samskiptahæfileikar, jákvætt viðhorf og frumkvæði í starfi Góð íslensku- og enskukunnátta Almenn tölvukunnátta
Skipulagseining:
Vegagerðin (10211)
Heimilisfang:
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir
sigurbjorg.helgadottir@vegagerdin.is
5441000
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt þeirri hæfni og menntun sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Þarf að vera orðin 18 ára og með gilt ökuskírteini ásamt því að vera með íslenska kennitölu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Önnur störf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Verkefnastjóri Sundabraut
Umsóknarfrestur: 11.08.2022 - 22.08.2022
Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna verkefnastjórn við Sundabraut.
Um er að ræða fullt starf við undirbúning Sundabrautar.
Gert er ráð fyrir að Sundabraut verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt voru á Alþingi árið 2020. Sundabraut og áform um undirbúning eru staðfest bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar frá árinu 2021.
Verkefni:
Starf verkefnastjóra felst í stjórnun undirbúnings framkvæmda, þ.m.t. gerð tíma-, kostnaðar- og viðskiptaáætlana, undirbúningur útboða og starfar fyrir verkefnisstjórn með undirbúningi Sundabrautar sem skipuð verður fulltrúum Vegagerðarinnar, Innviðaráðuneytis og Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Verkefnastjórinn þarf m.a. að vinna að samskiptum við hagsmunaaðila í tengslum við undirbúning Sundabrautar, gerð samninga og sinna þeim verkefnum sem nauðsynlegt er.
Á næstu misserum verður unnið að umhverfismati framkvæmdarinnar, samráði við nærumhverfi og undirbúningur nauðsynlegra breytinga á skipulagsáætlunum með það að markmiði að hægt sé að hefja framkvæmdir við Sundabraut eigi síðar en árið 2026 og að þeim verði lokið árið 2031.
Hæfniskröfur:
- Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Meistarapróf æskilegt
- Marktæk reynsla af verkefnastjórnun
- Reynsla af verkefnastjórnun stærri verkefna æskileg
- Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni
Skipulagseining:
10 Þróunarsvið
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Guðmundur Valur Guðmundsson
gudmundur.v.gudmundsson@vegagerdin.is
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi verkefnastjóra.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Umsóknarfrestur: 03.08.2022 - 15.08.2022
Vegagerðin auglýsir eftir tveimur öflugum einstaklingum til að sinna verkefnastjórn stórra verka á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Garðabæ.
Um er að ræða fullt starf við áætlanir, undirbúning og framkvæmd í nýbyggingu og viðhaldi samgöngumannvirkja.
Verkefni:
Starf verkefnastjóra á framkvæmdadeild felst í stjórnun viðhalds- og nýframkvæmda þ.m.t. gerð áætlana, útboðs og verklýsinga, fjárhagslegt og tæknilegt eftirlit, uppgjör verka og gerð skilamata. Einnig vinna verkefnastjórar framkvæmdadeildar að sameiginlegum umbótaverkefnum á mannvirkjasviði sem skilgreind eru nánar hverju sinni.
Hæfniskröfur:
Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Meistarapróf æskilegt
Marktæk reynsla af verkefnastjórnun
Reynsla af verkefnastjórnun stærri verkefna æskileg
Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni
Skipulagseining:
10 Framkvæmdadeild
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Óskar Örn Jónsson
oskar.o.jonsson@vegagerdin.is
5221000
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi verkefnastjóra. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.