Almenn umsókn
Umsóknarfrestur: 01.01.2023 - 29.12.2023
Viltu vera á skrá? Fylltu út almenna umsókn sem geymist í sex mánuði.
Verkefni:
Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum.
Hæfniskröfur:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar, jákvætt viðhorf og frumkvæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta
Skipulagseining:
Vegagerðin (10211)
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Laufey Sigurðardóttir
laufey.sigurdardottir@vegagerdin.is
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir öll kyn. Í umsókn þurfa að koma fram persónulegar upplýsingar ásamt þeirri hæfni og menntun sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og með gilt ökuskírteini ásamt því að vera með íslenska kennitölu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Önnur störf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Verkefnastjóri/sérfræðingur á Tækjabúnaðardeild
Umsóknarfrestur: 30.11.2023 - 02.01.2024
Starf verkefnastjóra/sérfræðings á Tækjabúnaðardeild er laust til umsóknar. Verkefnastjóri/sérfræðingur hefur umsjón og eftirlit með verkefnum sem unnin eru á deildinni og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar.
Vegagerðin á og rekur mikið magn búnaðar og tækja í tengslum við samgöngur. Er það búnaður eins og umferðarljós, götulýsing, veðurstöðvar, myndavélar, LED upplýsingaskilti, teljarar, mengunarmælar, rafbúnaður og fjarskipti í jarðgöngum, vöktunarbúnaður ýmiskonar, vitar, öldudufl og radarsvarar svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa er í rekstri fjöldinn allur af kerfum til miðlunar gagna og upplýsinga.
Tækjabúnaðardeild er hluti Þjónustusviðs Vegagerðarinnar með aðsetur í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Þjónustusvið ber ábyrgð á rekstri ofangreinds búnaðar og þróun hans.
Verkefni:
- Verkefnastýring og yfirumsjón með vegbúnaði sem er í umsjón deildarinnar
- Skráning á búnaði í hugbúnaðarkerfi Vegagerðarinnar, s.s. veglýsingu, vegbúnaði, búnaði í jarðgöngum, ljósleiðarakerfi og önnur sambærileg kerfi
- Samskipti og eftirlit með verktökum
- Önnur tilfallandi störf á deildinni
Hæfniskröfur:
- Verk-, tækni-, eða iðnfræðimenntun á rafmagnssviði, eða sbrl.
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta. Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg.
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
- Reynsla í AutoCad teikniforritun æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góð öryggisvitund
Skipulagseining:
Vg 10 Tækjabúnaður
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Kristinn Hauksson
kristinn.hauksson@vegagerdin.is
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.