Laus störf hjá Vegagerðinni

Öll störf eru auglýst hér á
heimasíðu Vegagerðarinnar, á Starfatorgi og á Alfreð. Sum störf eru auk þess auglýst í dagblöðum.
Þeir sem hafa áhuga á að starfi hjá
Vegagerðinni er bent á að hægt er að sækja um með því að smella á tengil sem er að finna í auglýsingum um störf hér fyrir
neðan.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:
Starfsauglýsingar
Sumarstörf - þjónustustöðvar á Austursvæði
Umsóknarfrestur: 20.03.2023 - 11.04.2023
Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á starfstöðvum á Austursvæði. Starfsstöðvarnar eru staðsettar á Reyðarfirði, Fellabæ og Höfn.
Vinsamlegast takið fram í umsókn undir athugasemdum á hvaða starfsstöð viðkomandi sækir um.
Vinnuhópar eru starfræktir hjá Vegagerðinni yfir sumartímann.
Þar er unnið að almennu viðhaldi og fyrirbyggjandi viðhaldi vegsvæða með minniháttar verkum.
Verkefni:
Á þjónustustöð er unnið við fyrirbyggjandi viðhald og almennt minniháttar viðhald vegsvæða. Vinna við umferðarmerki, vegvísa, stikur, málningarvinna. Holuviðgerðir, ristahlið, hreinsun vegsvæðis. Tiltekt í áhaldahúsi og lóð. Önnur tilfallandi störf er upp kunnu að koma hverju sinni.
Hæfniskröfur:
Almenn menntun
Þarf að vera 18 ára eða eldri
Almennt ökuskírteini
Góð öryggisvitund
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
Góð kunnátta í íslensku
Skipulagseining:
60 Þjónustudeild Austursvæðis
Heimilisfang:
Búðareyri 11 og 13, 730 Reyðarfjörður
Tengiliðir:
- Davíð Þór Eyrbekk Sigfússon
david.th.sigfusson@vegagerdin.is
5221000
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og upplýsingar um fyrri störf. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á bilinu 15. maí-6.júní.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sumarstörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL Starfsgreinafélag hafa gert.
Almenn umsókn
Umsóknarfrestur: 01.01.2023 - 29.12.2023
Viltu vera á skrá? Fylltu út almenna umsókn sem geymist í sex mánuði.
Verkefni:
Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum.
Hæfniskröfur:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar, jákvætt viðhorf og frumkvæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta
Skipulagseining:
Vegagerðin (10211)
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Laufey Sigurðardóttir
laufey.sigurdardottir@vegagerdin.is
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir öll kyn. Í umsókn þurfa að koma fram persónulegar upplýsingar ásamt þeirri hæfni og menntun sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og með gilt ökuskírteini ásamt því að vera með íslenska kennitölu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Önnur störf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu
Umsóknarfrestur: 09.03.2023 - 31.03.2023
Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Garðabæ.
Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Framundan eru umfangsmikil og spennandi verkefni við undirbúning Borgarlínu sem tilheyrir Samgöngusáttmála.
Vegagerðin leitar að öflugum einstaklingi sem mun sinna hönnunarstjórn Borgarlínu ásamt teymi verkefnastofu Borgarlínu.
Verkefni:
Meðal verkefna er hönnunarstjórn með teymi alþjóðlegra ráðgjafa, taka þátt í gerð verðfyrirspurnar- og útboðsgagna, kostnaðaráætlana, rýni hönnunar og fjölbreyttum umbótaverkefnum á sviði hönnunar.
Hæfniskröfur:
- Háskólanám í verk- eða tæknifræði M.Sc. próf æskilegt
- Reynsla af hönnun fjölbreyttra ferðamáta
- Reynsla af gerð verklýsinga og kostnaðaráætlana æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum, vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
- Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Góð öryggisvitund
Skipulagseining:
Vg 10 Hönnunardeild
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Margrét Silja Þorkelsdóttir
margret.s.thorkelsdottir@vegagerdin.is
522 -1830
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli á því að persónuupplýsingum um umsækjendur kann að verða miðlað til ráðningarstofu sem kæmi að vinnu við ráðningarferlið. Öll vinnsla og meðferð persónuupplýsinga í ráðningarferlinu fer fram í samræmi við persónuverndarstefnu sem birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar, sjá hér https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/markmid-og-stefnur/personuverndarstefna/
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Eftirlitsmaður á umsjónardeild Vestursvæðis
Umsóknarfrestur: 20.03.2023 - 30.03.2023
Vegagerðin auglýsir eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega.
Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild Vestursvæðis og er svæðisstöðin á Ísafirði.
Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Vestfirði og Vesturland og þurfa
umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.
Verkefni:
- Eftirlit með nýframkvæmdum og viðhaldi vega á öllu Vestursvæði
- Rýni útboðsgagna í nýframkvæmdum
- Skráning gagna í framkvæmdakerfi
- Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
- Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka
Hæfniskröfur:
- Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
- Almenn ökuréttindi
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund
- Gott vald á íslensku og ensku
Skipulagseining:
40 Umsjónardeild Vestursvæði
Heimilisfang:
Borgarbraut 66, 310 Borgarnes
Tengiliðir:
- Magni Grétarsson
magni.gretarsson@vegagerdin.is
5221000
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Verkefnastjóri vinnuflokka viðhald vita og brúa
Umsóknarfrestur: 17.03.2023 - 03.04.2023
Við erum að leita eftir verkefnisstjóra til að hafa heildarsýn á verkefni og verkefnastöðu hjá vinnuflokkum Vegagerðarinnar.
Vegagerðin starfrækir þrjá vinnuflokka sem hafa starfsstöð í Garðabæ, í Vík og á Hvammstanga.
Um spennandi starf er að ræða sem felur í sér tækifæri að kynnast landinu á nýjan hátt.
Vinnuflokkar fara um allt land og sjá um fjölbreytt verkefni, helstu verkefni eru viðhald og nýframkvæmdir brúa, viðhald og eftirlit ljósvita.
Um er að ræða fullt starf og starfstöðin er í Garðabæ.
Verkefni:
Starfið er hluti af miðlægum verkefnum framkvæmdadeildar.
Ber ábyrgð á rekstri vinnuflokka Vegagerðarinnar sem sinna viðhaldi vita og brúa.
Stjórnunarleg ábyrgð á verkefnum, áætlanagerð og skipulag.
Helstu verkefni;
- Verkefnastjórnun, skipulag og samræming verkefna
- Áætlanagerð, mat á áhættu áætlana og skilamat
- Kostnaðar- og tæknilegt uppgjör ásamt skýrslugerð
- Ábyrgð á ástandmati og mati á viðhaldsþörf vitamannvirkja
- Útboð, samningar og eftirlit verka.
- Umsóknir vegna leyfisveitinga, samskipti við hagsmuna- og samstarfsaðila
Hæfniskröfur:
- Verkfræðingur eða tæknifræðingur MSc próf æskilegt
- Iðnmenntun kostur
- Reynsla í mannvirkjagerð á sviði brúar- vegamannvirkja kostur
- Reynsla af ámóta störfum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvufærni
- Góð öryggisvitund
Skipulagseining:
Vg 10 Framkvæmdadeild
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Óskar Örn Jónsson
oskar.o.jonsson@vegagerdin.is
5221000
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Iðnaðarmaður i vinnuflokk Garðabær
Umsóknarfrestur: 17.03.2023 - 29.03.2023
Vegagerðin rekur þrjá vinnuflokka sem sjá um almennt viðhald á ljósvitum og brúm, starfsstöðvarnar eru í Vík, á Hvammstanga og í Garðabæ.
Starfið er hluti af miðlægum verkefnum vinnuflokks með starfsstöð í Garðabæ sem er hluti af framkvæmdadeild mannvirkjasviðs.
Fjölbreytt verkefni sem felur í sér að kynnast landinu á nýjan hátt.
Verkefni:
Starfið felur í sér viðhalda vita að sumarlagi og viðhald brúa að vetararlagi þegar þrörf er á.
Helstu verkefni eru
Allt almennt viðhald á ljósvitum
Viðhald brúa og nýbyggingar brúa
Ýmiss störf tengd framleiðlsu á hlutum tengdum vega- brúargerð
Hæfniskröfur:
Sveinspróf í iðnmennt meistarapróf æskilegt
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
Meirapróf birfeiðastjóra /vinnuvélaréttindi æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og hæfni að vinna í teymi
Gott vald á íslensku
Góð tölvufærni
Góð öryggisvitund
Skipulagseining:
10 Framkvæmdadeild
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Óskar Örn Jónsson
oskar.o.jonsson@vegagerdin.is
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og upplýsingar um fyrri störf. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Iðnstörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun
Umsóknarfrestur: 09.03.2023 - 31.03.2023
Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Garðabæ eða á Akureyri.
Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á landinu öllu. Sóst eftir einstaklingi með þekkingu og reynslu af hönnun samgöngumannvirkja með jarðtæknilega áherslu.
Verkefni:
Starfið felur í sér hönnunar- og verkefnastjórn auk sérfræðiráðgjafar í jarðtæknilegri hönnun.
Um mjög fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða sem felur í sér meðal annars.
- Almenn verkefnis- og hönnunarstjórn
- Kaup á ráðgjöf og rannsóknum á sviði jarðtækni
- Úrvinnsla jarðtæknirannsókna
- Jarðtæknileg ráðgjöf og rýni vegna hönnunar vega og grundunar mannvirkja
- Þátttaka í leiðbeiningagerð í samstarfi við aðrar deildir
Hæfniskröfur:
- Verk- eða tæknifræðingur með M.Sc. próf
- Sérhæfing eða reynsla á sviði jarðtækni æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum, vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
- Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni
- Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Kunnátta í norðurlandamáli æskileg
- Góð öryggisvitund
Skipulagseining:
Vg 10 Hönnunardeild
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
- Margrét Silja Þorkelsdóttir
margret.s.thorkelsdottir@vegagerdin.is
522-1830
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli á því að persónuupplýsingum um umsækjendur kann að verða miðlað til ráðningarstofu sem kæmi að vinnu við ráðningarferlið. Öll vinnsla og meðferð persónuupplýsinga í ráðningarferlinu fer fram í samræmi við persónuverndarstefnu sem birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar, sjá hér https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/markmid-og-stefnur/personuverndarstefna/
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.