Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.

Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:


Sérfræðingur á rekstrar- og innkaupadeild

Vegagerðin óskar eftir öflugum starfsmanni í stöðu sérfræðings á rekstrar- og innkaupadeild. Hann þarf að hafa menntun á sviði vörustjórnunar, viðskipta og/eða lögfræði, og hafa mikla reynslu af innkaupum. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2019. Nánari upplýsingar um starfið.


Forstöðumaður rannsókna

Vegagerðin auglýsir eftir forstöðumanni rannsókna Vegagerðarinnar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með mati á umsóknum í rannsóknasjóð Vegagerðarinnar, úthlutun á rannsóknafé, og fylgist með framgangi verkefna. Starfið er hægt að vinna á flestum stærri starfsstöðvum Vegagerðarinnar um allt land. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2019. Nánari upplýsingar um starfið.