Persónuverndarstefna Vegagerðarinnar

Vegagerðin safnar og geymir persónuupplýsingar á grundvelli laga um Vegagerðina nr. 120/2012, vegalögum nr. 80/2007, reglugerðum og öðrum lögum sem kunna að eiga við verkefni og starfsemi stofnunarinnar. Persónuupplýsingum er ekki miðlað til annarra nema á grundvelli lagaskyldu. 

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem Vegagerðin vinnur um einstaklinga í tengslum við verkefni sem stofnuninni er falið:

  • nafn
  • heimilisfang/lögheimili
  • símanúmer
  • netfang
  • kennitala
  • bílnúmer

 

Vefkökur 
Vefkaka (i.e. cookie) er skrá sem hleðst inn í vafra eða tölvu notanda. Vegagerðin styðst við vefkökur meðal annars til að tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga á heimasíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is. Vegagerðin styðst við notkun vefkaka á heimasíðu sinni meðal annars til að telja fjölda heimsókna á vef Vegagerðarinnar og er notast við forritið Google Analytics til vefmælinga. Kjósi notendur vefsins www.vegagerdin.is að heimila ekki notkun vefkaka geta þeir losað sig við vefkökur í stillingum á þeim vafra sem þeir nota.

Hafðu samband
Á heimasíðu vefsins er unnt að hafa samband við Vegagerðina. Fyrirspurnir eru sendar á vegagerdin (hjá) vegagerdin.is og færðar yfir í skjalavistunarkerfi Vegagerðarinnar. Erindi og svör Vegagerðarinnar eru vistuð í skjalavistunarkerfi og vefumsjónarkerfi.

Póstlistar
Vegagerðin heldur úti póstlistum til þess að beina upplýsingum og fréttatilkynningum til fjölmiðla, ferðaþjónustuaðila og einstaklinga t.d. vegna ástands á vegum eða veðurs. Tengiliðaupplýsingar á póstlistum Vegagerðarinnar eru ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en að senda upplýsingar eða tilkynningar til þeirra sem óskað hafa eftir að vera á póstlista.

Myndavélar Vegagerðarinnar
Til þess að fylgjast með veðri og færð á vegum á forræði Vegagerðarinnar eru vefmyndavélar Vegagerðarinnar staðsettar á þjóðvegakerfi landsins, sjá hér: http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/vefmyndavelar/. Tilgangurinn með myndavélum þessum er að tryggja öryggi vegfarenda, samgönguöryggi og upplýsingagjöf til vegfarenda.  Jafnframt eru eftirlitsmyndavélar í jarðgöngum til að stuðla að öryggi vegfaranda.

Aðgangur og miðlun til þriðja aðila
Vegagerðin afhendir ekki persónuupplýsingar til þriðja aðila nema stofnuninni sé það skylt samkvæmt lögum, til að rækja verkefni stofnunarinnar eða með samþykki hins skráða.

Geymslutími persónuupplýsinga
Geymslutími persónuupplýsinga er í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og reglur um rafræna vöktun nr. 837/2006.

Persónuverndarfulltrúi
personuvernd (hjá) vegagerdin.is