• Jarðgöng

Vegakerfið

Vegagerðin er veghaldari1) þjóðvega. Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. Þeir skulu mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.

Hér á vefnum er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, m.a. upplýsingar um vegalengdir milli staða, upplýsingar úr vegaskrá og um flokkun þjóðvegakerfisins, upplýsingar um veggöng, brýr og ferjur o.fl.

1) Veghald merkir forræði yfir vegi (vegagerð, þjónusta og viðhald).Vegakerfinu er stundum líkt við æðakerfi mannslíkamans sem viðheldur starfseminni með því að tryggja eðlilegt blóðstreymi um hina ýmsa hluta líkamans. Með sama hætti eru traust vegakerfi og góðar samgöngur forsenda þess að mannlíf og atvinnulíf geti vaxið og dafnað í þéttbýli sem dreifbýli.

Vegakerfið 2017 bæklingurEðli málsins samkvæmt er Vegagerðin með starfsemi um allt land og umsvif hennar og áhrif á lífið í landinu eru meiri en margan grunar og er kynningarritinu "Vegakerfið 2017" ætlað að gefa nokkra innsýn í helstu þætti starfseminnar, almenningi til fróðleiks.


Upplýsingar um hjólaleiðir:
Íslenska hjólakortið gefið er út af Hjólafærni á Íslandi