Siglingar

Vegagerðin ásamt hafnarsviði og vitasviði Siglingastofnunar hafa þann 1. júlí 2013 sameinast í nýja stofnun undir nafni Vegagerðarinnar.  Verkefni hafnarsviðs og vitasviðs verða undir siglingasviði hjá Vegagerðinni.

Á þessum vefsíðum má finna efni sem varðar siglingasvið Vegagerðarinnar.  Vefsíðurnar innihalda mikið af tenglum á efni á vef Siglingastofnunar.  Í framtíðinni verður efnið flutt yfir á vef Vegagerðarinnar.

Gögn frá ölduduflum, veðurstöðvum og öðrum sjálfvirkum mælabúnaði við strendur landsins eru birt með fyrirvara um gagnavillur og án ábyrgðar.

 

Nýr vefur
Sjolag.is

 

Sjólag er upplýsingavefur Vegagerðarinnar fyrir sjófarendur við Ísland, Sjólag.is. Gögnin sem birtast á vefnum eru ýmist mælingar eða spár og koma frá Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands og Evrópsku veðurstofunni. Kortagrunnurinn kemur frá Landmælingum Íslands og Open Street Maps.

Ölduspá á grunnslóð
Vegagerðin vinnur sérstakar spár fyrir ákveðin grunnslóðarsvæði við Íslands. Ölduspá fyrir þau og mæligögn er hægt að nálgast með því að velja svæðin á kortinu eða í lista. Von er á að fleiri spásvæði bætist við vefinn.

Fyrirvarar
Gögn frá mælitækjum, svo sem frá veðurstöðvum og ölduduflum eru ekki yfirfarin þegar þau birtast á kortinu og því birt með þeim fyrirvara að í þeim kann að reynast skekkja.

Vefurinn er enn í þróun. Enn er hægt að nálgast eldri framsetningu gagnanna á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is

Athugasemdir, hugmyndir eða ábendingar um þróun sjolag.is má senda á netfangið: vegagerdin@vegagerdin.is

Leiðbeiningar
Hægt er að velja staðsetningu, punkt, á kortinu og birtast þá spár um ölduhæð, stefnu þeirra og sveiflutíma auk veðurspár og spár um sjávarföll. Vakin er athygli á að hér er alltaf um spá að ræða.

Séu upplýsingar úr ákveðnu öldudufli skoðaðar birtast bæði mæligögn en um leið möguleiki á að skoða spá fram í tímann. Mikilvægt er að rugla þessu ekki saman. Þessi gögn er hægt að skoða í hvoru tveggja myndrænni framsetningu og í töflum.