Ferjur
1. Vestmannaeyjar - Landeyjahöfn
Milli lands og Vestmannaeyja eru fluttir farþegar og bílar í reglulegum áætlunarferðum.2. Stykkishólmur - Flatey - Brjánslækur
Á milli Stykkishólms og Brjánslækjar eru fluttir farþegar og bílar í reglulegum áætlunarferðum með viðkomu í Flatey fyrir farþega og frakt.3. Árskógsströnd - Hrísey
Á milli Árskógsstrandar og Hríseyjar eru fluttir farþegar og frakt í reglubundnum áætlunarferðum.4. Hrísey - Dalvík - Grímsey
Á milli Hríseyjar, Dalvíkur og Grímseyjar eru fluttir farþegar og frakt í reglubundnum áætlunarferðum.5. Mjóifjörður - Neskaupstaður
Á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar eru fluttir farþegar og frakt í reglubundnum áætlunarferðum yfir vetrartímann.
Vegagerðin styrkir rekstur framangreindra ferjuleiða að undangengnu útboði. Vegagerðin (ríkið) á þrjár ferjur, Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, Hríseyjarferjuna Sævar og Grímseyjarferjuna Sæfara. Vegagerðin býður fram framangreindar ferjur til leigu í útboðum á rekstri ferjuleiðanna 1., 4. og 5. Á öðrum leiðum leggja bjóðendur fram skip í tilboðum sínum.
Hér er listi yfir þær ferjur sem eru í förum í dag:
Vestmannaeyjar - Landeyjahöfn |
Herjólfur | |||||||||
Stykkishólmur - Flatey - Brjánslækur |
Baldur | |||||||||
Árskógsströnd - Hrísey |
Sævar | |||||||||
Hrísey - Dalvík - Grímsey Dalvík - Hrísey Dalvík - Grímsey |
Vegagerðin | |||||||||
Mjóifjörður - Neskaupstaður 1. október - 31. maí
|
Flóabáturinn Björgvin Sími: 8494797/ 8494790 |