Vinnusvæðamerkingar
Tilgangur reglna um vinnusvæðamerkingar er að koma á hertari reglum um merkingar fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda.
Reglurnar eru ætlaðar þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði.
Tilgangur með merkingunum er fjórþættur:
- Að vernda starfsmenn og vegfarendur
- Að auka og tryggja umferðaröryggi almennt
- Að lágmarka umferðartafir
- Að hámarka framkvæmdahraða
Reglur um vinnusvæðamerkingar - 18. útg. júlí 2022
Merking vinnusvæða - Teikningar - 18. útg. maí 2022
Samantekt á helstu breytingum í útgáfu 18 frá útgáfu 17
Reglur um vinnusvæðamerkingar - 17. útg. mars 2021
Merking vinnusvæða - Teikningar - 17. útg. júlí 2021
Uppsetning umferðarmerkja - Handbók
Upplýsingar um lög og reglugerðir sem varða merkingar vinnusvæða er að finna hér:
- Reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg nr. 492/2009
- Umferðalög nr. 77/2019
- Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 m.s.b.
Skýringar fyrir févítablað - júlí 2014
Kostnaðaráætlunareyðublað vegna vinnusvæðamerkinga (xlsx)
Vettvangsúttekt á vinnusvæðamerkingum (xlsx)
Eftirlit með vinnusvæðamerkingum, dagbókareyðublað (xlsx)
Í reglugerð nr. 492/2009 um merkingu vinnusvæða og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg er m.a. kveðið á um að Vegagerðinni sé falið að skrifa nánari reglur um kröfur, útfærslu og framkvæmd vinnusvæðamerkinga.
Í reglunum eru strangar kröfur um þekkingu og réttindi þeirra sem koma að þessum málum hvort sem um er að ræða verkkaupa, verktaka, hönnuði, eftirlitsmenn o.fl. sem koma að framkvæmdum sem þessum.
Allir sem koma að þessum málum fyrir Vegagerðina s.s. verktakar, hönnuðir, eftirlitsmenn o.fl. sem tengjast verkefnum á hennar á þessu sviði þurfa að sækja námskeið og staðist próf um vinnusvæðamerkingar eins og gerðar eru kröfur um í umræddum reglum.
Námskeið:
Hægt er að sitja námskeið um merkingu vinnusvæða hjá Opna háskólanum í HR. Smellið hér til að nálgast upplýsingar um næsta námskeið.
Upplýsingar um aðila sem hafa staðist próf í vinnusvæðamerkingum og gildistíma skírteina fást með því að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, síma 1777.