Verk­lýsing­ar, leið­bein­ingar og kröfur

Verklýsing og verkþáttaskrá fyrir útboðslýsingu sem gildir fyrir nýbyggingar og viðhald vega, með þeim viðbótum og breytingum sem verða gerðar í útboðslýsingu.

Hætt er að vísa í sérstaka bók Almenn verklýsing (Alverk) við gerð verklýsinga.  Allar kröfur eru nú settar fram í verklýsingu viðkomandi útboðslýsingar.  Til að auðvelda gerð verklýsingar og halda áfram samræmi á milli krafna og uppsetningar í útboðslýsingum hafa verið gefin út skjöl sem innihalda sniðmát fyrir verklýsingu.  Hvert skjal inniheldur almenna verklýsingu með sameiginlegum kröfum fyrir viðkomandi verkþætti og síðan koma þeir verkþættir sem falla undir lýsinguna þar á eftir.  Þessu til viðbótar eru síðan leiðbeiningarskjöl til að auðvelda val á kröfum í verkþættina ef það á við.

Ferlið er að almenn lýsingin og verkþættir eru afritaðir í viðkomandi útboðslýsingu og síðan eru sett inn gildi í verkþættina eins við á hverju sinni.