PDF · Útgáfa LEI-3312 Útgáfa 2 — nóvember 2018
Reglur um hönn­un brúa

Árið 2011 tóku gildi Evrópustaðlar um hönnun brúa á Íslandi með útgáfu íslenskra þjóðarviðauka fyrir brýr við Eurocodes hönnunarstaðla. Áður höfðu evrópsku þolhönnunarstaðlarnir, Eurocodes, og forstaðlar þeirra verið í notkun við hönnun brúa allt frá því fljótlega eftir 1990. Ekki var því um verulegar breytingar að ræða við formlega útgáfu þjóðarviðauka hér á Íslandi árið 2011.

Í framhaldi af útgáfu þjóðarviðauka var ákveðið að útbúa leiðbeiningarit Vegagerðarinnar um hönnun brúa. Áður hafði verið í notkun ritið, Drög að leiðbeiningum og reglum um hönnun brúa og vega frá árinu 1999. Það rit var grundvöllur samninga við ráðgjafa í veg- og brúarhönnun. Auk þess rits voru ýmis leiðbeiningarit og verklagsreglur í notkun.

Árið 2015 var gefið út nýtt leiðbeiningarit sem ber heitið Reglur um hönnun brúa, útgáfa 26.1.2015. Þessar reglur verða grundvöllur sem nota skal við hönnun brúa í þjóðvegakerfinu.

Nokkrar grundvallarbreytingar eru á því verklagi sem áður hefur verið. Sérstaklega ber að nefna innleiðingu á kröfum um yfirferð og samþykki hönnunar sem hefur það að markmiði að tryggja skjalfestingu á yfirferð hönnunar ásamt því að tryggja nauðsynlegum hönnunargögn. Byggt er m.a. á aðferðafræði frá Highways Agency í Bretlandi og eru skilgreind þrjú mismunandi yfirferðarstig sem taka mið af flækjustigi og umfangi mannvirkjanna ásamt reynslu hönnuða af sambærilegum mannvirkjum eða brúm. Í reglunum er jafnframt ýmsar tilvísanir sem teljast til almennra verklýsinga fyrir brúargerð.

Skjámynd Reglur um hönnun brúa
Höfundur

Einar Hafliðason, Guðmundur Valur Guðmundsson, Helgi S. Ólafsson og Gylfi Sigurðsson

Skrá

reglurumhonnunbrua_utgafa2_november2018.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Árið 2018 er komin út uppfærð útgáfa, Reglur um hönnun brúa, útgáfa 2, 2018. Við gerð 1. útgáfu var stuðst við Håndbok N400, Bruprojektering, sem Norska Vegagerðin gefur út og þegar hún var uppfærð var talið tímabært að uppfæra Reglur um hönnun brúa einnig. Í útgáfu 2 af Reglur um hönnun brúa hafa eins og áður verið tekin inn atriði sem hafa skírskotun til almennra verklýsinga fyrir vega- og brúargerð og er það gert til þess að þeir hlutar verði sem aðgengilegastir.

Formáli 2. útgáfu 2018
Eins og fram kemur í formála 1. útgáfu var lagt upp með að um lifandi vefútgáfu yrði að ræða. Við gerð 1. útgáfu var stuðst við Håndbok N400, Bruprojektering, sem Norska Vegagerðin gefur út og þegar hún var uppfærð var talið tímabært að uppfæra Reglur um hönnun brúa einnig. Í þessari útgáfu á Reglum um hönnun brúa hafa eins og áður verið tekin inn atriði sem hafa skírskotun til almennra verklýsinga fyrir vega- og brúargerð og er það gert til þess að þeir hlutar verði sem aðgengilegastir.