Vegaskrá

Vegflokkar á kortiÍ 7. grein vegalaga nr. 80; 2007, segir: Vegagerðin sér um gerð vegaskrár, sem er skrá yfir þjóðvegi.

Í vegaskrá er vegum skipt í kafla og margskonar upplýsingar koma fram um hvern kafla. Má þar nefna lengd kaflans, í hvaða kjördæmi hann er, sveitarfélagi og númer vegagerðarsvæðis. Þar kemur fram vegflokkur og vegtegund, sem æskileg er fyrir viðkomandi vegkafla, þegar aðeins er miðað við almenna umferðarspá.

Helstu breytingar frá fyrri vegalögum, hvað vegaskrá varðar, eru eftirfarandi:

Stofnvegir eru flestir þeir sömu og áður, að viðbættum nokkrum umferðarmiklum vegum, sem voru í flokki tengivega. Niður falla nokkrir vegkaflar í þéttbýli og teljast þeir nú til gatnakerfis þeirra. Hins vegar bætast í flokk stofnvega fjórar hálendisleiðir, sem hafa nokkra sérstöðu og verða í sérhópi um sinn, svokallaðir stofnvegir um hálendi.

Tengivegir eru færri en áður. Auk þeirra sem færast í flokk stofnvega verða margir þeirra héraðsvegir. Einnig fylla nú þennan flokk vegir innan þjóðgarða og vegir að fjölsóttum ferðamannastöðum, sem voru landsvegir.

Héraðsvegir hétu áður safnvegir, en auk þeirra fóru margir stuttir tengivegir í þennan flokk.

Landsvegir eru nú færri en áður. Þeir fá að jafnaði litla og árstíðabundna þjónustu og viðhald.

Vegaskrá 2023 - kaflaskipt  (viðmiðunardagsetning skráar er 9.10.2023) (xlsx)

Flokkun þjóðvega - kort (pdf)