Úrskurðir Skipulagsstofnunar

Krækja á vef Skipulagsstofnunar

Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að umhverfisáhrif þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim.

Matinu er einnig ætlað draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Ennfremur að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Hlutverk Skipulagsstofnunar varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

- Leiðbeiningar, þróun og eftirliti.

- Ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í 2. viðauka við lög og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

- Kynning á tillögum framkvæmdaraðila að matsáætlunum og ákvörðunum um matsáætlanir.

- Kynning á frummatsskýrslum framkvæmdaraðila og áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmd

Sjá nánar á vef Skipulagsstofnunar