Merki Vegagerðarinnar

Algengt er að óskað sé eftir að fá aðgang að merki Vegagerðarinnar í tölvutæku formi, til að nota í bæklinga, kennsluefni, vefefni o.s.frv. Hér er merkið aðgengilegt í tölvutæku formi.

 

Merki vegagerðarinnarHægt er að nálgast merkið með gildum Vegagerðarinnar hér í .zip skrá .


Með nýrri stefnu, áherslu og ábyrgð tekur ásýnd Vegagerðarinnar einnig nýja stefnu.

Ný ásýnd byggir á þekktum grunni en horfir fram á veginn — styrkir framsetningu upplýsinga og styður þar með við aukið öryggi landsmanna.

Ásýndin er smíðuð úr sömu gildum og starfsmenn Vegagerðarinnar starfa eftir: 

Öryggi — Framsýni — Þjónusta — Fagmennska.

Nýtt merki Vegagerðarinnar er unnið af Kolofon hönnunarstofu og tekið í notkun 2020. Það byggir á eldra merki, sem var upprunalega teiknað á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Upprunaleg hugmynd merkisins kemur frá Hallgrími Helgasyni rithöfundi og þáverandi starfsmanni Vegagerðarinnar.

Merki Vegagerðarinnar er aðgengilegt til notkunar, með því að hlaða því niður hér. Í skjalinu eru útgáfur til notkunar á stafrænum og prentmiðlum. Vinsamlegast athugið að ekki er leyfilegt að breyta merkinu eða nota það í öðrum útgáfum en eru fáanlegar hér.