Vegagerðin varar við bikblæðingum
Bikblæðinga hefur orðið vart víða um land í kjölfar mikilla hlýinda. Starfsfólk þjónustustöðva Vegagerðarinnar sinnir nánu eftirliti með vegunum og bregst við með söndun og vökvun veganna til að draga úr áhrifum bikblæðinganna. Varað er við ástandinu með skiltum og víða hefur hraði verið lækkaður.
Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát. Í aðstæðum sem þessum geta bik og möl festst á hjólbarða og myndast hálka á veginum. Allar frekari upplýsingar um blæðingakafla er að finna á umferdin.is.
Bikblæðingar.