Rannsóknir og þróun

Rannsókna-og þróunarstarf hefur ávallt verið þáttur í starfsemi Vegagerðarinnar. Árlega eru veittir styrkir til rannsóknaverkefna, sem fjármagnaðir eru að mestu af svo nefndu tilraunafé, sem samkvæmt vegalögum á að vera 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar. Sjá einnig rannsóknarstefnu Vegagerðarinnar.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í byrjun hvers árs.

Helstu þættir í rannsókna- og þróunarstarfi Vegagerðarinnar eru:

  • að hafa frumkvæði að rannsókna- og þróunarstarfi, sem stuðlar að því að Vegagerðin geti uppfyllt markmið, sem sett eru fram á hverjum tíma
  • að afla nýrrar þekkingar á sviði vega- og samgöngumála, m.a. með þátttöku í erlendu rannsóknasamstarfi, og að koma innlendri og erlendri þekkingu í hagnýt not
  • að stuðla að því að niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs varðandi aðferðir, efnisnotkun og hagkvæmara vinnulag skili sér í staðla og breyttu verklagi, til að auka gæði vegakerfisins og þeirrar þjónustu sem Vegagerðin veitir á hverjum tíma
  • að stuðla að því að niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs varðandi umferðaröryggi skili sér í öruggari umferð á þjóðvegum landsins fyrir alla vegfarendur
  • að stuðla að því að niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs varðandi umhverfi og samfélag skili sér í góðri sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa
  • að stuðla að samvinnu þeirra sem bera ábyrgð á og stunda rannsóknir á þessu sviði
  • að veita upplýsingar um þessa starfsemi og niðurstöður rannsókna
  • að meta niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfsins og nota þær sem grunn fyrir úrbætur

Vegagerðin tekur þátt í margvíslegu erlendu samstarfi á sviði rannsókna og þróunar. Auk þess taka starfsmenn Vegagerðarinnar þátt í ýmsum ráðstefnum og fundum erlendis og sækja þangað þekkingu og miðla innan stofnunarinnar og utan. Einnig eru íslensk málefni kynnt á erlendri grund og birtar greinar í erlendum fagtímaritum.

Nánari upplýsingar um rannsókna- og þróunarstarf Vegagerðarinnar veita Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs eða Ólafur Sveinn Haraldsson forstöðumaður rannsóknadeildar í síma 522-1000 eða í tölvupósti rannsóknir(hjá)vegagerdin.is.

Nánar má lesa um rannsókna og þróunarstarf Vegagerðarinnar hér 
(nóvember 2019)

Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2012
Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2013 
Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2014
Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2015  - Viðauki: Samantekt um niðurstöður rannsóknaverkefna 2015 (Tekið saman í ágúst 2017).
Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2016  - Viðauki: Samantekt um niðurstöður rannsóknaverkefna 2016 (Tekið saman í júlí 2018)
Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2017  - Viðauki: Samantekt um niðurstöður rannsóknaverkefna 2017 (Tekið saman í júlí 2019)
Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2018

Ársskýrsla rannsóknasjóðs fyrir 2019