Veggöng á Íslandi

JarðgöngSaga jarðgangagerðar í heiminum nær meira en 2000 ár aftur í tímann, en gerð slíkra mannvirkja til samgöngubóta hófst ekki að neinu marki fyrr en á 19.öld. Víðast hvar í heiminum er ekki ráðist í gerð vegganga fyrr en vegakerfi er að öðru leyti komið í gott horf, einkum vegna þess hversu dýr mannvirkin eru.

Hérlendis var komið fram undir miðja 20. öldina þegar fyrstu jarðgöngin voru tekin í notkun og var þó ekki um neitt stórvirki að ræða þegar sprengt var í gegnum 30 m þykkan berggang á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Síðan hefur verið unnið að jarðgangagerð á 7 stöðum á landinu, oftast með nokkrum hléum. Mjög víða á Íslandi væri unnt að losna við ýmsa snjóþunga fjallvegi og aðra þröskulda á vegakerfinu og stytta vegalengdir töluvert með gerð jarðganga, en vegna þess hversu mikið er ógert í uppbyggingu vega almennt á landinu má búast við að mörg æskileg jarðgangaverkefni komist ekki í framkvæmd í náinni framtíð.

Árið 2000 var samþykkt á Alþingi Jarðgangaáætlun þar sem horft er til langs tíma og fjölmargir jarðgangakostir teknir til skoðunar. Þar var einnig tekin afstaða til þess hvar næstu jarðgöng skuli gerð, og áætlun lögð fram um framkvæmdatíma og fjármögnun. Í þingskjali 1441 131. löggjafarþingi: Þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005–2008 fjallar liður 4.2.1.5 um Jarðgangaáætlun.


Ýmsar skýrslur varðandi jarðgöng:
Athugun á rannsóknargögnum v. vegganga til Vestmannaeyja - Geotek - Sintef Janúar 2006
Jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu - Greinargerð ÍSOR-05163 11.10.2005 - Árni Hjartarson 
Berggrunnskönnun á hugsanlegri jarðgangaleið milli lands og Eyja - ÍSOR-2005/033
Vopnafjarðargöng - Mat á jarðfræðilegum aðstæðum til gangagerðar milli Böðvarsdals og Jökulsárhlíðar
Vopnafjarðargöng - Teikningar
Norðfjarðargöng - Mat á jarðfræðilegum aðstæðum til gangagerðar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar (PDF 7,4 MB)
Jarðgangaáætlun  Janúar 2000
Jarðgöng til Vestmannaeyja Skýrsla Línuhönnunar og Mott MacDonald um jarðgöng til Vestmannaeyja
Kortlagning og gæðamat bergs í jarðgöngum