Vaktstöð siglinga

Vaktstöð siglinga starfar samkvæmt lögum nr. 41/2003. Í gildi er þjónustusamningur við Neyðarlínuna ohf. um rekstur vaktstöðvarinnar.  Vaktstöðin rekur vöktunar- og upplýsingakerfi fyrir siglingar og fiskveiðar í íslensku efnahagslögsögunni, þ.m.t. rekstur sjálfvirks auðkenniskerfis skipa (AIS), móttaka upplýsinga frá LRIT (Long Range Identification and Tracking) og umsjón með rekstri rafræns tilkynningakerfis skipa (SafeSeaNet).

Vegagerðin hefur fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum og ber ábyrgð á starfseminni en kemur ekki að öðru leiti að rekstri að kerfunum, sjá nánar um það með því að smella hér .