Leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur

Á þessari síðu er Efnisgæðaritið auk leiðbeiningarita um notkun sprengds bergs og vinnslu steinefna til vegagerðar. Einnig eru hér glærur frá námskeiðum um Efnisgæðaritið.

Leiðbeiningaritin eru stuðningsrit við  gerð útboðsgagna og er m.a. ætlað að leiðbeina við val á efnum til vegagerðar og við eftirlit með framleiðslu steinefna og notkun þeirra í vegi.

Leiðbeiningarnar eru fyrir alla þá aðila sem vinna með steinefni til vega- og brúargerðar m.a. hönnuði, eftirlitsmenn og verktaka.

Fjallað er um hvert lag vegarins og auk þess steinsteypu í aðskildum köflum og með þeim hætti að hver kafli geti verið sjálfstæð handbók.  Í viðaukum er ýmiskonar fróðleikur og ítarefni um efnisnotkun við vegagerð. 


Tilkynning um helstu breytingar við endurskoðun Efnisgæðaritsins 2021/2022 (sett á vef 31.1.2022)

Að venju hefur Efnisgæðarit Vegagerðarinnar verið endurskoðað nú um áramótin og ný útgáfa hefur verið sett inn hér að neðan. Vert er að nefna nokkrar efnislegar breytingar sem gerðar hafa verið frá útgáfu ritsins frá síðustu endurskoðun sem var um áramótin 2020/2021, en þær eru:

→ Allt ritið hefur nú verið sett í nýtt sniðmát Vegagerðarinnar og með nýju merki á forsíðunni.

→ Orðalag í töflu 5-13 og 5-14 varðandi tvenns konar styrkleikakröfur til burðarlagsefna (ferskt/ummyndað) hefur verið breytt og gert almennara en var.

→ Flæðiriti fyrir prófanir á klæðingarefni á hönnunarstigi, mynd 63-2, hefur verið breytt á þann hátt að styrkleikapróf (LA) er ekki lengur valkvætt, heldur krafa í öllum tilfellum. Frostþolspróf er hins vegar enn valkvætt, en þó byggist ákvörðun um það á niðurstöðu leiðbeinandi gæðaflokkunar úr berggreiningu, sem sagt magni og gerð steinefnis sem lendir í 3. gæðaflokki.

→ Markalínum fyrir stífmalbik (AC) sem slitlagsefni hefur verið breytt á þann hátt að þær hafa verið „opnaðar“ í þeirri viðleitni að auðvelda að ná breyttum kröfum um holrýmd í stífmalbiki, sbr. næsta lið.

→ Holrýmdarkröfur til stífmalbiks (AC) hafa verið auknar úr 1,0-3,0% í 1,5-3,5%, en það er til dæmis í samræmi við sænskar holrýmdarkröfur sem settar eru fram fyrir stífmalbik. Þetta er gert til að minnka líkur á biksmiti í nýju malbiki upp í yfirborð þess, sem eykur líkur á að kröfum um hemlunarviðnám náist ekki. Þekkt eru dæmi um biksmit sem orsakast af of lítilli holrýmd í nýlögðu malbiki með tilheyrandi slysahættu og kostnaði við lagfæringar, enda er nú fylgst mun betur með því að biksmit eigi sér ekki stað í malbiki sem Vegagerðin lætur leggja á sínum vegum.

→ Kröfur um hemlunarviðnám hafa verið auknar og eru nú 0,55 á skalanum 0-1, þar sem 1 er mesta viðnámið mælt með viðnámsmæli Vegagerðarinnar.

Eins og áður eru allar ábendingar um efnistök og kröfur sem birtar eru í Efnisgæðaritinu vel þegnar og verða þær teknar til athugunar og geta slíkar ábendingar skilað sér í nýja útgáfu Efnisgæðaritsins við endurskoðun að ári. Ábendingar skal senda á netfangið petur.petursson@vegagerdin.is.


Efnisgæðaritið: Efnisrannsóknir og efniskröfur - leiðbeiningar við hönnun, framleiðslu og framkvæmd:

Kafli 1 - Formáli (Jan. 2022) (word útgáfa)

Kafli 2 - Inngangur (Jan. 2022) (word útgáfa)    

Kafli 3 - Fylling (Jan. 2022) (word útgáfa)

Kafli 4 - Styrktarlag (Jan. 2022) (word útgáfa)

Kafli 5 - Burðarlag (Jan. 2022) (word útgáfa)

Kafli 6 - Slitlag (Jan. 2022) (word útgáfa)

Kafli 7 - Steinsteypa (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 1 - Lýsing á prófunaraðferðum (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 2 - Efnisgerðir við vega- og gatnagerð (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 3 - Jarðmyndanir - byggingarefni við vegagerð (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 4 - Gerðarprófanir, framleiðslueftirlit og frávikskröfur (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 5 - Sýnataka (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 6 - Vinnsluaðferðir (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 7 - Orðalisti - skilgreiningar og skýringar (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 8 - Ítarefni um malbik (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 9 - Samanburður á eiginleikum steinefna og kröfum (Jan. 2022) (word útgáfa)

Viðauki 10 - Berggreining (Jan. 2022) (word útgáfa)

Notkun bergs til vegagerðar - vinnsla, efniskröfur og útlögn

Sprengt berg í vegagerð - Handbók fyrir vegagerðarmenn (pdf 30 MB)

Vinnsla steinefna til vegagerðar - tækjabúnaður, verktækni og framleiðslueftirlit (pdf 8,6 MB)

Handbók um vinnslu steinefna til vegagerðar, útg. feb. 2018 (pdf 56,8 MB)


Námskeið um Efnisgæðaritið
 sem haldið var 23. október 2020.  

Eftirfarandi eru glærur sem notaðar voru á  námskeiðinu: