Leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur
Á þessari síðu er Efnisgæðaritið auk leiðbeiningarita um notkun sprengds bergs og vinnslu steinefna til vegagerðar. Einnig eru hér glærur frá námskeiðum um Efnisgæðaritið.
Leiðbeiningaritin eru stuðningsrit við gerð útboðsgagna og er m.a. ætlað að leiðbeina við val á efnum til vegagerðar og við eftirlit með framleiðslu steinefna og notkun þeirra í vegi.
Leiðbeiningarnar eru fyrir alla þá aðila sem vinna með steinefni til vega- og brúargerðar m.a. hönnuði, eftirlitsmenn og verktaka.
Fjallað er um hvert lag vegarins og auk
þess steinsteypu í aðskildum köflum og með þeim hætti að hver kafli geti verið
sjálfstæð handbók. Í viðaukum er
ýmiskonar fróðleikur og ítarefni um efnisnotkun við vegagerð.
Tilkynning um helstu breytingar við endurskoðun Efnisgæðaritsins 2022/2023 (sett á vef 31.1.2023)
Að venju hefur Efnisgæðarit Vegagerðarinnar verið endurskoðað nú um áramótin og ný útgáfa hefur verið sett inn á ytri vef Vegagerðarinnar, https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/. Vert er að nefna nokkrar efnislegar breytingar sem gerðar hafa verið frá útgáfu ritsins frá síðustu endurskoðun:
→ Bætt var við einum kafla í Efnisgæðaritið, sem sagt kafla 8 um sand til nota í vegagerð. Í aðalatriðum var umfjöllun um sand til ýmissa nota sem fyrir var í inngangskafla ritsins (kafla 2) færð yfir í nýjan kafla, en auk þess voru gerðar talsverðar breytingar á orðalagi og hugtakanotkun í samvinnu við Þorgeir S. Helgason hjá Verkís, sem þar með er einn af höfundum kaflans. Til stendur að endurbæta kaflann enn meir á þessu tímabili og setja m.a. skýrari kröfur til eiginleika sands til mismunandi nota. Markalínum fyrir hálkuvarnarsand var hnikað til þannig að hann má allur vera grófari en 2 mm (var 1 mm í fyrri útgáfu), en krafa um grófleika er áfram sú að 0-5% mega vera yfir 6 mm að hámarki.
→ Orðalag í kafla 1 Formáli tók nokkrum breytingum, m.a. í samræmi við ákvörðun um að taka umfjöllun um sand úr kafla 2 yfir í nýjan kafla 8, auk þess sem tilvísunum í Alverk var breytt í tilvísun um Verklýsingu fyrir útboðslýsingu. Tilvísanir í Alverk geta valdið misskilningi, þar sem ætla mætti að vísað væri í hið gamla og úrelta rit Alverk ´95, en svo er alls ekki, heldur í verklýsingu í útboðslýsingu hverju sinni.
→ Kafli 2 breyttist mikið, þar sem öll umfjöllun um stærðarflokkun steinefna, svo og sand undir hellur, götusteina, við rör, jarðstrengi og sem hálkuvörn hefur nú verið færð í sérstakan kafla um sand.
→ Kaflar 3 til 5 breyttust lítið efnislega, en orðalagi var breytt hér og þar.
→ Þolvik kornadreifingar hverrar malbiksgerðar (t.d. AC11 eða AC16) sem birt eru í töflum 64-18 og 64-20 eftir ábendingu sem barst frá Colas á Íslandi. Hún snéri að því hvort AC16 malbik ætti að flokkast sem „small aggregate sizes“ frekar en „large aggregate sizes“ eins og gert var í fyrri útgáfum Efnisgæðaritsins. Eftirgrennslan, m.a. til formanns CEN/TC227/WG1, leiddi til þess að þolvikunum í viðkomandi töflum var breytt lítillega til samræmis við að flokkunarstærð ≤ 16 mm hefur vikmörk þess sem kallað er „small aggregate sizes“ skv. viðauka A í ÍST EN 13108-21 (e. Factory production control).
→ Viðaukar 1 til 10 breyttust lítið efnislega, en orðalagi var breytt hér og þar.
Eins og áður eru allar ábendingar um efnistök og kröfur sem birtar eru í Efnisgæðaritinu vel þegnar og verða þær teknar til athugunar og geta slíkar ábendingar skilað sér í nýja útgáfu Efnisgæðaritsins við endurskoðun að ári. Ábendingar skal senda á netfangið petur.petursson@vegagerdin.is.
Efnisgæðaritið: Efnisrannsóknir og efniskröfur - leiðbeiningar við hönnun, framleiðslu og framkvæmd:
Kafli 1 - Formáli (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 2 - Inngangur (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 3 - Fylling (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 4 - Styrktarlag (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 5 - Burðarlag (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 6 - Slitlag (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 7 - Steinsteypa (Jan. 2023) (word útgáfa)
Kafli 8 - Sandur (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 1 - Lýsing á prófunaraðferðum (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 2 - Efnisgerðir við vega- og gatnagerð (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 3 - Jarðmyndanir - byggingarefni við vegagerð (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 4 - Gerðarprófanir, framleiðslueftirlit og frávikskröfur (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 5 - Sýnataka (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 6 - Vinnsluaðferðir (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 7 - Orðalisti - skilgreiningar og skýringar (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 8 - Ítarefni um malbik (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 9 - Samanburður á eiginleikum steinefna og kröfum (Jan. 2023) (word útgáfa)
Viðauki 10 - Berggreining (Jan. 2023) (word útgáfa)
Handbók um vinnslu steinefna til vegagerðar, útg. feb. 2018 (pdf 56,8 MB)
Námskeið um Efnisgæðaritið var haldið 18. apríl 2023.
Eftirfarandi glærur voru notaðar á námskeiðinu:
- Inngangur
- Fylling
- Styrktarlag
- Burðarlag
- Malarslitlag
- Klæðing
- Malbik
- Steinsteypa
- Aflfræðilegar hönnunaraðferðir
- Sýnataka og prófanir
- Gagnakerfi