Áningarstaðir

Hér á þessu korti eru yfirlit yfir þá áningarstaði sem Vegagerðin hefur umsjón með.

Áningarstaðir eru settir við þjóðvegi landsins í tvennum tilgangi. Annars vegar eru þeir staðir þar sem vegfarendur geta áð um stund, áður en förinni en haldið lengra, þar eru umferðaröryggissjónarmið höfð að leiðarljósi. Hins vegar er þeim fundinn staður þar sem umhverfi og/eða útsýni bjóða upp á fallegt umhverfi til að vegfarendur geti notið þess sem fyrir augu ber.

Áningarstöðum er skipt upp í flokka eftir þeirri aðstöðu sem boðið er upp á á hverjum stað. Á hinum stærri hafa verið sett upp upplýsingaskilti, þar sem vegfarendum er bent á áhugaverða staði í nágrenninu og sagt frá því helsta sem fyrir augu ber.

Ýmsan fróðleik um áningarstaði er að finna í kafla 8 í gæðahandbók þjónustudeildar

Áningarstaðir Vegagerðarinnar