• Svæðaskipting 2021

Aðalskipulag Vegagerðarinnar

Vegagerðin skiptist í Miðstöð og fimm svæði.

Í miðstöð fer fram vinna við stefnumótun fyrir Vegagerðina og stjórnun hennar í heild.

Svæði Vegagerðarinnar eru Suðursvæði, Vestursvæði, NorðursvæðiAustursvæði og Höfuðborgarsvæði

Svæðismiðstöðvar eru á Selfossi, í Borgarnesi, á Akureyri og á Reyðarfirði.

Hvert svæði um sig annast framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins og sér um að veita vegfarendum þjónustu innan svæðisins, Suðursvæði sinnir þau viðhaldi og rekstri á Höfuðborgarsvæðinu.

Kort af svæðaskiptingu Vegagerðarinnar með PDF sniði


Yfirstjórn

Yfirstjórn Vegagerðarinnar samanstendur af forstjóra og framkvæmdastjórum sviða í Reykjavík.

Yfirstjórnin tekur ákvarðanir um stefnu og stjórnun stofnunarinnar og þau atriði sem ganga þvert á starfsemi sviða, svæða, umdæma og deilda. Yfirstjórn tekur ákvarðanir um rekstraráætlanir stofnunarinnar og afgreiðir erindi og verkefni sem Vegagerðinni berast eftir nánari ákvörðun forstjóra.

Yfirstjórn skipa:

 • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
 • Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs
 • Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
 • Arndís Ósk Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs
 • Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
 • Stefán Erlendsson, forstöðumaður lögfræðideildar

  G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar ritar fundargerð yfirstjórnar

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar samanstendur af yfirstjórn og svæðisstjórum. 

Framkvæmdastjórnin tekur þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn Vegagerðarinnar og tryggir að ákvarðanir yfirstjórnar og stjórnvalda komist í framkvæmd í allri starfsemi stofnunarinnar. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á samræmingu framkvæmda, viðhalds og þjónustu á landsvísu og fylgir eftir ákvörðunum um rekstur og starfsemi í gildandi vegáætlun.

Framkvæmdastjórn skipa: 

 • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
 • Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs
 • Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins
 • Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
 • Gunnar H. Guðmundsson, svæðisstjóri Norðursvæðis
 • Arndís Ósk Arnalds, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs
 • Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis
 • Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
 • Stefán Erlendsson,forstöðumaður lögfræðideildar
 • Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis
 • Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri Austursvæðis

       G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar er ritari framkvæmdastjórnar