• Svæðaskipting árið 2020

Aðalskipulag Vegagerðarinnar

Vegagerðin skiptist í Miðstöð og fjögur svæði.

Í miðstöð fer fram vinna við stefnumótun fyrir Vegagerðina og stjórnun hennar í heild.

Svæði Vegagerðarinnar eru Suðursvæði, Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði

Svæðismiðstöðvar eru á Selfossi, í Borgarnesi, á Akureyri og á Reyðarfirði.

Hvert svæði um sig annast framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins og sér um að veita vegfarendum þjónustu innan svæðisins.

Kort af svæðaskiptingu Vegagerðarinnar með PDF sniði

Unnið er að því að uppfæra gagnvirka skipuritið sem hægt er að komast í hér við hliðina.


Yfirstjórn

Yfirstjórn Vegagerðarinnar samanstendur af forstjóra og framkvæmdastjórum sviða í Reykjavík.

Yfirstjórnin tekur ákvarðanir um stefnu og stjórnun stofnunarinnar og þau atriði sem ganga þvert á starfsemi sviða, svæða, umdæma og deilda. Yfirstjórn tekur ákvarðanir um rekstraráætlanir stofnunarinnar og afgreiðir erindi og verkefni sem Vegagerðinni berast eftir nánari ákvörðun forstjóra.

Yfirstjórn skipa:

 • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
 • Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
 • Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs
 • Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
  Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs
 • Stefán Erlendsson, forstöðumaður lögfræðideildar

  G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar ritar fundargerð yfirstjórnar

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar samanstendur af yfirstjórn og svæðisstjórum. 

Framkvæmdastjórnin tekur þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn Vegagerðarinnar og tryggir að ákvarðanir yfirstjórnar og stjórnvalda komist í framkvæmd í allri starfsemi stofnunarinnar. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á samræmingu framkvæmda, viðhalds og þjónustu á landsvísu og fylgir eftir ákvörðunum um rekstur og starfsemi í gildandi vegáætlun.

Framkvæmdastjórn skipa: 

 • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
  Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins
 • Gunnar H. Guðmundsson, svæðisstjóri Norðursvæðis
 • Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis
 • Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
 • Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs
 • Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
  Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs
 • Stefán Erlendsson,forstöðumaður lögfræðideildar
 • Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis
 • Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri Austursvæðis

Auk þess sitja fundi framkvæmdastjórnar:

 • Ásrún Rudolfsdóttir, forstöðumaður gæðadeildar
 • G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar og ritari framkvæmdastjórnar
 • Ólafur Þ. Gunnarsson, innri endurskoðandi
 • Sigurbjörg J.N. Helgadóttir, mannauðsstjóri