Snjóflóðaviðvaranir

Súðavíkurhlíð, Flateyrarvegur, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli. 

Vegagerðin hefur sett upp viðvörunarkerfi með SMS skeytum um snjóflóða- og hrunhættu til vegfarenda. Sendar eru upplýsingar um hættu á þjóðvegunum 61 á Súðarvíkurhlíð, 64 á Flateyrarvegi, 76 á Siglufjarðarvegi um Almenninga og 82 á Ólafsfjarðarmúla.

Viðvaranirnar eru m.a. byggðar á snjóflóðaspá sem Veðurstofan gerir fyrir Vegagerðina um þessa vegakafla. Um er að ræða eftirfarandi stig:

Vegna snjóflóðahættu:

  • A. Varað er við snjóflóðahættur á næstu klukkutímum
  • B. Lýst yfir óvissustigi, sem þýðir að snjóflóðahætta er viðvarandi og vegfarendur hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu
  • C. Lýst yfir hættustigi, veginum lokað
  • D. Hættustigi aflýst og vegurinn opinn

Vegna sigs vegar í Almenningum á Siglufjarðarvegi:

  • B. Lýst yfir hættustigi 1, vegurinn opinn
  • C. Lýst yfir hættustigi 2, veginum lokað
  • D. Hættustigum aflýst, vegurinn opnaður

Hægt er að skrá sig til að fá SMS í símann með því að senda póst á umferd@vegagerdin.is eða með því að hringja í síma 1777.

Snjóflóðaviðvaranir (pdf) (apríl 2023)