Vegáætlun

Vegáætlun er nú hluti af samgönguáætlun. Lög um samgönguáætlun nr. 33/2008

Krækja á vef samgönguáætlunar
Samgönguáætlun tekur til fjáröflunar og útgjalda til flugmála, vegamála og siglingamála. Samgönguáætlun er tvíþætt. Annars vegar er tólf ára áætlun, sem skipt er í þrjú tímabil, fjögur ár hvert, endurskoðuð á fjögurra ára fresti. Kemur hún í stað langtímaáætlunar í vegagerð. Hins vegar er fjögurra ára áætlun, sem tekur til stofnanaáætlana, þar með er talin vegáætlun, og lýtur hún svipuðum reglum og stofnanaáætlanirnar hafa gert.

Fjögurra ára samgönguáætlunin er gerð til nánari sundurliðunar 12 ára áætlunarinnar og er endurskoðuð annað hvert ár. Sá hluti hennar er tekur til vegamála heitir nú vegáætlun.

Tekjur og framlög til vegamála eru einkum af mörkuðum tekjustofnum; bensíngjald, olíugjald og þungaskattur km-gjald en einnig framlag úr ríkissjóði.

Helstu gjaldaliðir eru; nýbyggingar vega, viðhald þeirra og þjónusta ýmisskonar. Hin síðari ár hafa margir þættir almenningssamgangna verið í umsjá Vegagerðarinnar, svo sem ferjur og flóabátar, áætlunarflug og sérleyfisakstur - og greiðsla styrkja til viðkomandi rekstraraðila.

Tólf ára samgönguáætlun hefur að geyma stefnumótun en fjögurra ára áætlunin er verkefnaáætlun í sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 33/2008.

Þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023

Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2033

Kynningarrit um samgönguáætlun 2011-2022

Vegáætlun 2009 - 2012 - Skipting vegafjár eftir kjördæmum

Vegáætlun 2009 - 2012 - Skipting vegafjár eftir svæðum Vegagerðarinnar

Skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar 2011 - Vegáætlun

Skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar 2010 - Vegáætlun

Skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar 2009 - Vegáætlun

Skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar 2008 - Vegáætlun

Sjá einnig: Umhverfismat samgönguáætlunar 2011-2022

Upplýsingar og fróðleik um hvað felst í næstu tólf ára samgönguáætlun og annað sem tengist þeirri áætlanagerð, meðal annars Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2011 - 2022, er að finna á vef InnanríkisráðuneytisinsSkýrsla samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2007 - Vegáætlun

Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2006 - Vegáætlun

Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2005 - Vegáætlun

Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2004 - Vegáætlun

Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2003 - Vegáætlun

Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2002 - Vegáætlun