Gæðastefna Vegagerðarinnar

Stefnan byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum Vegagerðarinnar.

Gildi Vegagerðarinnar eru:  Fagmennska – Öryggi – Framsýni - Þjónusta

Vegagerðin vinnur að auknum gæðum í starfsemi sinni með sífelldum umbótum og tekur mið af  þörfum samfélagsins.

Stjórnendur Vegagerðarinnar hafa forystu um gæðamál og  hvetja starfsmenn til að:

  • Vinna verkin faglega og tryggja gæði í starfsemi Vegagerðarinnar.

  • Skilgreina kröfur til mannvirkja sem mótast af þörfum veg-og sjófarenda  og samfélagsins í heild.
           
  • Skilgreina kröfur gagnvart birgjum, verktökum og ráðgjöfum, og vinna með þeim að framförum í gæðamálum.

  • Miðla áreiðanlegum upplýsingum til viðskiptavina.

Vegagerðin mun starfrækja virkt gæðastjórnunarkerfi, sem tekur mið af ISO 9001 og beita aðferðum gæðastjórnunar til að ná árangri.

Útgáfudagur á vef: 11.09.2019