Gæðastefna Vegagerðarinnar
Gæðastefnan byggir á heildarstefnu og gildum Vegagerðarinnar.
Hlutverk Vegagerðarinnar er að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum á sjó og landi. Þá skal hún stuðla að því að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið.
Gildi Vegagerðarinnar eru fagmennska, öryggi, framsýni og þjónusta.
Vegagerðin vinnur stöðugt að auknum gæðum í starfsemi sinni með umbótum sem taka mið af þörfum samfélagsins hverju sinni.
Útgáfudagur á vef: 7.5.2021