Færsla Hringvegar (1) um Mýrdal - umhverfismatsskýrsla

  • Myrdalur mynd

Vegagerðin áformar uppbyggingu á Hringvegi (1-b2_b4) um Mýrdal. Umferð um núverandi veg hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, jafnframt hefur þéttbýlið í Vík stækkað með tilheyrandi umferð óvarinna vegfarenda yfir og við veginn. Í samræmi við lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar er þörf á að stuðla að auknu umferðaröryggi og greiðfærni allrar umferðar og vöruflutninga um Hringveginn.

Lesa meira

Fjarðarheiðargöng - mat á umhverfisáhrifum

  • Jarðgöng og valkostir um veglínur sem eru til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga.

Vegagerðin hefur unnið skýrslu um mat á umhverfisáhrifum um Fjarðarheiðargöng og skilað til Skipulagsstofnunar. Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. júlí 2022. Um Fjarðarheiði hana liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið.

Lesa meira

Strandavegur (643) í Árneshreppi um Veiðileysuháls, Kraká-Kjósará

  • Árnesvegur um Veiðileysuháls

Þann 25. október 2022 sendi Vegagerðin umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi til Skipulagsstofnunar í samræmi við 22. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og lið 10.07 í 1. viðauka við lögin. Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og umhverfismatsskýrsluna með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu 2. nóvember 2022. 

Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 14. desember 2022. Framkvæmdaaðili mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast.

Lesa meira