• Árnesvegur um Veiðileysuháls

Strandavegur (643) í Árneshreppi um Veiðileysuháls, Kraká-Kjósará

Þann 25. október 2022 sendi Vegagerðin umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi til Skipulagsstofnunar í samræmi við 22. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og lið 10.07 í 1. viðauka við lögin. Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og umhverfismatsskýrsluna með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu 2. nóvember 2022. 

Umhverfismatsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 2. nóvember 2022 til 14. desember 2022 í húsnæði Verzlunarfjelags Árneshrepps í Norðurfirði í Árneshreppi og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Umhverfismatsskýrslan er einnig aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar (og hér á vefnum, sjá skýrsluna neðst ásamt öllum fylgiskjölum og viðaukum): 

https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/strandavegur-um-veidileysuhals-arneshreppi-1.

Skipulagsstofnun mun óska eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um umhverfismatsskýrsluna: Árneshreppur, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Landgræðslan, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofa, Orkubú Vestfjarða, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.

Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 14. desember 2022. Framkvæmdaaðili mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast.