1892

Ísafold, 11. júní 1892, 19. árg., 47. tbl., forsíða:

Brúargjörð á Þjórsá.
Eftir síra Ólaf Ólafsson á Guttormshaga.
Það er nú liðið misseri síðan brúin kom á Ölfusá; fjöldi manna er búinn að fara hana bæði með hross og fé, og allir ljúka upp sama munni, að því fé, sé vel varið, og að hagsmunir þeir, sem hún veitir, verði tæplega metnir til peninga.
En það er samt enn þá ekki nema "hálfsótt haf", meðan engin brú er á Þjórsá..
Ég ætla ekki að fara út í það mál nú, að fyrst hefði átt að brúa Þjórsá, það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut; en þeir, sem kunnugir eru og líta vilja réttum augum á það mál, vita, að það er satt.
En því síður ættum vér að mæta mótspyrnu, er vér berum fram þá nauðsynlegu, eðlilegu og sjálfsögðu beiðni, að nú sé sem fyrst, sem allra fyrst unnið að því, að brúa þessa á.
Á síðastliðnu sumri lét landshöfðingi eftir þingsályktun ,sem samþykkt var í báðum deildum, gjöra hinn fyrsta nauðsynlega undirbúning, rannsaka og ákveða með vissu brúarstæðið og gjöra áætlun um kostnaðinn. Er kostnaðurinn að sögn áætlaður 45.000 kr.; en sjálfsagt má búast við, að hann fari eitthvað fram úr þeirri upphæð, einkum fyrir þá sök, að flutningurinn verður örðugur, bæði lengri og örðugri en að Ölfusá; en allar eru samt líkur til, að kostnaðurinn verði mun minni en við Ölfusárbrúna.
Líti maður á þetta brúarmál frá hinni almennu hlið þess, þá höfum vér 2 sterkar ástæður til þess að byggja á beiðni vora og kröfu um brúna.
Í fyrsta lagi lögin nr. 25 frá 10. nóv.br. 1887, II. kafla 5. gr., þar sem segir um póstvegi: "Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gjöra mestan farartálma"; og VI. kafli, 22. gr.: "Brýr skal gjöra yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa".
Og í öðru lagi sanngirni og réttlæti, að vér, sem eigum að sækja alla aðdrætti yfir þetta voða-vatnsfall, en höfum ekkert beinlínis gagn af strandferðunum, séum ekki bræðrum vorum gjörðir að olnboga-börnum, og látnir um aldur og ævi gjalda þess, sem oss er ósjálfrátt, að hafnaleysi er fyrir öllum ströndum hjá oss.
Vér berum að réttri tiltölu við alla aðra landsmenn kostnað þann, sem af strandferðunum leiðir; höfum gjört það og munum gjöra það eftirtölu- og umtölulaust, enda þótt vér sjálfir höfum ekkert gagn af þeim, af því vér vitum og játum, að það er nauðsynlegt bræðrum vorum í öðrum sýslum og landsfjórðungum til hagsmuna; en þess væntum vér aftur á móti, að þeir, sem þessara hagsmuna njóta, líti með sanngirni á hag vorn og telji ekki eftir, þótt bætt sé úr hinni sárustu þörf vorri.
Setji menn sig í spor vor og sæti vort.
Hvað mundu Reykvíkingar segja, hvað Vestfirðingar, hvað Norðlendingar, hvað Austfirðingar, ef svo væri skipt um hag þeirra, að þeir, hverjir í sínu lagi, sæju gufuskipin sigla svo og svo oft á ári hverju með ströndum fram hjá sér, án þess nokkru sinni að leggja að landi? Mundi þeim þykja stór höpp að hendi borin, þótt þeir sæju reykinn úr þeim í hverjum mánuði, eða sæju í blöðunum talað um og sagt frá gufuskipakomum á þennan og þennan stað, sagt frá komum skipa, sem færðu flestum landsbúa nema þeim einhver gæði, sem léttu samgöngur og greiddu á ýmsan hátt úr mörgum vandkvæðum -; en þeir sjálfir hefðu ekkert af þessu að segja, nema að fá að borga að tiltölu við aðra kostnaðinn við þetta? Ef þeir svo enn fremur kæmust á engan verslunarstað, gætu ekkert að sér dregið af matbjörg og nauðsynjum, nema yfir versta sundvatn á landinu, sem nærfellt árlega drepur einhverja skepnu, spillir heilsu manna, heftir ferðir, skemmir farangur o. s. frv., hvað mundu þeir þá segja, sem við ekkert af þessu hafa að stríða? Menn í þessum héruðum, er ég áður nefndi, eru það glöggskyggnir á hag sinn og héraða sinna, að þeim mundi finnast þeir vera settir hjá, sem von væri, ef þeir nytu engra hlunninda í notum þess, að strandferðirnar yrðu þeim að engu gagni.
Þetta eru nú kjör vor, sem búum austan Þjórsár.
Nokkuð hefir úr þessu raknað við Ölfusárbrúna; en vér verðum þó alla jafna að fara fyrst yfir Þjórsá, áður en vér komum út að Ölfusá.
Meiri hluti allra Rangvellinga sækir verslun á Eyrarbakka; og nær undantekningarlaust sækja allir þangað eitthvað. Á heimleið fara þeir allir yfir Þjórsá, enginn yfir Ölfusá; sama er að segja um Skaftfellinga, sem eitthvað sækja á Eyrarbakka. Í Árnessýslu geta 8 hreppar komist á Eyrarbakka án þess að fara yfir Ölfusá eða nokkurt sundvatn¸ 2 verða á þeirri leið að fara yfir Hvítá (Ölfusá); en 4 ystu hrepparnir geta komist á 4 verslunarstaði án þess að fara yfir Ölfusá eða nokkurt sundvatn. Rangvellingar komast á engan verslunarstað, nema að fara yfir Þjórsá eða út í Vestmannaeyjar, sem ekki er betra; og hina sömu leið verða þeir að sækja allan sjávarafla sinn, nema það, sem fiskast fyrir "Söndum", sem er oftast lítið og stundum ekkert. En 12 hreppar í Árnessýslu geta sótt allar kaupstaðarvörur og sömuleiðis fiskæti án þess að fara yfir Ölfusá eða nokkurt sundvatn, sem sé 8 hinir eystri á Eyrarbakka, en 4 hinir ystu í Þorlákshöfn eða suður.
Hér við bætist það, að Þjórsá, að vitund allra, sem til þekkja, er iðulega ófær, þegar Ölfusá er fær.
Getur nú nokkrum manni blandast hugur um, að ekki sé síður þörf á að brúa Þjórsá en Ölfusá, eða þá hitt, að vér höfum réttlætis- og sanngirniskröfu til að njóta einhverra hlunninda í stað strandferðanna?
En ekkert getur komið oss eins vel, ekkert er oss eins lífs-nauðsynlegt, sem að fá brú á Þjórsá.
Eins og Þjórsá er oss hinn versti þröskuldur og Þrándur í götu, eins mun brú yfir hana verða oss hin blessunarríkasta lífæð, hið gæfuríkasta framfaraspor, sem greiða mun götu vora til margfaldra framfara.
En hvað kosta nú árlega ferðir Rangvellinga og annarra yfir Þjórsá?
Nærri má fara um það, þótt einhverju kunni að skeika.
Gjörum 600 bændur í Rangárvallasýslu, og að af hverju heimili fari 8 hestar á ári hverju út yfir Þjórsá, sem að áliti skynsamra og kunnugra manna mun nokkuð nærri sanni; af sumum heimilum fara vitanlega færri, en af mörgum, flestum fleiri. Það verða 4800 hestar; 25 aurar fyrir hvern hest, verða 1.200 krónur.
Gjörum enn fremur ráð fyrir, að 100 bændur úr Skaftafellssýslum með 4 hesta hver fari út yfir Þjórsá, sem er of lítið, eftir því, sem verið hefir, þá verða það 400 hestar og ferjutollar 100 krónur. Alls verða þetta 1.300 krónur.
Þar að auki má gjöra ráð fyrir, að lausríðandi menn, sem úr ýmsum áttum fara ýmist austur yfir eða út yfir, gjaldi í ferjutolla 100 krónur.
Enn eru ótaldir ferjutollar fyrir sauðfé, sem í sumum árum hefir þúsundum saman verið flutt yfir ána; hefir það gjald stundum, eftir því sem næst hefir orðið komist, numið frá 100-200 kr., en auðvitað oft minna.
Má þannig ætla á, að í ferjutolla yfir þessa á fari árlega 1.400-1.500 kr. að minnsta kosti, og í sumum ám talsvert meira.
Hér er nú ótalið það atriðið, sem ekki ætti að hafa hvað minnsta þýðingu hjá siðuðum mönnum, og það er þrælameðferð sú, sem menn verða að sýna hestum sínum á öllum tímum árs, þótt verst sé á haustin, veturna og vorin; er það stundum hryllilegt, að verða að vera sjónarvottur að því. Þannig hef ég einu sinni á sumardag eftir Jónsmessu ásamt fleirum, sem við voru, séð 20 hesta nærri farna í Þjórsá; bjóst hvorki ég né aðrir við, að þeir mundu lifandi upp úr henni koma. Hefði það verið um lok og hestar vorlegir, þá hefði engum þeirra skilað lifandi að landi; fýsir mig ekki að sjá þá sjón aftur. Þessu líku mundu fleiri geta sagt frá.
Ótalið er hér fyrirhöfn sú, vosbúð og hrakningur, sem ferðamenn verða iðulega að sæta við ferjurnar, og stórum hefir spillt heilsu margra manna, sem oft eru í ferðum; ótalin er tímatöf sú, sem alltaf er sjálfsögð, þótt allt gagni vel, hvað þá ef mönnum legast við ána; ótaldar eru skemmdir þær á farangri er hent og þeytt upp í skip af skipi. Að meta allt þetta til peninga er ekki hægt, en það er mikilsvert þrátt fyrir það; þeim ætti að vera kunnugast um það, sem reyna; og það ætti í þessu efni ekki síður vera takandi mark á orðum þeirra, sem oft á ári hverju fara yfir Þjórsá, heldur en orðum og skoðunum þeirra, sem einu sinni eða tvisvar á ævinni eða aldrei hafa yfir hana farið, og það þá um hásumarskeið, er allt er sem best og blíðast.
Einn af hagsmunum þeim, sem brú á Þjórsá mundi skapa, yrði án efa aukin verslunarsamkeppni. Menn mundu ekki lengi hugsa sig um að bregða sér suður til Reykjavíkur með vörur sínar, er ekkert væri sundavatnið á leiðinni lengur og ferðin þar af leiðandi gengi fljótar og greiðar, og reyna að sæta þar betri viðskiptum, ef byðust; og kaupmenn austan fjalls mundu aftur á móti reyna að bjóða mönnum betri kjör, er þeir sæju, að menn færu hópum saman að fara fyrir ofan garð hjá þeim og suður yfir heiði með vörur sínar. Mundi þessi greiða gata án efa mikið hjálpa til að leysa verslunina og viðskiptin manna á milli úr þeim ólags-læðingi, sem hún og þau nú eru í. -
Það er því ekki nema eðlilegt, þótt almenningur hér eystra spyrji með áhyggju: "Hvað líður brúarmálinu; kemur vonum bráðar brú á Þjórsá?"
Ég get ímyndað mér, að einhver þurfi nú að koma með gamla svarið, sem vanalega klingir, þegar eitthvað á að gjöra hjá okkur á Íslandi, sem sé: "Okkur vantar peninga; vér höfum engin tök á að snara út 50.000 krónum til að brúa eina á; og ný-búið að brúa aðra fyrir frekar 60.000 krónur".
Við þessu verð ég hreinlega að svara nei. Í raun og sannleika vantar okkur ekki fé, okkur vatnar annað fremur, og það er skynsamleg meðferð á því fé, sem vér höfum. Vér gætum sem næst gert brú á Þjórsá á hverju ári fyrir það fé, sem árlega fer til eftirlauna. Til þess fara 43.000 krónur árlega, mest til þeirra manna, sem þjónað hafa besta hluta ævinnar góðum og feitum embættum, lifað hvern dag í dýrðlegum fagnaði, að minnsta kosti sumir, án þess að bera nokkra áhyggju fyrir morgundeginum, sem sé ellinni, því að þeir vissu að sama daginn, sem þeir hættu að þjóna embætti á þeirri hátíðlegu viðskilnaðarstund mundu þeir hníga í hinn mjúka líknarfaðm landssjóðsins, sem er hið íslenska Abrahams-skaut öllum þeim, sem borið hafa embættisnafn, hverjir svo sem ávextir verka þeirra eru fyrir fósturjörðina. Já! Landssjóðurinn er nokkurs konar lífsins tré, sem þessir "uppgjafa-domini" endurnæra á lúinn líkama og þreytta sál; og á hverjum degi, sem þeir eta þar af, skulu þeir vissulega ekki deyja; því- sjá! þeir eta mikið og lifa lengi!
Vér snörum líka út frekum 18.000 krónum á ári til vísindalegra fyrirtækja og bókmennta. Fallegt er nafnið; ekki vantar það. En um þetta er það að segja, að sumt af því kemur landinu efalaust að einhverjum notum, og er veitt verðleikalítið, og sumt verður engum að neinu gagni nema þeim, sem fá krónurnar og kaupa sér fyrir þær brauðbita upp í sig.
Ýmisleg önnur meðferð og tilhögun á fé landsins er og mjög andstæð því, sem æskilegt væri.
En meðan þessu er þannig háttað með margt hvað, getum vér ekki sagt, að oss bresti fé, heldur miklu fremur hitt: vit eða vilja til að verja því á réttan hátt; og það er nær að sýna einurð, dug og dáð til að koma meðferð fjárins í rétt horf, en að vola yfir því, að fé sé ekki til.


Ísafold, 11. júní 1892, 19. árg., 47. tbl., forsíða:

Brúargjörð á Þjórsá.
Eftir síra Ólaf Ólafsson á Guttormshaga.
Það er nú liðið misseri síðan brúin kom á Ölfusá; fjöldi manna er búinn að fara hana bæði með hross og fé, og allir ljúka upp sama munni, að því fé, sé vel varið, og að hagsmunir þeir, sem hún veitir, verði tæplega metnir til peninga.
En það er samt enn þá ekki nema "hálfsótt haf", meðan engin brú er á Þjórsá..
Ég ætla ekki að fara út í það mál nú, að fyrst hefði átt að brúa Þjórsá, það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut; en þeir, sem kunnugir eru og líta vilja réttum augum á það mál, vita, að það er satt.
En því síður ættum vér að mæta mótspyrnu, er vér berum fram þá nauðsynlegu, eðlilegu og sjálfsögðu beiðni, að nú sé sem fyrst, sem allra fyrst unnið að því, að brúa þessa á.
Á síðastliðnu sumri lét landshöfðingi eftir þingsályktun ,sem samþykkt var í báðum deildum, gjöra hinn fyrsta nauðsynlega undirbúning, rannsaka og ákveða með vissu brúarstæðið og gjöra áætlun um kostnaðinn. Er kostnaðurinn að sögn áætlaður 45.000 kr.; en sjálfsagt má búast við, að hann fari eitthvað fram úr þeirri upphæð, einkum fyrir þá sök, að flutningurinn verður örðugur, bæði lengri og örðugri en að Ölfusá; en allar eru samt líkur til, að kostnaðurinn verði mun minni en við Ölfusárbrúna.
Líti maður á þetta brúarmál frá hinni almennu hlið þess, þá höfum vér 2 sterkar ástæður til þess að byggja á beiðni vora og kröfu um brúna.
Í fyrsta lagi lögin nr. 25 frá 10. nóv.br. 1887, II. kafla 5. gr., þar sem segir um póstvegi: "Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gjöra mestan farartálma"; og VI. kafli, 22. gr.: "Brýr skal gjöra yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa".
Og í öðru lagi sanngirni og réttlæti, að vér, sem eigum að sækja alla aðdrætti yfir þetta voða-vatnsfall, en höfum ekkert beinlínis gagn af strandferðunum, séum ekki bræðrum vorum gjörðir að olnboga-börnum, og látnir um aldur og ævi gjalda þess, sem oss er ósjálfrátt, að hafnaleysi er fyrir öllum ströndum hjá oss.
Vér berum að réttri tiltölu við alla aðra landsmenn kostnað þann, sem af strandferðunum leiðir; höfum gjört það og munum gjöra það eftirtölu- og umtölulaust, enda þótt vér sjálfir höfum ekkert gagn af þeim, af því vér vitum og játum, að það er nauðsynlegt bræðrum vorum í öðrum sýslum og landsfjórðungum til hagsmuna; en þess væntum vér aftur á móti, að þeir, sem þessara hagsmuna njóta, líti með sanngirni á hag vorn og telji ekki eftir, þótt bætt sé úr hinni sárustu þörf vorri.
Setji menn sig í spor vor og sæti vort.
Hvað mundu Reykvíkingar segja, hvað Vestfirðingar, hvað Norðlendingar, hvað Austfirðingar, ef svo væri skipt um hag þeirra, að þeir, hverjir í sínu lagi, sæju gufuskipin sigla svo og svo oft á ári hverju með ströndum fram hjá sér, án þess nokkru sinni að leggja að landi? Mundi þeim þykja stór höpp að hendi borin, þótt þeir sæju reykinn úr þeim í hverjum mánuði, eða sæju í blöðunum talað um og sagt frá gufuskipakomum á þennan og þennan stað, sagt frá komum skipa, sem færðu flestum landsbúa nema þeim einhver gæði, sem léttu samgöngur og greiddu á ýmsan hátt úr mörgum vandkvæðum -; en þeir sjálfir hefðu ekkert af þessu að segja, nema að fá að borga að tiltölu við aðra kostnaðinn við þetta? Ef þeir svo enn fremur kæmust á engan verslunarstað, gætu ekkert að sér dregið af matbjörg og nauðsynjum, nema yfir versta sundvatn á landinu, sem nærfellt árlega drepur einhverja skepnu, spillir heilsu manna, heftir ferðir, skemmir farangur o. s. frv., hvað mundu þeir þá segja, sem við ekkert af þessu hafa að stríða? Menn í þessum héruðum, er ég áður nefndi, eru það glöggskyggnir á hag sinn og héraða sinna, að þeim mundi finnast þeir vera settir hjá, sem von væri, ef þeir nytu engra hlunninda í notum þess, að strandferðirnar yrðu þeim að engu gagni.
Þetta eru nú kjör vor, sem búum austan Þjórsár.
Nokkuð hefir úr þessu raknað við Ölfusárbrúna; en vér verðum þó alla jafna að fara fyrst yfir Þjórsá, áður en vér komum út að Ölfusá.
Meiri hluti allra Rangvellinga sækir verslun á Eyrarbakka; og nær undantekningarlaust sækja allir þangað eitthvað. Á heimleið fara þeir allir yfir Þjórsá, enginn yfir Ölfusá; sama er að segja um Skaftfellinga, sem eitthvað sækja á Eyrarbakka. Í Árnessýslu geta 8 hreppar komist á Eyrarbakka án þess að fara yfir Ölfusá eða nokkurt sundvatn¸ 2 verða á þeirri leið að fara yfir Hvítá (Ölfusá); en 4 ystu hrepparnir geta komist á 4 verslunarstaði án þess að fara yfir Ölfusá eða nokkurt sundvatn. Rangvellingar komast á engan verslunarstað, nema að fara yfir Þjórsá eða út í Vestmannaeyjar, sem ekki er betra; og hina sömu leið verða þeir að sækja allan sjávarafla sinn, nema það, sem fiskast fyrir "Söndum", sem er oftast lítið og stundum ekkert. En 12 hreppar í Árnessýslu geta sótt allar kaupstaðarvörur og sömuleiðis fiskæti án þess að fara yfir Ölfusá eða nokkurt sundvatn, sem sé 8 hinir eystri á Eyrarbakka, en 4 hinir ystu í Þorlákshöfn eða suður.
Hér við bætist það, að Þjórsá, að vitund allra, sem til þekkja, er iðulega ófær, þegar Ölfusá er fær.
Getur nú nokkrum manni blandast hugur um, að ekki sé síður þörf á að brúa Þjórsá en Ölfusá, eða þá hitt, að vér höfum réttlætis- og sanngirniskröfu til að njóta einhverra hlunninda í stað strandferðanna?
En ekkert getur komið oss eins vel, ekkert er oss eins lífs-nauðsynlegt, sem að fá brú á Þjórsá.
Eins og Þjórsá er oss hinn versti þröskuldur og Þrándur í götu, eins mun brú yfir hana verða oss hin blessunarríkasta lífæð, hið gæfuríkasta framfaraspor, sem greiða mun götu vora til margfaldra framfara.
En hvað kosta nú árlega ferðir Rangvellinga og annarra yfir Þjórsá?
Nærri má fara um það, þótt einhverju kunni að skeika.
Gjörum 600 bændur í Rangárvallasýslu, og að af hverju heimili fari 8 hestar á ári hverju út yfir Þjórsá, sem að áliti skynsamra og kunnugra manna mun nokkuð nærri sanni; af sumum heimilum fara vitanlega færri, en af mörgum, flestum fleiri. Það verða 4800 hestar; 25 aurar fyrir hvern hest, verða 1.200 krónur.
Gjörum enn fremur ráð fyrir, að 100 bændur úr Skaftafellssýslum með 4 hesta hver fari út yfir Þjórsá, sem er of lítið, eftir því, sem verið hefir, þá verða það 400 hestar og ferjutollar 100 krónur. Alls verða þetta 1.300 krónur.
Þar að auki má gjöra ráð fyrir, að lausríðandi menn, sem úr ýmsum áttum fara ýmist austur yfir eða út yfir, gjaldi í ferjutolla 100 krónur.
Enn eru ótaldir ferjutollar fyrir sauðfé, sem í sumum árum hefir þúsundum saman verið flutt yfir ána; hefir það gjald stundum, eftir því sem næst hefir orðið komist, numið frá 100-200 kr., en auðvitað oft minna.
Má þannig ætla á, að í ferjutolla yfir þessa á fari árlega 1.400-1.500 kr. að minnsta kosti, og í sumum ám talsvert meira.
Hér er nú ótalið það atriðið, sem ekki ætti að hafa hvað minnsta þýðingu hjá siðuðum mönnum, og það er þrælameðferð sú, sem menn verða að sýna hestum sínum á öllum tímum árs, þótt verst sé á haustin, veturna og vorin; er það stundum hryllilegt, að verða að vera sjónarvottur að því. Þannig hef ég einu sinni á sumardag eftir Jónsmessu ásamt fleirum, sem við voru, séð 20 hesta nærri farna í Þjórsá; bjóst hvorki ég né aðrir við, að þeir mundu lifandi upp úr henni koma. Hefði það verið um lok og hestar vorlegir, þá hefði engum þeirra skilað lifandi að landi; fýsir mig ekki að sjá þá sjón aftur. Þessu líku mundu fleiri geta sagt frá.
Ótalið er hér fyrirhöfn sú, vosbúð og hrakningur, sem ferðamenn verða iðulega að sæta við ferjurnar, og stórum hefir spillt heilsu margra manna, sem oft eru í ferðum; ótalin er tímatöf sú, sem alltaf er sjálfsögð, þótt allt gagni vel, hvað þá ef mönnum legast við ána; ótaldar eru skemmdir þær á farangri er hent og þeytt upp í skip af skipi. Að meta allt þetta til peninga er ekki hægt, en það er mikilsvert þrátt fyrir það; þeim ætti að vera kunnugast um það, sem reyna; og það ætti í þessu efni ekki síður vera takandi mark á orðum þeirra, sem oft á ári hverju fara yfir Þjórsá, heldur en orðum og skoðunum þeirra, sem einu sinni eða tvisvar á ævinni eða aldrei hafa yfir hana farið, og það þá um hásumarskeið, er allt er sem best og blíðast.
Einn af hagsmunum þeim, sem brú á Þjórsá mundi skapa, yrði án efa aukin verslunarsamkeppni. Menn mundu ekki lengi hugsa sig um að bregða sér suður til Reykjavíkur með vörur sínar, er ekkert væri sundavatnið á leiðinni lengur og ferðin þar af leiðandi gengi fljótar og greiðar, og reyna að sæta þar betri viðskiptum, ef byðust; og kaupmenn austan fjalls mundu aftur á móti reyna að bjóða mönnum betri kjör, er þeir sæju, að menn færu hópum saman að fara fyrir ofan garð hjá þeim og suður yfir heiði með vörur sínar. Mundi þessi greiða gata án efa mikið hjálpa til að leysa verslunina og viðskiptin manna á milli úr þeim ólags-læðingi, sem hún og þau nú eru í. -
Það er því ekki nema eðlilegt, þótt almenningur hér eystra spyrji með áhyggju: "Hvað líður brúarmálinu; kemur vonum bráðar brú á Þjórsá?"
Ég get ímyndað mér, að einhver þurfi nú að koma með gamla svarið, sem vanalega klingir, þegar eitthvað á að gjöra hjá okkur á Íslandi, sem sé: "Okkur vantar peninga; vér höfum engin tök á að snara út 50.000 krónum til að brúa eina á; og ný-búið að brúa aðra fyrir frekar 60.000 krónur".
Við þessu verð ég hreinlega að svara nei. Í raun og sannleika vantar okkur ekki fé, okkur vatnar annað fremur, og það er skynsamleg meðferð á því fé, sem vér höfum. Vér gætum sem næst gert brú á Þjórsá á hverju ári fyrir það fé, sem árlega fer til eftirlauna. Til þess fara 43.000 krónur árlega, mest til þeirra manna, sem þjónað hafa besta hluta ævinnar góðum og feitum embættum, lifað hvern dag í dýrðlegum fagnaði, að minnsta kosti sumir, án þess að bera nokkra áhyggju fyrir morgundeginum, sem sé ellinni, því að þeir vissu að sama daginn, sem þeir hættu að þjóna embætti á þeirri hátíðlegu viðskilnaðarstund mundu þeir hníga í hinn mjúka líknarfaðm landssjóðsins, sem er hið íslenska Abrahams-skaut öllum þeim, sem borið hafa embættisnafn, hverjir svo sem ávextir verka þeirra eru fyrir fósturjörðina. Já! Landssjóðurinn er nokkurs konar lífsins tré, sem þessir "uppgjafa-domini" endurnæra á lúinn líkama og þreytta sál; og á hverjum degi, sem þeir eta þar af, skulu þeir vissulega ekki deyja; því- sjá! þeir eta mikið og lifa lengi!
Vér snörum líka út frekum 18.000 krónum á ári til vísindalegra fyrirtækja og bókmennta. Fallegt er nafnið; ekki vantar það. En um þetta er það að segja, að sumt af því kemur landinu efalaust að einhverjum notum, og er veitt verðleikalítið, og sumt verður engum að neinu gagni nema þeim, sem fá krónurnar og kaupa sér fyrir þær brauðbita upp í sig.
Ýmisleg önnur meðferð og tilhögun á fé landsins er og mjög andstæð því, sem æskilegt væri.
En meðan þessu er þannig háttað með margt hvað, getum vér ekki sagt, að oss bresti fé, heldur miklu fremur hitt: vit eða vilja til að verja því á réttan hátt; og það er nær að sýna einurð, dug og dáð til að koma meðferð fjárins í rétt horf, en að vola yfir því, að fé sé ekki til.