1892

Austri, 20. jan. 1892, 2. árg., 2. tbl., forsíða:

Um strandferðirnar og gufubátsmál Austfirðinga.
Eftir alþm. Jón Jónsson frá Sleðbrjót.
¿¿
Ekki tekur herra O. Wathne vægara á þegar hann fer í 10. tbl. Austra að ámæla sýslufundinum á Egilsstöðum og Héraðsbúum fyrir meðferðina á styrk þeim er veittur var á fjárlögunum 1892-1893 til gufubátsferða á Austfjörðum. Honum finnst það ganga glæpum næst, að veita þessa upphæð sveitarfélögunum í Fljótsdalshéraði til þess að koma á gufubátsferðum í Lagarfljótsós.
Hér er herra O. Wathne auðsjáanlega "fornærmaður" yfir því að aðrir en hann skuli vilja gjöra tilraun til að koma á skipaferðum í Lagarfljótsós.
"Det er godt til at skræmme andre" sagði herra O. Wathne hlæjandi við Lagarfljótsós í fyrra sumar, þegar hann horfði á skipskrokk sinn liðast þar sundur á sandrifinu norðan við Ósinn. Mér þykir það ekki ólíklegt að hr. O. Wathne hafi hugsað eitthvað svipað er hann sendi frá sér þessa ritgjörð sína, því bæði er það að ritgjörðin minnir ósjálfrátt á skip sem farið er að gliðna sundur, og svo er hún auðsjáanlega skrifuð til að "skræmme andre" skrifuð til þess að gjöra skipaleið í Lagarfljótsós sem ægilegasta í augum þeirra sem ekki þekkja til, til þess, að gjöra aðgjörðir okkar Héraðsbúa, okkar þingmanna úr Múlasýslum, og sýslunefndar í þessu gufubátsmáli, skrifuð til þess að innræta landstjórninni, og öllum sem greinina lesa, þá trú að allir sem einhvern hluta hafa átt að þessu gufubátsmáli hafi gjört allt í blindni og af vanþekking og vilji reyna að sökkva fé landsins í "einhvern straumharðasta árós Íslands".
¿¿..
Vér Héraðsbúar höfum lengi fundið til þess hve mikill atvinnuhnekkir það er oss að þurfa að flytja allar þær nauðsynjar er vér þurfum að kaupa yfir jafn snjósæla og bratta fjallgarða eins og þeir fjallgarðar eru sem vér eigum yfir að sækja til verslunarstaðanna á Vopnaf., Sðfj., og Eskifj. Torfærurnar og vegalengdin gjörir timburflutninga til Héraðsins nær ókleyfa, nema fyrir efnuðustu bændur, og dregur það mjög úr bændum að vanda húsabyggingar sem skyldi. Oft gengur mikill tími af hinum dýrmæta heyskapartíma til kaupstaðarferða, þegar snjósöm vor eru og heiðar renna ei fyr en komið er að slætti. Hestahald verður margfalt dýrara fyrir þessa erfiðu aðflutninga, og þess vegna er ekki hægt að hafa hér eins margt sauðfé eins og annars hefði verið hægt. Auk þess gengur mjög mikill vinnukraftur, og ýmislegur annar kostnaður til kaupstaðarferðanna. Margir fara þess á mis að kaupa ýms áhöld sem þeir annars hefðu keypt, og getað notað sér til mikils gagns af því þeir hliðra sér til hjá flutningum, því fjöldanum veitist fullerfitt að flytja það sem til fæðis þarf yfir árið. Því ætíð verður að verja þeim tíma til aðflutninga sem dýrastur er nfl. sumartímanum þar sem hægt væri að flytja allan veturinn ef vörur væru til innanhéraðs. Þó stundum séu farnar kaupstaðarferðir hér á vetrum þá vita allir sem til þekkja hve hættulegar þær eru og hve oft hefir af þeim leitt hrakninga og manntjón. Vér Héraðsbúar fögnuðum því mjög er herra Tr. Gunnarsson ráðgjörði að láta Gránufélagið koma upp verslun við Lagarfljótsós, en það fórst fyrir líklega fyrir efnaskort félagsins. Svo kom herra O. Wathne og sagðist "skyldi upp í Ósinn", en þar við hefur að mestu leyti setið fyrir honum, því hin fyrirhyggjulitla ferð hans upp í Ósinn á fúnu og ónýtu seglskipi er varla teljandi.
¿¿.


Austri, 20. jan. 1892, 2. árg., 2. tbl., forsíða:

Um strandferðirnar og gufubátsmál Austfirðinga.
Eftir alþm. Jón Jónsson frá Sleðbrjót.
¿¿
Ekki tekur herra O. Wathne vægara á þegar hann fer í 10. tbl. Austra að ámæla sýslufundinum á Egilsstöðum og Héraðsbúum fyrir meðferðina á styrk þeim er veittur var á fjárlögunum 1892-1893 til gufubátsferða á Austfjörðum. Honum finnst það ganga glæpum næst, að veita þessa upphæð sveitarfélögunum í Fljótsdalshéraði til þess að koma á gufubátsferðum í Lagarfljótsós.
Hér er herra O. Wathne auðsjáanlega "fornærmaður" yfir því að aðrir en hann skuli vilja gjöra tilraun til að koma á skipaferðum í Lagarfljótsós.
"Det er godt til at skræmme andre" sagði herra O. Wathne hlæjandi við Lagarfljótsós í fyrra sumar, þegar hann horfði á skipskrokk sinn liðast þar sundur á sandrifinu norðan við Ósinn. Mér þykir það ekki ólíklegt að hr. O. Wathne hafi hugsað eitthvað svipað er hann sendi frá sér þessa ritgjörð sína, því bæði er það að ritgjörðin minnir ósjálfrátt á skip sem farið er að gliðna sundur, og svo er hún auðsjáanlega skrifuð til að "skræmme andre" skrifuð til þess að gjöra skipaleið í Lagarfljótsós sem ægilegasta í augum þeirra sem ekki þekkja til, til þess, að gjöra aðgjörðir okkar Héraðsbúa, okkar þingmanna úr Múlasýslum, og sýslunefndar í þessu gufubátsmáli, skrifuð til þess að innræta landstjórninni, og öllum sem greinina lesa, þá trú að allir sem einhvern hluta hafa átt að þessu gufubátsmáli hafi gjört allt í blindni og af vanþekking og vilji reyna að sökkva fé landsins í "einhvern straumharðasta árós Íslands".
¿¿..
Vér Héraðsbúar höfum lengi fundið til þess hve mikill atvinnuhnekkir það er oss að þurfa að flytja allar þær nauðsynjar er vér þurfum að kaupa yfir jafn snjósæla og bratta fjallgarða eins og þeir fjallgarðar eru sem vér eigum yfir að sækja til verslunarstaðanna á Vopnaf., Sðfj., og Eskifj. Torfærurnar og vegalengdin gjörir timburflutninga til Héraðsins nær ókleyfa, nema fyrir efnuðustu bændur, og dregur það mjög úr bændum að vanda húsabyggingar sem skyldi. Oft gengur mikill tími af hinum dýrmæta heyskapartíma til kaupstaðarferða, þegar snjósöm vor eru og heiðar renna ei fyr en komið er að slætti. Hestahald verður margfalt dýrara fyrir þessa erfiðu aðflutninga, og þess vegna er ekki hægt að hafa hér eins margt sauðfé eins og annars hefði verið hægt. Auk þess gengur mjög mikill vinnukraftur, og ýmislegur annar kostnaður til kaupstaðarferðanna. Margir fara þess á mis að kaupa ýms áhöld sem þeir annars hefðu keypt, og getað notað sér til mikils gagns af því þeir hliðra sér til hjá flutningum, því fjöldanum veitist fullerfitt að flytja það sem til fæðis þarf yfir árið. Því ætíð verður að verja þeim tíma til aðflutninga sem dýrastur er nfl. sumartímanum þar sem hægt væri að flytja allan veturinn ef vörur væru til innanhéraðs. Þó stundum séu farnar kaupstaðarferðir hér á vetrum þá vita allir sem til þekkja hve hættulegar þær eru og hve oft hefir af þeim leitt hrakninga og manntjón. Vér Héraðsbúar fögnuðum því mjög er herra Tr. Gunnarsson ráðgjörði að láta Gránufélagið koma upp verslun við Lagarfljótsós, en það fórst fyrir líklega fyrir efnaskort félagsins. Svo kom herra O. Wathne og sagðist "skyldi upp í Ósinn", en þar við hefur að mestu leyti setið fyrir honum, því hin fyrirhyggjulitla ferð hans upp í Ósinn á fúnu og ónýtu seglskipi er varla teljandi.
¿¿.